Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 14
Mars 1996 varð bókasafnskerfi sem kallast LIBERTAS (á íslensku GEGNIR) frá SLS Information Systems í Bretlandi. Þetta kerfi er notað í fjölmörgum háskólum þar, í Svíþjóð og á Spáni. Kerfið var sett upp á árinu 1990 og þá var meginhluti spjaldskrár safnanna fluttur yfír í kerfíð. Jafn- framt fór í gang mikil átaksvinna við skráningu íslenskra rita. Þó er talsvert óskráð enn. A árinu 1991 var kerfið komið í notkun. Framkvæmd öll miðaðist við að hér yrði um að ræða bókasafns- kerfi hins nýja sameinaða safns. Gegnir er að stofni til gagna- grunnskerfí sem gefur kost á að leitað sé að færslum samkvæmt fjölbreyttum skilyrðum. í Gegni er að finnabókfræðilegar upplýsingar um meginhluta rita og hljóðrita Lbs. og öll útlán eru skráð í kerf- inu. Auk þess eru ýmis hjálpar- forrit fyrir pantanir, aðfangaskrán- ingu, samskráningu, millisafnalán og fleira sem er ómissandi í starfí safnsins. Aðildarsöfn kerfisins, þ.e. söfn sem nota Gegni sem sitt bókasafns- kerfi, eru alls átta, en allmörg söfn hafa samskráraðild, þ.e. rit þeirra eru skráð í kerfið að hluta eða öllu leyti. Við hliðina á aðalskrá Gegnis er sérstakt gagnasafn, nefnt Greinir, þar sem skráð er efni í íslenskum blöðum og tímaritum. Skráðar greinar eru rúmlega 30 þúsund. Má segja að öll helstu tímarit íslensk séu nú skráð í Greini jafnóðum og þau berast. Gegniskerfið byggir á VMS frá DEC og VT-skjám. Auk um 30 skjáa voru til í söfnunum einka- tölvur sem notaðar voru við leit á bókfræðilegum geisladiskum, rit- vinnslu og ýmis smærri skráningar- kerfi á söfnunum. Talsvert af skjánum var flutt í Þjóðarbókhlöðu og er notaður þar. Við undirbúning að sameiningu safnanna og flutning þeirra í Þjóð- arbókhlöðu var ákveðið að allir starfsmenn hefðu tölvu og að tals- verður fjöldi tölva væri til afnota fyrir safngesti. Þessi búnaður ásamt tilheyrandi netstýrikerfi og ýmsum grunnhugbúnaði var boðinn út í mars 1994 og ákvörðun tekiníjúní 1994. Gerðar voru m.a. kröfur um að aðgangur væri að Gegni, ýmsum forritum svo sem ritvinnslu, töflureikni, póstkerfi, Intemet, o.fl., einnig að sérstöku nettengdu geisladiskakerfi og að stúdentar gætu haft afnot af gögn- um sínum hjá Reiknistofnun Há- skólans (RHÍ). Samið var við EJS um einka- tölvur, þjóna, prentara, netstýri- kerfi og flestan annan hugbúnað. Einnig var samið við HP á Islandi (nú Opin Kerfi hf.) um sérstakt nettengt geisladiskakerfi. Þessi búnaður var settur upp og kominn í notkun 1. des 1994 þegar Lbs. var opnað. Að sjálfsögðu komu fram ýmsir byrjunarörðug- leikar og tókst að bæta úr flestum þeirra tiltölulega fljótt. Eftirfarandi er upptalning á helsta hugbúnaði og vélbúnaði safnsins ásamt stuttri lýsingu þar sem þörf er á: Hugbúnaður Þjónar: • Gegnir þ.e. Libertas bókasafns- kerfið frá SLS. • System V R.4 (Solaris 2.4) 1114IX stýrikerfi á SUN þjón- um. • NFS netstýrikerfi frá SUN. • NIS+ öryggiskerfi. • Hugbúnaður fyrir nettengda geisladiska frá Logicraft (Opin Kerfi hfi). PC vinnustöðvar: • Windows 3.1. • PC-NFS 5.1 netstýrikerfi frá SUN. • MS skrifstofukerfl, þ.e. MS mail póstkerfi, Schedule+ dag- bókarkerfi, Word ritvinnsla, Excel töflureiknir og Power- point fyrir gerð námsefnis. • Telnet skjáhermar fyrir netað- gang og aðgang að Gegni. • N etscape fyrir aðgang að Inter- netinu. • MS Publisher fyrir umbrot. • MS Access gagnagrunnur fyrir PC. • Procite f. bókfræðilega gagna- gmnna. Vélbúnaður 1 DEC 3000-600 AXP tölva fyrir Gegniskerfið. 3 SUN UNIX netþjónar (SUN SPARCserver 20,48 Mb með 2 Ethemetspjöld hver). 1 HP þjónn fyrir geisladiska- kerfi (486 DX/66, 32 Mb, 1 Gb). 2 Gáttir fyrir póst og fax (386 SX tölvur). 1 Rafbakhjarl fyrir ofangreind- an búnað. 17 5 Einkatölvur af gerðinni AST Bravo MS 4/50, (486 SX, 8 Mb, 170 Mb) og AST Pent- ium. Þar af em 85 fyrir starfs- fólk, 85 fyrir safngesti og 5 í sérverkefni og til vara. Prentarar em fjölmargir bæði fyrir starfsfólk og gesti. Geisla- prentarar eru frá Texas Instru- ments, bleksprautuprentarar frá TI og Mannesman Tally, og nála- prentarar frá DEC. Annar tölvubúnaður sem vert er að nefna er: • DEC VT320 skjáir fyrir Gegni • skannar • sjálfsafgreiðsluvélar fyrir útlán. Um er að ræða tvær 486 SX einkatölvur ásamt skjá, strika- merkjalesara, kvittanaprentara og talnahnappaborði. Þær eru tengdar við Gegni og geta safh- gestir með hjálp þeirra tekið bækur að láni. Þessi búnaður er frá 3M og SLS. Geisladiskakerfi: Þetta er hugbúnaður og vél- búnaður frá Logicraft sem gerir safninu mögulegt að bjóða upp á aðgang að allt að 28 geisladiskum frá öllum tölvum á netinu. Þessi búnaður gefur einnig kost á að- 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.