Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 26
Mars 1996 Frá orðanefnd Notkun tengistriks Flest ný hugtök er varða tölvur og tölvunotkun berast til íslands undir enskum heitum. Þegar mynd- uð eru íslensk heiti eftir enskum fyrirmyndum þarf meðal annars að gæta þess að í íslensku er mun algengara að nota tengistrik milli laustengdra orða en í ensku. Sem dæmi má taka: DOS text file DOS-textaskrá Á ensku er þetta heiti ritað sem þrjú aðskilin orð. Islendingum hættir stundum til að apa eftir ensk- unni og slíta íslensk orð í sundur, rita t.d. þetta heiti sem DOS textaskrá eða jafnvel DOS texta skrá. Samkvæmt íslenskri ritunar- hefð á að rita DOS-textaskrá. I orðaforða á sviði tölvumála er ara- grúi hliðstæðra dæma um tengingu skammstöfunar eða sémafns við eftirfarandi orð þar sem ber að jafhaði að nota tengistrik í íslensku. Nokkur önnur dæmi: Pascal program Pascal-forrit IJNIX operating system UNIX-stýrikerfi WORD text processor W ORD-ritvinnslukerfi Rétt er að vekja athygli á því að í flóknari dæmum, svo sem ensku heitunum Windows 95 ver- sion og MS-DOS 6.22 software, fer málið að vandast. Engar hald- góðar ritreglur eru þá tiltækar í íslensku. Sumir rita Windows 95 útgáfa en aðrir Windows 95- útgáfa. Ekki er lagður á það dómur hér og nú hvort betra er eða réttara að rita tengistrikið eða sleppa því í slíku tilviki. Hins vegar er þetta nefnt til að minna á að þörf er á ítarlegri reglum um notkun tengi- striks og sú þörf er ekki takmörkuð við tölvumál. Arkamatari eða arkaskammtari I síðasta tölublaði Tölvumála, desember 1995, kemur fyrir í grein orðanefndar, bls. 26, hugtakið: sheet feeder arkamatari, arka- skammtari í Tölvuorðasafni, 2. útg. 1986, stendur hins vegar: sheet feeder arkaskammtari Orðanefnd hafði komist að því að arkamatari væri útbreitt heiti á þessu hugtaki og ákvað því nýlega að taka það orð upp sem aðalheiti. Eftir nánari athugun hefur orða- nefnd nú snúist heilan hring og vill halda sig við orðið arkaskammtari eingöngu en hafna orðinu arka- matari með eftirgreindum rök- semdum. Foreldrar mata böm sín á hollri fæðu en þeir mata ekki fæðuna í börnin. Hins vegar er mönnum skammtaður matur á diskana. Samkvæmt þessari sam- líkingu matar umrætt tæki tölvu- prentarann á pappírsörkum og um leið skammtar það arkimar í prent- arann eftir þörfum. Tækið gæti því heitið annaðhvort prentaramatari eða arkaskammtari en ekki arkamatari. Stafur eða tákn í 7 bita stafamengi fýrir tölvur rúmast 128 stafir en í 8 bita stafa- mengi 256 stafir. Stafur er hér not- aður í sömu merkingu og enska orðið character, þ.e.a.s. í víðari Eftir Stefán Briem merkingu en bókstafir og tölustafir, og tekur einnig til greinarmerkja, sviga af ýmsu tagi og annarra prenthæfra ritstafa sem taka einn stafreit hver. Stafir nr. 0-31 og nr. 127 kallast stýristafir (e. control character). Þeir eru ekki ritstafir heldur notaðir til að tilgreina ýmsar stýriaðgerðir í tölvunotkun. I ár- anna rás hafa margir fremur viljað kalla þessa stafi stýritákn og nota tákn almennt fyrir enska orðið character í þessari merkingu. Það telur orðanefnd afar óheppilegt. Reynsla orðanefndar er sú að eina leiðin til að komast hjá merkingar- legum árekstrum við notkun þessara hugtaka og annarra hug- taka tengdum þeim sé að halda sig einvörðungu við heitið.sto/wr fyrir þetta hugtak. Orðið tákn kemur þá að góðu gagni sem íslenskun á erl- enda orðinu symbol. Þegar áríð- andi er að ekki leiki vafi á að átt sé við stafí þessari víðu merkingu má stundum nota orðið tölvustafur (e. byte) sem er heiti á nátengdu hugtaki. Niðurstaðan er því: character stafur character box stafreitur character set stafamengi character string stafastrengur control character stýristafur graphic character ritstafur symbol tákn symbol string táknstrengur Stefán Briem er ritstjóri Tölvuorðasafns og starfsmaður orða- nefndar Skýrslutækni- félags íslands. Netfang: stefan@ismal. hi. is 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.