Tölvumál - 01.03.1996, Síða 15

Tölvumál - 01.03.1996, Síða 15
Mars 1996 Mynd 2. gangi um símakerfið en ekki er boðið upp á hann ennþá. Vélbún- aður samanstendur af einni HP einkatölvu með 1 Gb föstum diski, 28 geisladiskadrifum og tveimur gáttum fyrir íjarvinnslu. Opin Kerfihf. sá um uppsetningu á kerf- inu. Búnaður fyrir sjónskerta og hreyfihamlaða Sérstök ástæða er til að nefna að í Lbs. er mjög fullkominn bún- aður íyrir fatlaða. Þessi búnaður hefur því miður verið of illa nýttur en vonandi tekst að vekja meiri athygli á honum og ná betur til þessa hóps safngesta. I aðal- atriðum er búnaðurinn eftirfarandi: • 3 vinnustöðvar fyrir hreyfi- hamlaða með sérstökum lykla- borðum auk tenginga fyrir sér- hæfðan búnað ásamt sam- skiptahugbúnaði (til að auð- velda innslátt og stjórnun). • 2 vinnustöðvar fyrir sj ónskerta með tveimur talgervlum, blindraletursskjá og blindra- letursprentara, stækkunarbún- aði bæði fyrir tölvuletur, rit og myndefni ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Þjónusta safnsins Lbs. veitir að sjálfsögðu marg- víslega þjónustu og hér verður aðeins minnst á þá tölvuþjónustu sem safngestir geta fengið. Hvað þetta snertir skiptast safngestir í tvo hópa, þ.e. almenna notendur annars vegar og stúdenta, kennara og aðra tengda Háskólanum hins- vegar. Allir notendur fá að sjálf- sögðu aðgang að bókasafnskerf- unum Gegni og Greini en auk þess að ritvinnslu, töflureikni, Orðabók Aldamóta og Powerpoint. A nokkr- unr tölvum er einnig aðgangur að nettengdum geisladiskum. Al- menningur hefur einnig takmark- aðan aðgang að Alnetinu, þ.e. eingöngu að Veraldarvefnum og er það vegna þess að almenningur fær ekki sérstök aðgangsheiti. Enn- fremur er aðgangur að greinasafni Morgunblaðsins og að bókasafns- kerfmu Feng hjá Skýrr. Stúdentar hafa aðgang að meiri þjónustu og byggist það á því að safnið er bókasafn Háskóla íslands og að samkomulag er við Reiknistofnun Háskólans (RHI) um að þeir sem fengið hafa aðgang (þ.e. heiti og aðgangsorð) hjá RHÍ geta skráð sig í tölvukerfi Lbs. og þamiig fengið aðgang að ýmsum þjónurn RHÍ. Þetta gefur þeim kost á að: 1 ná í þau gögn sem þeir eiga hjá RHÍ, vinna með þau og uppfæra 2 fá fullan aðgang að Alnetinu. 3 flytja skrár yfir netið 4 prenta á geislaprentara í Lbs. Auk þessa er ástæða til að nefna Kynni en þar er um að ræða kerfi er veitir leiðbeiningar um starfsemi og þjónustu safnsins. Þetta kerfi er á einkatölvu með snertiskjá sem staðsett er við aðal- inngang safnsins. Lbs. hefur heimasíðu á Veraldarvefnum og má þar fá ýmsar upplýsingar um starfsemi safnsins og einnig er aðgangur að Kynni um síðuna. Slóðin sem nota á er: http:// www.bok.hUs/ Tölvur safngesta eru dreifðar um allar hæðir safnsins en flestar eru á almennu lesrými á 3. og 4. hæð. Einnig eru tölvur í lestrarsal þjóðdeildar og á 2. hæð eru tölvur fyrir ýmis sérforrit svo sem Alnetið, Feng o. fl. I 20 af 26 lesherbergjum sem leigð eru út eru tölvur. Aðgangi að tölvum safngesta er Tölvumál - 15

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.