Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 5
Mars 1996
Skýrsla formanns fyrir árið 1995
Eftir Hauk Oddsson
Enn er liðið viðburðaríkt ár í
sögu Skýrslutæknifélags íslands.
Það var fyrsta verk stjómar sem
tók við á síðasta aðalfundi að fara
yfir stefnu félagsins og ákveða
áherslur starfsins. Margt var spáð
og spekulerað og eins og gerist og
gengur fór umræðan út um víðan
völl. Niðurstaða okkar var að setja
fram eftirfarandi yfirmarkmið eða
leiðarljós:
„Skýrslutæknifélag Islands -
félag fólks í upplýsingatækni - er
málsvari fagsins á öllum sviðum.
Félagið er vettvangur umræðna og
skoðanaskipta um upplýsinga-
tækni í því skyni að gera veg
hennar sem mestan og stuðla að
skynsamlegri notkun hennar.“
Til að sinna hlutverkinu voru
sett fram nokkur áhersluatriði:
- í fyrsta lagi að halda áfram á
þeirri braut sem þegar hafði
verið mörkuð og slá þar hvergi
af. Hér var sérstaklega átt við
blómlegt ráðstefnu- og funda-
hald og útgáfu Tölvumála.
- Þá var og talin ástæða til að
gera félagið og hið góða starf
þess sýnilegra og að á það verði
litið sem sjálfsagðan málsvara
upplýsingatækni á Islandi.
- Öllum var og ljóst að fyrir
dyrum stóð undirbúningur að
útgáfu orðasafns og víst að það
yrði fyrirferðarmikið í starfi
ársins og næstu ára. Mikill ein-
hugur ríkti innan stjómar um
málefni orðanefndar.
- Lögð skyldi áhersla á samstarf
við innlenda aðila um stærri
viðburði. Einnig skyldu kostir
samstarfs við erlenda aðila
skoðaðir sérstaklega.
- Bætt nýting skrifstoíu félagsins
var einnig talin brýn og ákveðið
að stuðla að því að gera hana
að enn ffekari miðpunkti starfs-
ins.
- Þá var ákveðið að stefnt skyldi
að árshátíð að hausti ár hvert.
- Áhersla skyldi lögð á fjölgun
félagsmanna. Stefnt að ijölgun
um a.m.k. 100 nýrra félaga á
árinu.
- Að lokum þótti einnig ástæða
til að undirstrika ásetning um
áframhaldandi uppbyggingu
fjárhags félagsins.
Eins og gerist og gengur í öllu
starfi gengur misvel að fylgja eftir
áherslum og ná þeim markmiðum
sem sett em. Og í framhaldi af því
deila menn um gagnsemi stefnu-
mörkunar yfir höfuð. í mínum
huga er stefnumörkim nauðsynleg
hverju félagi bæði þegar litið er til
langs og skamms tíma. Skýrslu-
tæknifélagið er þar engin undan-
tekning.
Haldið var áfram því starfi sem
þegar var í miklum blóma. Haldnar
voru fjórar ráðstefnur, þar af ein
heilsdagsráðstefha. Þávomhaldnir
fjórir félagsfundir og var aðsókn
góð. Samtals sóttu tæplega 800
manns þessa viðburði. Þá má nefna
að tímarit félagsins, Tölvumál,
hefur að mínu mati aldrei verið
betra. Ritstjóm hélt hvorki meira
né minna en 33 fundi á árinu og
sýnir það glöggt umfang þessa
starfs. Því vil ég að þessu tilefni
þakka ritstjórn Tölvumála fyrir
frábær störf á árinu.
Sú stefna að auglýsa alla við-
burði hjá félaginu rækilega hefur
skilað því að félagið er nú sýni-
legra og þekktara meðal almenn-
ings en áður. Okkur hefur einnig
tekist að vekja athygli á félaginu
og starfi þess meðal Qölmiðla og
hefur það skilað nokkm. Hér þarf
að ganga lengra því fátt gefur starfi
innan félagsins meira gildi en
vitneskjan um að eftir því sé tekið,
það einhvers metið og því sýndur
áhugi. Það er mat mitt að ef okkur
tekst vel til í kynningarstarfi muni
það verða hvati á allt starf fél-
agsins.
Undirbúningur að útgáfu orða-
safnsins var, eins og búist var við,
fyrirferðamikill á árinu. Ekkert
annað málefni var viðameira en
það. Af hálfu stjómar voru það
þeir Heimir Sigurðsson og Doug-
las Brotchie sem þó báru hitann og
þungann af þessu starfi. Ég ætla
að láta formanni orðanefndar eftir
að greina frá því í smáatriðum.
Allt frá því ég tók sæti í stjóm
félagsins hefur samstarf við bæði
innlenda og erlenda aðila verið til
umræðu. Liðið ár var enginn
undantekning þar á. Innlent sam-
starfjókst á árinu og má í því sam-
bandi nefna samstarf við félag
tölvukennara og Kennaraháskóla
Islands við undirbúning að ráð-
stefnu sem haldin verður í ágúst
næstkomandi og ber yfirskriftina
„Skólastarf og upplýsingatækni“.
Það er hverjum manni ljóst að
velgengni þjóða í allri framtíð mun
að verulegu leyti byggjast á skyn-
samlegri notkun upplýsingatækni.
Mikilvægi góðrar menntunar
verður því meiri en nokkru sinni
fyrr og því sómi af þessu framlagi
félgasins.
Erlent samstarf var nánast
Tölvumál - 5