Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 11
Mars 1996
miðlara og notanda. Bandbreidd til
hvers notanda verður 25Mbps, en
hraðinn sem kvikmyndastraumur á
MPEG-1 þjöppunarformikrefster
1.5Mbps. Ljósleiðarar eru notaðir
til flytja upplýsingar í götuskáp, en
kóax eða undið par (e. twisted pair)
frá skápnum til notandans. Annars
staðar hér í blaðinu er netinu lýst
nánar með mynd.
(sjá Framtíðarsýn Pósts og
síma).
Þjónusta
Til að tilraunin þyki áhugaverð
er mikilvægt að frnna skemmtilegt
myndefni eða nytsamlega þjón-
ustu. AMUSE á íslandi hefur und-
anfama mánuði kannað undirtektir
meðal efnis- og þjónustuveitatil að
bjóða upp á sína þjónustu á til-
raunanetinu. Nú þegar hefur verið
haft samband við nokkra fjölmiðla
og þá sem tengjast íjölmiðlun,
heimaverslanir, banka, kvikmynda-
dreifiaðila, upplýsingaveitur og
leikjaframleiðendur. Margir hafa
sýnt rannsóknarverkefninu áhuga
og nokkrir hafa þegar ákveðið að
vera með. Ljóst er að margir aðrir
möguleikar koma til greina svo sem
fasteignamiðlun, fræðsluefni,
ferðaþjónusta og svo mætti lengi
telja.
Hugbúnaður
Eftir að hafa skoðað nokkra
valkosti í tólum til þróunar þjón-
ustuhugbúnaðar, t.d. heimaverslun
eða heimabankann, var ákveðið í
AMUSE verkefninu að nota hug-
búnað frá Oracle. Þróunarum-
hverfið heitir Oracle Media Ob-
jects, eða OMO og er keyrt á biðl-
aranum eða STB; netsamskipta-
hugbúnaðurinn heitir Oracle Me-
dia Net og sér um að koma beiðn-
um á milli biðlara og miðlara;
gagnasafnskerfíð heitir Oracle
Media Server og er sérgerður til
að keyra á myndmiðlara.
Aðrir möguleikar voru vissu-
lega skoðaðir svo sem Macro-
media, Sybase, Online Media,
o.s.frv. en engir þessa þóttu henta
að svo komnu máli, þó svo að tól
frá þessum aðilum geti orðið
fýsilegir kostir í framtíðinni.
Nýting niðurstaðna og
gagnsemi
Við teljum að það sé afar gagn-
legt fyrir íslensku þátttakenduma
í að vera aðilar að AMUSE sam-
starfsverkefninu. I fýrsta lagi öðl-
ast þeir reynslu af því að vera í
verkefni styrktu af rammaáætlun
Evrópusambandsins, í öðru lagi
mynda þeir tengsl við fyrirtæki og
stofnanir á líkum sviðum í Evrópu,
og síðast en ekki síst afla þeir sér
reynslu í nýrra tækni á meðan hún
er í þróun. Nýherji og Póstur og
sími afla sér þekkingar og reynslu
á sínu sérsviði sem mun vonandi
nýtast þeim í framtíðinni í fram-
leiðslu og þjónustu en Háskóli
Islands aflar sér ekki síst þekkingar
sem hægt er svo að miðla áfram til
nemenda. Endanlegt markmið
hlýtur að vera breiðara, þ.e. að
reynslan úr þessu verkefni nýtist
öðmm og er það aðallega gert í
gegnum almenna kynningu og
einnig í gegnum ýmis konar staðla-
vinnueinsogt.d. DAVIC. DAVIC
(Digital Audio Video Interoper-
ability Council) er vettvangur þar
sem þátttakendur deila þeirri sýn
af stafrænum hljóð-mynd heimi,
þar sem framleiðendur stafræns
efnis geta náð til sem flestra, not-
endur hafa óheftan aðgang, flutn-
ingsmiðstöðvar bjóða upp á skil-
virkan flutning og framleiðendur
veita hug- og vélbúnað sem styður
ótakmarkaða framleiðslu, streymi
og notkun á upplýsingum. Sem leið
að þessari sýn eru staðlar
skilgreindir og fyrstu útgáfumar
vorutilbúnar í desember 1995. Það
er ekki takmark DAVIC að búa til
neitt nýtt, heldur nota það sem er
til, hvort sem það eru viðmót, sam-
skiptahættir og arkitektúrar, en
auðvitað eru ekki allir þættirnir
fyrir hendi og suma verður að búa
til. Það er sérstaklega mikilvægt
fyrir neytendur að búnaðurinn sé
staðlaður að því marki að hann sé
samræmdur.
Ebba Þóra Hvannberg,
er tölvunarfrœðingur,
Háskóla Islands. Með
henni vinna að verk-
efninu: Örn Orrason,
rafmagnsverkfrœðingur,
Pósti og síma,Anita
Björk Lund, tölvunar-
fræðingur, Nýherja og
Davíð Gunnarsson,
rafmagnsverkjrœðingut;
Pósti og síma
Punktar...
Enn meiri hraði
Opinberir aðilar í Banda-
ríkjunum hafa ákveðið að setja
upp á þessu ári einkar hrað-
virkt net um allt land byggt á
ATM. Meðal annars á það að
flytj a upplýsingar um veðurfar.
Það sem áður tók níu tíma
að flytja mun nú taka níu mín-
útur. Gögn frá athugunar-
stöðvum um allt land og frá
gervihnöttum fara um fjórar
vinnslumiðstöðvar og eiga
meðal annars að veita flug-
stjómendum og sjófarendum
samfelldar upplýsingar um
veðurfar og öruggari veður-
spár.
Tölvumál - 11