Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 6
Mars 1996 ekkert á liðnu ári og er það miður. Það er mat mitt að lítið erlent sam- starf sé einn helsti veikleiki félags- ins. Verulegar umræður urðu um í hverju samstarf við erlend félaga- samtök ætti að felast. A félagið að styrkja félagsmenn til þátttöku í hinum ýmsu faghópum sem starf- andi eru á vegum erlendra félaga eða á samstarfið að vera í því fólg- ið að læra af öðrum félögum um þeirra starf og miðla reynslu milli félaga? Niðurstaðan var að það gæti ekki verið hlutverk félagsins að styrkja félaga til þátttöku í faghóp- um annarra félaga, nema í algerum undantekningartilfellum og þá að viðkomandi starfaði í hópnum fyrir tilstuðlan Skýrslutæknifélagsins og það hefði þannig skyldum að gegna. Á sviði erlends samstarf eigum við að einbeita okkur að starfi að sameiginlegum hagsmunum Skýrslutæknifélagsins og systur- félaganna í Evrópu og reyna eftir fremsta megni að læra af reynslu þeirra. Það er ásetningur minn að á þessu ári verði gerð bragarbót á og að komið verði formi á þetta samstarf. Ekkert varð úr því að haldin yrði árshátíð á liðnu hausti eins og stefnt var að. Ekki skal hér mikið sagt um ástæður þess að svo varð ekki en þó er það margra mat að árshátíðir séu tímaskekkja sem muni líða undir lok, allavega í því formi sem þær hafa verið undan- fama áratugi. Ég ætla því ekki að lofa árshátíð að hausti heldur vísa því til komandi stjómar að taka ákvörðun þar um. Félögum fjölgaði ekki nema um tvo á liðnu ári. Reyndar hefur félagatala svo gott sem staðið í stað undanfarin 3 ár. Er þetta nokkuð áhyggjefni sérstaklega í ljósi þess að fjöldi þeirra sem starfa að faginu vex stöðugt. Skýrslutækni- félagið er ekkert einsdæmi að þessu leyti því mörg önnur félög hafa þurft að horfast í augu við fækkun félaga. En samanburður við aðra hjálpar lítið til. Það verður án efa eitt af viðfangsefnum þessa árs að stuðla að fjölgun félagsmanna. Til þess eru margar leiðir sem ekki verða raktar hér en þó má nefna þá leið að auka mun á ráðstefnu- gjöldum fyrir félagsmenn og utan- félagsmenn. Hjá systurfélagi okkar í Danmörku er þessi munur hafður allt að því jafn hár og félagsgjöldin sjálf. Rekstur félagsins hefur verið með miklum ágætum á árinu og skilað hagnaði enn eitt árið. Reyndar er afkoma félagsins betri en um langt árabil, ef ekki sú besta til þessa og er það vel. Þó það sé ekki tilgangur félagsins að safna fé er góð íjárhagsleg staða grunnur að þróttmiklu starfi og gefur mögu- leika á að ráðast í stærri verkefni og taka áföllum sem upp kunna að koma. Það hefur verið vilji stjómar að gæta aðhaldssemi í ljármálum og taka ekki stóra áhættu. Ég á von á að svo verði enn um sinn. Sú ætlan okkar að gera skrif- stofuna að meiri miðpunkti í starfmu hefúr ekki náðst nema að því leiti að nú er hún tengd Inter- netinu. Aðgengi að henni hefúr því batnað til mikilla muna. Þess má og geta að fyrir dyrum stendur að setja upp heimasíðu fyrir félagið. Síðastliðið haust var skipuð nefnd á vegum ríkisstjómarinnar um stefnumörkun á sviði upp- lýsingatækni. Yfirskrift starfsins er „ísland og Upplýsingasamfél- agið“. Eftir mikið þóf tókst fél- aginu að koma fulltrúa í nefndina, en þar sit ég í yfimefnd. Ég tel það okkur gott umhugsunarefni hvemig það megi vera að það hafi þurft mikið til að fulltrúi fagfólks fengi sæti í nefnd sem þessari. Að mínu mati sýnir það betur en margt annað nauðsyn þess að félagið og starf þess sé vel kynnt utan félags- ins sem innan og kanski ekki síður þörfrna á áð standa vörð um hags- muni og áhrif fagfólks á framgang mála. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um starfsemi síðasta árs og vísa í viðauka við skýrslu mína sem dreift hefúr verið. Með mér í stjórn hafa setið nokkrar úrvals konur og menn. Að venju hverfa nokkrir úr stjóm. Að þessu sinni eru það þau: Laufey Ása Bjamadóttir, sem gengdi sæti varaformanns, Bjami Ómar Jóns- son, sem gengdi starfí gjaldkera og Guðni B. Guðnason, sem sat í sæti varamanns, sem hverfa á braut. Þeim sem og öðrum stjómarmönn- um vil ég fyrir hönd félagsins þakka framlagið og fyrir mína hönd þakka ég samstarfið. Starfsemi félagsins hefúr farið hægt vaxandi undanfarin ár. Þar með hefúr álag á skrifstofú félags- ins aukist. Þar situr kjölfestan, framkvæmdastjórinn, Svanhildur Jóhannesdóttir. Hún hefur sinnt starfi sínu af mikilli kostgæfni og vil ég fyrir mína hönd og annarra stjómarmanna þakka henni kær- lega fyrir gott starf. Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir þeirra framlag. Haukur Oddsson er forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar Islandsbanka Punktar... Þrívíddarskjáir Hver kannást ekki við þri- víddargleraugun sem nauðsyn- leg em til að sjá myndir í þrí- vídd. Nú eru loks komnir skjáir sem sýna mvndir 1 þrívídd án aðstoðar þartilgerðra gler- augna. Varpað er samtímis fjórum myndum af myndeíhinu teknum frá mismunandi sjönarhomi á LCD skjá. Gallinn er sá að fyrir þessa tækni þarf nýjar myndavélar. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.