Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 22
Mars 1996 inn meðstjómandi til eins ár. Vara- menn til eins árs vom samhljóða kjörnir Oskar B. Hauksson og Sæmundur Sæmundsson. 6. Kosning tveggja endur- skoðenda Jakob Sigurðsson og Sigurjón Pétursson voru einróma endur- kjömir. 7. Önnur mál 7.1. Tölvumál Gísli Ragnarsson kvað ritnefiid vilja heyra í félagsmönnum um blaðið, hvemig þeim þætti til hafa tekist. Haukur Oddsson lýsti vilja á að hefja stefnumörkunammræð- ur um blaðið. Douglas Brotchie vildi halda sömu stefnu í útgáfu- málum og halda sömu dreifmgu. Sérstaða okkar er að vera hlutlaus og við eigum ekki að láta sam- keppni hafa áhrif. Jóhann Gunn- arsson kvað blaðið gott, í því væri fagleg umfjöllun. Hann kvað þó ekki skaða að hafa það til sölu á stöku stað. Heimir Sigurðsson stakk upp á að ein síða verði helguð starfsemi félagsins, það væri söguleg heimild. Laufey Asa Bjamadóttir stakk upp á að bóka- söfn fengju Tölvumál á tölvutæku formi. Douglas Brotchie taldi að við ættum að stefna að því að allt efni sem félagið gefur út verði að- gengilegt á Intemeti. Öm Kalda- lóns kvað félagið ekki þurfa að ótt- ast samkeppni. Nýtt blað á mark- aðnum höfðaði til miklu þrengri hóps en Tölvumál og benti á fjölda stórtölvunotenda hér á landi sem dæmi. Fundurinn lýsti þannig al- mennri velþóknun með störf ritnefndar og vill að hún haldi áfram á sömu braut þó sú braut megi þróast nokkuð. 7.2. Tölvuorðasafn Laufey Ása Bjamadóttir benti á nauðsyn þess að gefa 3. útgáfu tölvuorðasafns á tölvutæku formi. 7.3. Stefnumörkun ríkisstjórnar Jóhann Gunnarssonbenti stjóm á að athuga með hvaða hætti mætti virkja félagið í tengslum við stefnu- mörkun sem verið er að vinna að á vegum ríkisstjómarinnar. Má t.d. halda firnd eða ráðstefnu um málið þar sem fulltrúi félagsins í stefnu- mörkunamefhdinni gæti gert grein fýrir störfum hennar. Félagsmenn hefðu að líkindum sitthvað ff am að færa. Sigrún Helgadóttir sagði að tilraunir hefðu verið gerðar til að fá stjómvöld til að taka eitthvað af starfsemi orðanefndar upp á sína arma. Ef verið er að móta stefnu þarf að sjá til þess að til sé íslensk- ur orðaforði og skilgreiningar. Haukur Oddsson kvað félagið halda á lofti þerri skoðun að menntun sé meginundirstaða skyn- samlegrar stefhu í upplýsingatækni og minnti á ráðstefnuna „Skólastarf og upplýsingatækni“ sem félagið mun halda næsta sumar í samstarfi við Kennarahá- skóla íslands og Félag tölvu- kennara. Fleira var ekki rætt. Fundarstjóri þakkaði fundar- mönnum góða þátttöku í fundar- störfúm og sleit fúndi. Ritarar voru Svanhild- ur Jóhannesdóttir og Douglas Brotchie Fjárhagsáætlun Tekjur áætlun '96 1995 Félagsgjöld 3.922.000 3.607.845 Ráðstefnur og fundir 2.834.000 3.774.540 Auglýsingatekjur 2.180.000 1.901.250 Vaxtatekjur 150.000 96.413 Alls 9.086.000 9.380.048 Gjöld Skrifstofu- og stjómunarkostnaður 2.141.000 1.943.412 Laun og launatengd gjöld 2.686.000 2.477.258 Ráðstefnur og fundir 1.436.000 2.122.239 Útgáfúkostnaður 2.547.000 2.091.245 AUs 8.810.000 8.634.154 Tekjur umfram gjöld 276.000 745.894 Áætlun þessi miðar við að - haldnir verði fjórir hádegisverðarfundir á árinu - haldnar verði fj órar ráðstefnur með hefðbundnum hætti - haldin verði ein ráðstefna fyrir kennara og skólafólk - gefin verði út sex tölublöð af Tölvumálum - félagsgjöldhækkium2,5% 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.