Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 13
Mars 1996
Staðarnet Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns
Geisladiskar Aðrir
STARFSWIENN SAFNGESTIR
VERKEFNAÞ ROUN
TÓN- OG MYNDDEILD
Mynd 1.
herbergi sem fræðimenn fá afnot
af í lengri eða skemmri tíma.
Upplýsingakerfið
Upplýsingakerfi Lbs. er að
sjálfsögðu byggt upp miðað við
þarfír safnsins og markmiðið er að
tryggja að safnið geti sinnt skyld-
um sínum sem þjóðbókasafn og
háskólabókasafn, uppfyllt þarfir
starfsmanna og gesta um greiðan
aðgang að upplýsingum og verið
hjálpartæki við dagleg störf.
Netkerfi
Staðamet safnsins er sá grunn-
ur sem upplýsingakerfið byggir á.
Um húsið liggja „10Base-T“
samhæfðir strengir, 8 víra með
óskermuðum snúnum vírapörum.
Gæðin miðast við „Category 5“
þannig að strengirnir geta flutt
a.m.k. 100 Mbit/s. Ýmsar stofn-
lagnir eru annaðhvort um ljósleið-
ara eða samása (coaxial) strengi.
Ljósleiðari tengir staðamet safns-
ins við staðamet HÍ.
Staðarnetið er nú 10 Mbit/s
Ethemet en hægt er að auka flutn-
ingsgetuna á hluta þess eða á því
öllu í 100 Mbit/s þegar þörf krefur.
Uppbygging staðametsins sést
á mynd 1. Megin hönnunarfor-
sendur eru að:
• skilja að tölvur starfsmanna og
notenda til þess að skapa sem
mest öryggi, auðvelda stjómun
og viðhald hugbúnaðar og jafna
álag á tölvunetið
• koma þjónum, gáttum og
öðrum sameiginlegum tölvum
fyrir þannig að greiður
aðgangur sé að þeim
• geta aukið flutningsgetu á hluta
kerfisins.
Tveir leiðstjórar með 8 útgöng-
um eru á netinu og 32 endurvakar
eru í tengiskápum á öllum hæðum
hússins. Þessi búnaður er frá
Opnum Kerfum hf.
Tölvukerfi
Landsbókasafns
(hugbúnaöurog
vélbúnaður)
Tölvuvæðing gamla Lands-
bókasafnsins og Háskólabóka-
safnsins hófst mjög seint. Notkun
tölva hófst árið 1980 þegar íslensk
bókaskrá sem Lbs. gefur út var
fyrst tölvuvædd. Fyrsta einmenn-
ingstölvan var keypt 1983 og upp
frá því fór smám saman í vöxt að
slíkar tölvur væru notaðar við
skráningu á söfnunum. Fyrsti CD-
ROM diskurinn var keyptur 1986.
Arið 1989 var tekin ákvörðun um
að yfirfæra spjaldskrár safnanna á
tölvutækt form og setja upp nútíma
bókasafnskerfi þar sem hægt væri
að skrá safnkostinn, hafa eftirlit
með útlánum o. fl. Fyrir valinu
Tölvumál - 13