Vísir - 25.10.1962, Side 3

Vísir - 25.10.1962, Side 3
V í S IR . Fimmtudagur 25. október 19G2. 3 : NÝIR BÍLAR Nýju modelin af amerísku bílunum eru nú komin á mark- aðinn í Bandaríkjunum. Hafa sumir bílarnir breytzt mjög mikið og flestir til batnaðar. Eru línurnar í þeim yfirleitt mun mýkri og hreinlegri en áð- ur. Aldrei munu bandarískir kaupendur hafa haft jafnmörg- um gerðum úr að velja. Stafar það af aukningunni á fram- leiðslu minni bílanna, sem náð hafa miklum vinsældum þar. Mikið er um nýjungar á sviði tækni og eru þær ekki síður hjá þeim, sem lítið hafa breytt útlitinu. Á Rambler er nú hægt að fá sjálfvirka kúplingu, sem ekki hefur fyrr verið hægt í amerískum bílum. Pá eru þeir einnig með nýja gírskiptingu. Eru á henni fjórir gírar áfram og auk þess „overdrive“, sem raunverulega þýðir að gírarnir eru fimm. Eru tvær stengur hlið við hlið, önnur fyrir hina venju- legu gíra og hin fyrir „over- drive“. Eitt af því, sem er sérlega athyglisvert við amerísku bíi- ana og byrjaði raunverulega i fyrra, er það að mjög sjaldan þarf að smyrja þá. Eru sumir þeirra þannig að ekki þarf að smyrja S nema á 50 þúsund kílómetra fresti og þá aðeins fáa staði. Marga hluta þeirra þarf aldrei að smyrja. Þá er yfirleitt óþarfi að „tilkeyra“ þá nokkuð og mun sjaldnar þarf að skipta um olíu en áður. Þá eru flestir þeirra núna seldir með lakki, sem aldrei þarf að bóna. Nægir að skola af því skítinn. AUt gerir þetta bílana miklu ódýrari og þægi- legri í rekstri. Myndirnar: Efst til hægri sést inn í Rambler-bíl með tvær gírsteng- ur. Efst til vinstri er Valiant, smábill Chryslerverksmiðjanna. sem hefur fengið algerlega nýtt útlit. Er hann miklu einfaldari en fyrr. Til vinstri sjást þrír bílar, sem American Motors framleið- ir. Efstur þeirra er Rambler Classic, sem er mest selda gerð in og hafa kornið allmargir slík- ir til íslands. Hefur hann nú fengið nýtt útlit. Er hann bæði lægri og rennilegri, þó að ekki sé hann neitt stærri. Næst kem ur Rambler American, sem er minnsti bíll, sem framleiddur er í Bandaríkjunum. Hann hef- ur verið framleiddur bæði tveggja og fjögurra dyra. Sést hér á myndinni fyrsti tveggja dyra „hardtop“, sem komið hef ur af þessari tegund. Neðst er svo Rambler Ambassador, dýr- asta gerðin. Hann er nú jafn stór Classic og er eini munur- inn sá, að meira er borið f all- an frágang og vél höfð stærri. Á neðstu myndinni er svo Plymouth, mest selda gerð Chryslerverksmiðjanna. Hefur honum veriö breytt mjög miklð frá sfðasta ári og er mjög falleg ur og stflhreinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.