Vísir - 25.10.1962, Page 6
VÍSIR . Fimjrítudaguí 25’ oktöber I&S2?
MILLJÓNIR SPARAÐAR
í REKSTRI RÍKISINS
'6
Síðari hluti fprlogaræðu
Gunnors Thoroddsen
Tekjuáætlunin.
Heildartekjur ríkissjóðs eru á-
aetlaðar á næsta ári 2.126,2 millj.
og er hækkun um 374.2 millj. frá
gildandi fjárlögum, án þess að
skatt- eða tollstigar séu hækk-
aðir eða nýjar álögur upp tekn-
ar.
Þessar ástæður valda aðallega
þessari aukningu ríkistekna:
I.
Vaxandi innflutningur, sem
skilar að óbreyttum tollstigum
um 270 miiljónum hærri tekjum
en fjárlögin gera ráð fyrir. Er þá
miðað við innflutning, sem nemi
um 3500 milljónum á næsta ári.
Hinn vaxandi innflutningur
stafar af aukinni framleiðslu,
vaxandi kaupgetu og frjáisari
innflutningi.
II.
.*»■ Vaxandi velta innanlands,
enda er gert ráð fyrir að 3%
söluskatturinn skili 247,6 millj.
eða 32.6 millj. meira en í gild-
ándi fjárlögum.
III.
Hækkandi tekjur landsmanna,
bæði vegna almennra kauphæk'k
ana og aukinnar framleiðslu, eink
um síldverðs. Tekju- og eignar-
skattur er áætlaður 155 millj.,
eða 60 millj. hærri en f gildandi
fjárlögum. Koma hér einnig til
áþrif skattalaga, sem valda rétt-
ari framtölum.
Þessir 3 liðir nema um 360
millj. kr. áætluðum tekjuauka
Auk þess hækka nokkrir smærri
Iiðir og vlsa ég til greinagerðar
fjárlaga frumvarpsins um þau
atriði.
Ég skal þessu næst víkja í
stórum dráttum að helztu gjalda-
liðum fjárl.frv.
I. gr. fjárlfrv. er gert ráð fyrir,
áð..,vaxtagreiðslur nemi 10,6 millj.
kr. Það er hækkun um 1,4 millj.
frá gildandi fjárl. og stafar aðal-
lega af kaupum á húseígninni
Borgartúni 7, sem ég mun koma
nánar að í öðru sambandi.
8. gr. er kostnaður við æðstu
stjórn landsins 1,6 millj.
9. gr. er til alþingiskosnaðar og
ýfirskoðunar rikisreikninga, 12,6
millj.
10. gr. til ríkisstj., en þar er
innifalinn allur kostnaður við
utanríkisþjónustuna, er 50,6 millj.
ki.
II. gr. er í þrem liðum. Það
er fyrst a) dómgæzla og lögreglu
stjóm, sem er áætlað, að kosti
96,1 millj., en í því er innifalinn
kostnaður við landhelgisgæzluna.
11. gr. b) kostnaður við inn-
heimtu tolla og skatta 32,1 millj.
og c) sameiginlegur kostnaður
við embættisrekstur 2,2 millj. kr.
13. gr. skiptist í nokkra undir
kafla. Er þar fyrst vegamál, en til
þeirra á að verja 114.2 millj. kr.
Þá er samgöngur á sjó 17.6 millj.,
vitamál og hafnargerðir 34.1
millj., flugmál 12.2 millj. Ég vil
geta þess í sambandi við flugmál-
in, að þetta er aðeins rekstur flug
vallanna ,en hins vegar er annar
liður, sem er nokkru hærri en
þetta, á 20. gr. til nýrra flugvalla.
Þá er veðurþjónusta 5.2 milij. og
ýms mál, þar er m. a. ferða-
skrifstofa ríkisins, ferðamál, land-
og sjómælingar o. fl. 6.5 millj.
14. gr. skiptist í tvo undirliði,
það er a( kennslumál og er gert
ráð fyrir, að þau kosti 241,4
millj. kr. b) er til opinberra
safna, , bókaútgáfu og listastarf-
semi 15,5 millj.
15. gr. er um kirkjumál, og
er veitt til þeirra \6y2 millj.
16. gr. skiptist í fimm undir-
liði. Er það fyrst landbúnaðar-
mál 95,2 millj., þá sjávarútvegs-
mál 36,7 millj., þá iðnaðarmál
5,8 millj., þá raforkumál 31,8
millj: og loks rannsóknir í þágu
atvinnuveganna o.fl. 12,7 millj.
17. gr. fjallar um félagsmál.
þar með framlög til almenna-
trygginga, og nema þau i fjári-
frv. fyrir næsta ár 504,4 millj
kr.
18. gr. er til eftirlauna og
styrktarfjár 42,3 millj.
19. gr. sem heitir: Til óvissra
útgjalda o.fi. 521 millj., en þar
er aðalliðurinn að sjálfsögðu 430
millj., sem ætlaður er til niður-
greiðslu á vöruverði og uppbóta
á útfluttar landbúnaðarafurðir,
eru hafðar í 19. gr. Á þessari
19. gr. er einnig sá liður, sem
ég gat um hér áðan, til launa-
uppbóta, 65 millj. kr.
Þetta voru útgjöldin sam-
kvæmt rekstrarreikningi fjárl.
þ.e.a.s. skv. 7.—19. gr.
Menntaskóla-
málið.
1 20. gr. fjárl., sem kölluð er:
Eignahreyfingar, eru útgjöldin
áætluð 128,1 millj., þar af eru
stærstu liðirnir afborganir lána
ríkissjóðs 20.1 millj., framlag ti!
ríkisábyrgðasjóðs 38 millj., til
byggingar ríkisspítalanna 7,2
millj., til flugvalla 12,7 millj., tii
ýmissa skólabygginga á vegum
ríkisins 8,4 millj., til byggingar
lögreglustöðvar 3 millj. og skal
ég ekki rekja það hér lengur.
En þó vildi ég af sérstöku tilefni
minnast á einn lið f 20. gr., sem
er hcekkaður nú frá gildandi
fjárl., og það er til byggingar
menntaskólans í Reykjavík. í
gildandi fjárl. voru veittar 2
millj., og sú fjárveiting er nú
hækkuð upp í 3 millj. Á undan-
förnum árum hefur r-fnazt sam-
an nokkurt fé, sem veitt hefur
verið til byggingar menntaskóla,
og er nú eftir af fyrri fjárveit-
ingum ónotað um 5,2 millj. kr.
Húsnæðismál menntaskólans eru
eitt af hinum mestu nauðsynja-
málum, sem vinda þarf bráðan
bug að að hrinda í framkvæmd
Það er aðkallandi að ákveða,
hvert stefna skuli í þeim málum,
hvort það á að byggja nýtt
menntaskólahús og þá væntan-
lega á þeim grunni, sem grafinn
var fyrir nokkrum árum í Hlíð-
um suði , eða hvort á að byggja
viðbótarbyggingar austanvert við
núverandi menntaskóla eða gera
hvort tveggja, og tel ég það
æskilegast. Gamli menntaskólinn
sem þar hefur starfað í yflr eitt
hundrað ár á að starfa áfram,
sltkar minningar eru tengdar við
það hús, að því verður að halda
við iýði, svo lengi sem kostur
Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra
er. Það er ekki aðeins vegna
skólahaldsins sjálfs heldur var
þar Þjóðfundurinn haldinn. Al-
þingi ( mörg ár, bar sat Jón
Sigurðsson öll sín þing, því að
Alþingishúsið, sem við nú erum
í, var ekki byggt fyrr en að hon-
um látnum.
Ég ætla, að það sé mjög að-
kallandi að taka sem fyrst á-
kvarðanir um hvert stefna skuli
í byggingarmálum menntaskól-
ans og afla samþykkis skipu-
Iags- og byggingaryfirvalda í
þeim efnum. Þegar þetta liggur
fvrir, sem ég vona að verði, áður
en langt um líður. á ekki að
standa á fé til þessara nauðsyn-
legu framkvæmda. 5,2 millj. eru
sem sagt geymslufé og 3 millj.
er gert ráð fyrir að veita í fjárl-
frv. fyrir 1963, og um leið og
hafizt verður handa að myndar-
skap og röggsemi verður að
hækk fjárframlögin frá ríkinu
og auk þess að útvega lánsfé,
eftir þvi sem nauðsyn er, því
að í þessum málum má enginn
dráttur lengur verða, svo mikið
er í húfi fyrir ssku Reykjavtkur
og æsku alls’ landsins auk þess
sem hér er þjóðarmetnaður á
bak við.
Sparnaður og hagsýsla.
í sambandi við þessa grg. fyrir
einstökum tekju- og útgjalda-
greinum fjárl. og þeim Uækkun-
um, sem af ýmsum ástæðum
hljóta að verða á tekjum og gjöld
um ríkisins, þykir mér rétt að
minnast hér nokkuð á sum at-
riði, sem starfað hefur verið að
varðandi hagsýslu, hagræðingu
og sparnað t vinnubrögðum á
vegum ríkisins.
I síðustu fjárlagaræðu gat ég
um nokkur þau atriði í þessum
efnum, sem ýmist væru komin
til framkvæmda eða á undirbún-
ingsstigi. M. a. gat ég þess þá,
að í vegaframkvæmdum hefði
orðið veruleg umbót, einkum í
því efni, að við skiptingu vega-
fjár hefði verið farið inn á nýjar
brautir. Það var öllum mönnum
orðið ljóst, að með því að skipta
vegafénu á mjög marga staði,
þannig að aðeins lítið kom t hlut
hvers, var verið að kasta pening-
um á glæ, því að oft fór megin-
hiuti fjárveitingar til tiltekins
vegar, fyrst og fremst í það að
flytj mannskap og verkfæri og
vélar á staðinn og þaðan aftur.
í fjárl. 1959 var vegafénu skipt
niður á 219 staði. I fjárl. fyrir
1960, ’61 og ’62 var fækkað þeim
vinnustöðum, sem ætti að vinna
að hverju sinni, en fjárveitingin
alikin að sama skapi, þannig að
á yfirstandandi ári hafa þeir stað-
ir, sem fjárveitingarnar hafa farið
í, verið 132 ,í staðinn fyrir 219 ár
ið 1959. Á því er enginn vafi, að
af þessari fækkun vinnustöðva og
þá hækkun fjárveitingar í hvern
stað, leiðir betrinýtingufjárins.og
sparast þannig mikið fé, sem kem
ur landsmönnum til góða í því,
að þeir fá meiri vegagerð fyrir
sama fé.
Sameining á innheimtu þing-
gjalda, útsvars, fasteignagjalda til
borgarsjóðs Reykjavíkur og
sjúkrasamlagsiðgjalda til Sjúkra-
samlags Reykjavíkur, er nú kom-
in í kring, og hóf innheimtustofn-
unin nýja starfsemi sína 1. sept-
ember s. 1. undir nafninu Gjald-
heimtan, Þess er að vænta, að
skattborgurum þyki hagkvæmara
að geta greitt öll sín gjöld á ein-
um stað, í stað þriggja eða fleiri
áður. Nú, þegar gjaldheimtan er
komin á stofn, virðist áætlunin
um kostnað við hana hafa verið
nærri lagi, og má vænta þess, að
fyrir ríkissjóð verði af þessari
endurskipulagningu sparnaður,
sem nemi eigi minna en 2y2 millj,
kr. á ári, en auk þess mikill sparn-
aður fyrir a,ra þá aðila, sem að
aiheimtustofnuninni standa.
Þessi framkvæmd er einn þáttur
breyttu skipulagi við álagningu
og innheimtu skatta og tolla í rík-
issjóð og meðan við þennan þátt
var unnið, hafa aðrir þættir verið
látnir btða, enda var beðið eftir
breytingunni á skattalögunum,
sem gerð var nú iár , áður en
lengra yrði haldið. Nú er ný toll-
skrá einnig í undirbúningi, og
verður núihaldið áfram undirbún-
ingi þess Kvors tveggja að koma
á sparnaði bættum vinnubrögð
um við álagningu og innheimtu
skatta og tolla í ríkissjóð, en á
því er enginn vafi, að eins og
sparnaður verður mikill við gjald-
heimtuna, sem ég nefndi, þá er
einnig hægt að spara mikið fé
varðandi þessi atriði.
Bifreiða-
kostnaður.
Eins og minnzt var á í fyrra,
hefur nú verið til athugunar kostn
aður við bifreiðar og vinnuvélar
rtkisins. Sú athugun er komin
töluvert áleiðis og svo langt, að
nú þegar má sjá, að mjög mikils
sparnaðar er að vænta með skyn-
samlegri endurnýjun á bifreiða-
og vélakosti. Það er auðséð, að
tugir milljóna fara árlega t súg-
inn vegna þess, hve lélegar og
viðgerðarfrekar flestar bifreiðar
og vinnuvélar ríkisstofnananna og
ríkisfélaga eru. Það er ljóst, að
endurnýjun getur ekki dregizt
lengur, og að verja þarf miklu
fé til henr.ar á næstu árum.
Sparnaður í viðgerðum á að
verða mjög mikill, auk þess sem
betri nýting á hverju einstöku
hinna nýju tækja þýðir, að fækka
má tækjum og halda þó sömu af-
köstum og áður.
Undanfarið hafa t. d. ríkisstofn-
anir, sem hafa haft mikið af göml
um bifreiðum og vinnuvélum í
notkun, neyðzt til að koma sér
upp miklum varahluta birgðum,
til að tryggja sig gegn því, að
tæki þeirra stöðvuðust hvað eftir
annað, vegna varahluta skorts.
Slíkar varahluta birgðir draga til
sín óhemju fé, og nema vextir af
því, sem liggur f samantöldum
varahluta birgðum ríkisstofnana,
nú nokkrum milljónum. Sem
dæmi má geta þess, að varahluta
birgðir Vegagerðar ríkisins einn-
ar munu nú nema 22 millj. kr. Ef
endurnýjun tækjanna fer mátu-
lega ört fram, losnar þetta fé að
miklu leyti og jafnframt verður
að reyna að samræma og sameina
hinar ýmsu barahluta birgðir rík-
isstofnana. Sú athugun, sem fram
hefur farið í þessu efni, hefur
einkum snert nokkrar rfkisstofn-
anir, og urðu eftirtaldar stofnan-
ir fyrir valinu, vegna þess að þar
er um mestan véla- og birgðakost
að ræða, samkvæmt eðli málsins.
Það er Vegagerð ríkisins, Póst- og
símamálastjórn, Vita- og hafn-
armálastjórn, VUasjóður ríkisins,
Rafmagnsveitur ríkisins, Land-
nám ríkisins og Flugmálastjórn.
Við þá athugun, sem þegar
hefur farið fram og ekki er lokið
að fullj, hefur það m. a. komið
í Ijós, að 25 tegundir véla og bif-
reiða eru hjá þessum stofnunum
og af ýmsum árgerðum og stærð-
um. Bifreiðafjöldi þessara stofn-
ana er 213 þegar sú skýrsla var
gerð, sem ég hef hér fyrir framan
mig, og meðal aldur þessara bif-
reiða um 12 ár.. Þar af eru 15
sendibifreiðir 10 ára og eldri og 37
vörubifreiðir 15 ára og eldri. Mik-
ill hluti bifreiðanna var keyptur
hjá SGIunefnd varnarliðseigna og
aldur þá oft nálægt 20 árum
Varahlutir f ýmsar þessar bifreið-
ir fást ekki lengur. Af þessu sést.
Frh. á 10. bls