Tölvumál - 01.10.1997, Page 12
Inngangur
Tölvuiðnaðurinn í heiminum
stendur nú frammi fyrir vandamáli
sem tengt er komandi aldamótum
(1999-2000) og áhrifum þess á öll
hugbúnaðarkerfi í heiminum.
Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni
að þeir telja að breytingar vegna
ársins 2000 sé stærsta og viða-
mesta verkefni sem tölvuiðnaður-
inn hefur nokkurn tímann staðið
frammi fyrir. Mikill hræðsluáróður
hefur verið rekinn um allan heim í
þessu máli og sýnist sitt hverjum
um réttmæti þess. Mjög líklegt er
talið að öll fyrirtæki og stofnanir
sem á einn eða annan hátt eru
tengdar tölvum muni áþreifanlega
upplifa erfiðleika vegna næstu
aldamóta. Áætlaður kostnaður á
heimsvísu við að gera tölvukerfi
aldamótahæf er talinn verða um
300-600 milljarðar USD (heimild:
Gartner Group) þannig að það er
ljóst að vandamálið er umtalsvert.
Chase Manhattan bankinn áætlar
að eyða sem svarar 250 milljónum
Frh. affyrri síðu
sem hagkvæmastan hátt.
Staða verkefnisins hjá Skýrr er
nú sú að lokið er við 1. áfanga
þessarar vinnu. Lagt hefur verið
mat á umfang verkefnisins og
hvaða leiðir eru heppilegastar við
lausn þess. Nú þegar hefur verið
hafist handa við að framkvæma
breytingar og jafnframt er verið að
skoða ýmis hjálpartól sem gætu
auðveldað vinnuna og gert hana
kostnaðarminni.
Ö L V U M Á L
Árið 2000
Eflr &Ærand GuSrrmtoi
USD (18,3 milljarðar ísk.) í það
að gera tölvukerfi sín, sem eru
u.þ.b. 200 milljónir forritslínur,
aldamótahæf (heimild: J P
Morgan).
Það er óhætt að segja að hálf-
gert gullgrafara æði hafi gripið um
sig í tölvuheiminum út af þessu
vandamáli þar sem bæði hin ýmsu
ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki
ætla sér skerf af þessari 300-600
milljarða USD köku. Fjöldamörg
fyrirtæki hafa verið stofnuð til að
veita ráðgjafarþjónustu og einnig
hafa fjölmargir hugbúnaðarpakkar
verið skrifaðir til að auðvelda
breytingar vegna aldamótanna.
Allt í einu eru Cobol-forritarar í
Bandaríkjunum orðnir mjög
eftirsóttir þar sem mikið af eldri
tölvukerfum eru skrifuð í því
forritunarmáli. Fyrirtæki í
Bandaríkjunum keppast nú við að
lokka til sín Cobol-forritara og í
kjölfarið hafa laun þeirra
snarhækkað og eru dæmi um það
að slíkum forriturum í New York
séu greidd árslaun sem nema
120.000 USD (8,8 milljónir ísk.)
á ári og góður verkefnastjóri vegna
ársins 2000 getur gert ráð fyrir 375
USD (27.000 ísk.) á tímann (heim-
ild: The Meta Group Inc. of Stam-
ford, Conneticut/American Pro-
grammer). Sá böggull fylgir þó
skammrifi að hluti launanna fæst
ekki greiddur út fyrr en eftir að árið
2000 er runnið upp til að tryggja
það að viðkomandi foixitarar eða
verkefnisstjórar hverfi ekki skyndi-
lega á braut.
Vandamálið við að gera hug-
búnaðarkerfi aldamótahæf liggur
fyrst og fremst í miklu umfangi en
ekki í því að það sé tæknilega flók-
ið að gera breytingar á kerfunum.
Dagsetningar koma víða við í flest-
um viðskiptahugbúnaðarkerfum
og því þarf að finna og yfirfara öll
í mörgum upplýsingakerfum er
unnið með dagsetningar fram í
tímann. Fyrir mörg upplýsinga-
kerfi er fresturinn til lagfæringa
því styttri en fram til aldamóta. Hjá
Skýrr höfum við því sett okkur það
markmið að ljúka öllum breyt-
ingum fyrir árslok 1998. Með því
að móti höfum við árið 1999 til að
láta reyna á breytingarnar og lag-
færa það sem þarf. Framkvæmd
breytingana er ennfremur gerð í
samráði við viðskiptavini fyrirtæk-
isins og eigendur upplýsingakerf-
anna.
Við úrlausn verkefnisins er
unnið skv. vottuðu gæðakerfi
Skýrr, en eins og áður sagði er
gæðastjórnun lykilatriði við lausn
verkefnisins og tryggir að stjórn
verkefnisins verði í föstum og
öruggum skorðum.
J. Pálmi Hinriksson erfram-
kvœmdastjóri hugbúnaðar-
deildar Skýrr hf.
12 - OKTÓBER 1997