Tölvumál - 01.10.1997, Page 14
TÖLVUMAL
00
Tímagluggi
56 80 00 20
1900
55
00
IV55 1980 ZOUÖ ZUZÖ----------------2055 2100
eftirfarandi mundi gilda:
árið 57 = 1957
árið 00 = 2000
árið 20 = 2020
Kostir:
• Ekki þörf á að umbreyta sögu-
skrám (eldri gögnum) eða
skrifa forrit sem umbreyta dag-
setningum.
• Hægt að breyta forritunum
smám saman án þess að allt
verkefnið liggi undir í einu.
• Aðeins þarf að breyta þeim
forritum sem árið 2000 hefur
áhrif á.
Gallar:
• „Einungis“ 100 ára gluggi.
• Kostar væntanlega meiri ör-
gjörva notkun.
• Akvarða þarf tímaglugga og í
sumum tilfellum nægir ekki
einn.
• Þar sem raðað er á dagsetn-
ingar þarf að gera ákveðnar
ráðstafanir.
• Kostar meiri breytingar á þeim
forritum sem á annað borð þarf
að breyta.
Staðan hjá Reikni-
stofu bankanna (RB)
Starfandi er sérstakur vinnu-
hópur vegna ársins 2000 og er
hlutverkhans að skipuleggja vinn-
una varðandi breytingarnar á
hugbúnaðarkerfum RB. Áhersla er
lögð á að þetta sé forgangsverkefni
þar sem virk þátttaka allra hlut-
aðeigandi er mjög mikilvæg. Góð
verkefnastjórnun, verkáætlun og
samstaða er síðan lykillinn að því
að þetta verkefni gangi upp á sem
bestan hátt. Til upplýsingar hefur
kerfissvið RB sett upp sérstaka
síðu á innraneti sínu til að kynna
þetta verkefni fyrir bankafólki og
sínum eigin starfsmönnum.
Sérstakri framkvæmdaáætlun
sem við köllum RB2000 verður
fylgt þegar unnið verður við
breytingar á hugbúnaðarkerfum
RB og mun ég fara lauslega yfir
helstu verkþætti hér á eftir.
Tölvukerfi RB telur um
2.000.000 forritslína og því er ljóst
að það er mikið verk framundan
að gera forritin aldamótahæf. Ef
tilgáta Coopers & Lybrand er rétt
þá þurfum við að gera um 40.000
breytingar á forritunum okkar.
Þótt það séu rúm 7 ár síðan
byrjað var að skilgreina allar dag-
setningar í nýjum hugbúnaðar-
kerfum RB sem átta stafa svæði,
þá er ljóst að mörg dagsetningar-
svæði eru enn 6 stafa og geyma
því ekki öldina. Hafa ber ennfrem-
ur í huga að þó svo dagsetningar
innihaldi öldina er ekki sjálfgefið
að verkefnin séu aldamótahæf.
Framkvæmdaáætlunin
RB2000
Framkvæmdaáætluninni er
skipt niður í níu megin verkþætti
og hefur hún tekið mið af
kerfisþróunarlíkani RB:
1. Forvinna.
2. Þarfagreining (skoðun, skrán-
ing og kortlagning).
3. Hönnun.
4. Rýni/prófun á hönnun.
5. Breytingar.
6. Samþætting.
7. Kerfispróf.
8. Viðtökupróf.
9. Yfirtaka.
Farið verður yfir hvern verk-
þátt fyrir sig, hann brotinn niður
og skilgreindur eins vel og kostur
er á.
Það er ljóst að ekki er til nein
galdralausn eða töfraformúla sem
virkar gagnvart þessu vandamáli
sem við stöndum nú frammi fyrir.
Nauðsynlegt er að allir sem að
verkefninu koma séu reiðubúnir að
miðla upplýsingum og reynslu til
annarra.
Verkþátturl -forvinna
Almennt er talið að 40% - 60%
forrita á forritasöfnum í þróunar-
umhverfi séu svokölluð „svefn-
forrit“ sem ekki eru í raunverulegri
notkun heldur tilkomin vegna afrit-
unar, tilrauna og ýmiskonar próf-
ana og hafa ekki lengur neina
þýðingu. Áður en byrjað er á verk-
þætti 2 er ráðlegt að taka til í
forritasöfnum þróunarumhverfis
til að gömul forrit sem ekki eru
lengur notuð þvælist ekki fyrir í
skoðun, skráningu og kortlagn-
ingu.
Verkþáttur 2 - þarfagreining
(skoöun, skráning og
kortlagning)
Við þetta verk eru notuð ýmis
tól og tæki sem henta hverju um-
hverfi og hugbúnaðarkerfi.
2.1 Skrá niður öll verkefni sem
tilheyra hverjum yfirkerfis-
fræðingi/forstöðumanni.
2.2 Flokkun hugbúnaðarkerfanna/
forritanna í þrjá aðalflokka:
1. Hugbúnaðarkerfi/forrit sem
14 - OKTÓBHR 1997