Tölvumál - 01.10.1997, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.10.1997, Qupperneq 16
TOLVUMAL Netverslun með bækur í sókn Eftir Kristián Guy Burgess Viðskipti með bækur blómstra á vefnum, samkeppnin harðnar en flutningskostnaður er enn of hár. íslenskir bóksalar eru að taka við sér. Þótt úrtölumenn hafi talað um að Internetið - eins og allir aðrir nýir miðlar - myndi vega að bók- inni, hefur þvert á móti komið í ljós að bókamenn fá sitthvað fyrir sinn snúð á Veraldarvefnum. Viðskipti með bækur blómstra á netinu og nú ríkir hörð samkeppni á þeim markaði. Amazon (www.amazon. com) hefur fest sig í sessi, Barnes and Noble (www.barnesandnoble. com) opnað gríðarstóran vef í sam- keppni við þá, Bretar reka Internet Bookshop (www.bookshop.co.uk) og nú 6. október opnaði The Book- place sem Dillons bókabúðirnar bresku eru aðilar að auk nokkurra annarra stórra aðila. Þá reka flestir helstu bókaútgefendur heims vef- síðúr þar sem í það minnsta er hægt að kaupa bækur sem þeir gefa sjálfir út. Þannig eru til dæmis Random House, Penguin og Har- per Collins með athyglisverð vef- svæði. Það er ljóst að fyrir okkur íslendinga verður athyglisvert að fylgjast með því sem Bretarnir bjóða upp á því það gæti orðið mun hagstæðara fyrir okkur að panta bækur þaðan vegna lægri flutningskostnaðar og styttri af- hendingartíma. Islenskir bóksalar eru að taka viðséráþessum markaði. Bóksala stúdenta hefur haft opna vefsíðu allt frá ársbyrjun 1995. Aðrir hafa hugsað sér til hreyfings. Mál og menning opnaði nýverið bókabúð á vefnum (www.mm.is) þar sem hægt er að leita að og panta yfir 40 þúsund titla. Tekið er fram að þjónustan sé enn á tilraunastigi. Bóksala stúdenta reið á vaðið Bóksala stúdenta hefur í næst- um þrjú ár reynt með markvissum hætti að selja bækur í gegnum Intemetið. Það eru þó einkum aka- demískar bækur sem þeir hafa á boðstólum. Núna eru um 17 þús- und titlar á lager en forsvarsmenn bóksölunnar segjast ennfremur geta bjargað hverju sem er í gegn- um pöntunarþjónustu sína á heimasíðunni: http://www.fs.is/ unibooks. Þeir eru ánægðir með viðtökurnar og hyggjast halda áfram á sömu braut. Nýtt tölvu- kerfi sem bóksalan tók upp í sumar gerir allt mun auðveldara þar sem þannig er hægt að fylgjast ná- kvæmlega með sölu og stöðu á lager. A vefsíðunni er boðið upp á sjö leiðir. Hægt er að leita í lagerlistum 17 þúsund titla en ef sú leit skilar ekki árangri er hægt að panta bæk- ur sem ekki finnast við tölvuleit. Að auki er hægt að senda fyrir- spurnir til Bóksölunnar á til þess gerðu fyrirspurnarformi og kenn- arar hafa sérstakt pantanaform til að panta þær bækur sem þeir þurfa til kennslu. Auk þessa eru upplýs- ingar um starfsemi bóksölunnar og listi yfir erlend bókaforlög sem hægt er að komast inn á heima- síður hjá. Ódýrari en netbókabúðirnar Bóksalan segist geta boðið bækur mun ódýrar en erlendar net- bókabúðir og munar þá helst um flutningskostnað auk þess sem þeir versla beint við bókaforlög. Einnig segja þeir að þeirra helsta sölu- vara, akademískar bækur, njóti yfirleitt ekki afsláttar hjá erlendu verslununum heldur séu það eink- um vinsælar metsölubækur sem hægt sé að nálgast ódýrt hjá Ama- zon. Verð á kennslubókum er yfir- leitt mjög hátt í Bandarfkjunum og því hefur það hingað til ekki borg- að sig fyrir menn að kaupa slíkar bækur yfir netið. Forsvarsmenn Bóksölu stúdenta hafa hins vegar bent á að þeirra skylda sé að hafa á boðstólum allar kennslubækur sem kenndar eru við Háskóla íslands og þeir leggi metnað sinn í að útvega allar slíkar bækur. Aðhald þeiira komi frá nemendum sem þurfi sínar bækur hratt og örugglega, og á eins hagstæðu verði og auðið er. 16 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.