Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikudagur 7. nóvember 1962 2 Til að skapa sættír Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flolcksins, Sfgurður Bjarnason, Magnús Jónsson og Matthías Á. Mathiesen hafa lagt fram á- Iyktunartillögu á Alþingi um hlutdeildar- og arðskiptafyrir- komulag í atvinnurekstri ís- lendinga. „Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er í skemmstu máli sá að skapa sættir með launþcgum og at- vinnurekendum,“ sagði Magnús Jónsson, alþingismaður, annar flutningsmaður tillögunnar, í stuttu viðtali við Vísi. „Það er í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins að sætta stéttirnar," sagði Magnús, sem mun gera grein á Alþingi fyrir efni tillögunnar, vegna fjarveru fyrsta flutningsmanns, Sigurðar Bjarnasonar. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta rann- saka og gera tillögur um hvar og hvernig megi bezt koma á hlutdeildar- og arðskiptifyrir- komulagi f atvinnurekstri Is- lendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti stuðlað að efl- ingu slíks fyrirkomulags. Skal ríkisstjórnin hafa samráð við fulltrúa frá samtökum atvinnu- rekenda og launþega um þetta undirbúningsstarf, er skal lokið eins fljótt og möguleikar eru á.“ „Þetta hefur lengi verið mál- efni ungra Sjálfstæðismanna," sagði Magnús Jónsson. Jóhann G. Möller og Thor Thors fluttu þessa tiilögu fyrstir árið 1.937..- Þá voru þeir meðal fremstu leiðtoga ungra Sjálfstæðis- manna. Tillögunni var aðeins lítillega sinnt. En það er skoðun okkar núverandi flutn- ingsmanna að hér sé um merki- legt mál að ræða og nauðsyn- legt að koma því á rekspöl. Það er ljóst, hélt Magnús Jónsson áfram, „að finna verður ein- Magnús Jónsson. hverja frambúðarlausn til að koma í veg fyrir efnahagslegt og fjárhagslegt tjón, upplausn af völdum sífelidra deilna vinnuþega og vinnuveitenda. Það þarf að jafna ágreiningsat- riði þeissara aðila. . Vildirðu lýsa tillögunni nánar? — Arðskiptafyrirkomulágið gengur út á það að veita starfs- mönnum fyrirtækjanna hlut- deild í arði þeirra. En hlut- deildarfyrirkomulagið miðar að því að veita starfsmönnum fyrirtækjanna áhrifavald í fyrir- tækjunum, ekki einungis með þvl að gera þá hluttakandi í arði fyrirtækjanna, heldur með því að gera þá beinlínis að meðeigendum þeirra, svo notuð sé greinargerðarorð þeirra Jó- hanns G. Möller og Thor Thors frá 1937. — Er fengin reynsla á þessu fyrirkomulagi erlendis? -— Já, þetta fyrirkomulag hefur verið reynt einkum í Bretlandi, einnig i Ástralíu, Bandaríkjunum og Þjóðverjar hafa einnig gert tilraunir með þetta fyrirkomulag. — Hver er árangurinn? — Það kemur yfirleitt öllum saman um að hann hafi verið mjög góður. Hér þarfnast þetta auðvitað sjálfstæðrar athugun- ar áður en hægt er að leggja út í framkvæmd fyrirkomulagsins. Það er engin ástæða til að hrapa að neinu, og þess vegna Ieggjum við til að þessi athugun verði látin fara fram, sagði Magnús Jónsson að lokum. Það gerist enn, að gamlir bílar eru fluttir til landsins, þótt slíkt eigi að vera bannað. Eins og getið var hér í Vísi fyrir nokkru, hafði þá skömmu áður ver ið fluttur til landsins gamall bíll af Marcedes Benz-gerð og fékk hann þá einkunn skoðunarmanna tollgæzlunnar, að þessi sex ára gamli bíll væri allur ryðbrunninn, hjólbarðar ónýtir og farkosturinn allur eftir þessu að öðru leyti. Mörgum mun hafa fundizt þetta furðuiegur innflutningur, og ein- kennilegt, að nokkrum manni skyldi heimilað að flytja slíkt járna rusl til landsins. En nú hefir Visir sannfrétt, að þessu „meti“ hafi ver í Hafnarbíó er nú sýnd óvenju vel gerð glæpamynd, sem nefnist Rödd i símanum og á ensku Mid- night Lace. Myndin fjallar um ensk an fjármálamann (Rex Harrison), sem er giftur amerískri stúlku (Doris Day). Þau eiga í verulegum vandræðum, því að stöðugt er verið að hóta frúnni því í sím- ann, að hún verði myrt áður en mánuðurinn er liðinn. Þetta hefur skiljanlega þau áhrif að frúin verð ur no' kuð taugaveikluð, ekki sízt þegar farið er að hrinda henni fyrir strætisvagna og á annan hátt reynt að tortíma henni. Þessi mynd er sérlega vel leik- in, enda er það fáum mönnum gef- ið að vera eins fullkomlega sjarm- erandi og Rex Harrison og minn- ist ég ekki neins manns, sem er það eins eðlilegt að ganga með blóm í hnappagatinu og gefa kven fólki demanta. Doris Day er huggu leg að venju og lítur í þessari mynd út fyrir að vera ekki alveg eins óhugnanlega heilsuhraust og venjulega. John Gavin Ieikur auka- hlutverk, sem gerir engar kröfur til hans aðrar en þær, að hann sé lega“. Til landsins hefir nefnilega verið fluttur bíll, sem er hvorki meira né minna en 13 ára gamall, og þótt allir viti, að Volkswagen sé vandað faratæki, vita menn líka, að þegar slíkt tæki er komið svo til ára sinna, er það harla lítils virði. Þessi er heldur ekki metinn hátt — aðeins 300 mörk eða 3000 krónur, og þarf þá ekki að gefa neina lýsingu á því, hvernig ötlitið muni vera. Það verður að teljast einkenni- legt, að afnuminn skyldi fyrir meira en ári fnnflutningur á eldri bílum en tveggja ára, en slíkt rusl haldi samt áfram að berast til landsins. Viðkomandi yfirvöld ættu að gefa ■ Geymsluskemma eða braggi óskast til leigu strax til lengri eða skemmri tíma. R. Jóhannesson h.f. Vonarstræti 12. Sími 37881. skýringu á því, hvernig á þessu ið hrundið og það mjög „glæsi-' stendur. 13 ára gamall bíl- garmur fluttur inn laglegur og sé ekki of mikið fyrir. Það er skemmtileg tilbreyting að sjá glæpi svo menningarlega framdi eins og í þessari mynd og einhvern veginn er það svo að glæpir hafa meiri sjarma, þegar þeir eru framdir af ríku og fallegu fólki í fínum fötum og fallegum íbúðum. Nýja Bíó er nú að hefja sýning ar á myndinni Fæðing Þjóðar, sem gerð er árið 1914 af Ameríkumann inum D. W. Griffith. Það verður að teljast til nokkura tíðinda að mynd þessi skuli vera sýnd hér, þar sem hún er fyrsta raunverulega stór- myndin, sem gerð var. Olli hún algerum straumhvörfum á sviði kvikmyndagerðar f heiminum og er talin meðal beztu mynda sem gerðar hafa vérið. Undirritaður hef ur ekki séð hana enn, en svo mikið hefur verið um hana skrifað af mætum mönnum, að ég tel ástæðu til að ráðleggja fólki að sjá hana, í trausti orða mér meiri manna. Væntanlega mun verða skrifað um þesa mynd frekar í blaðinu siðar. Ó. S. Lóta af störfum Akureyri í gær. — Tveir aðal starfskraftar Rafveitu Akureyrar láta af störfum á næst- unni eftir langa og dygga þjónustu, en það er rafveitustjórinn sjálfur Iínútur Otterstedt og skrifstofu- stjórinn Bjami Halldórsson. Þeir hafa báðir náð aldurshámarki op- inberra starfsmanna . Knútur Otterstedt hefur starfað um 4 áratugi sem rafveitustjóri eða frá þvf rafveitan tók til starfa. Bjarni hefur hins vegar unnið þar nokkru skemur, eða sem næst um 30 ára skeið. Þeir láta báðir af stöfum um n. k. áramót og hafa stöður þeirra þegar verið auglýst- ar til umsóknar. ^ Forsætisráðherra Ungverjaiands Janos Kadar er farinn til Moskvu en honuni var boðið þangað af miðstjórn Kommúnistaflokksins. Mörgum kommúnistaleiðtogum frá ýmsum Iöndum hefur að undan- fömu verið stefnt til Moskvu, Valver Valver Valver Valver Sími 15692 Sími 15692 Sími 15692 Sími 15692 Höfum opnað nýja verzlun að BALDURSGÖTU 39 með leikföng og búsáhöld. Tökum upp í dag ódýra, staka bolla í miklu úrvali. - Okkar alkunna þjónusta er í fullum gangi. — Við sendum heim og í póstkröfu um land allt. — V al ver Laugavegi 48 . Sími 15692 V al ver Baldursgötu 39 . Sími 15692

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.