Vísir - 07.11.1962, Page 5

Vísir - 07.11.1962, Page 5
VISIR . Miðvikudagur 7. nóvember 962. 5 VEGIR OPNAST Bræðurnir Edward og John F. Kennedy forseti Sigur — Framhald af bls. 1. um, og þá fyrst og fremst að þeim Nelson Rockefeller ríkisstjóra í New York, Edward Kennedy, yngsta bróður forsetans, og Ric- hard Nixon fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna. hlustun á BBC eða aðrar stöðvar og lítið hefur náðst af fréttum NTB á „teleprenter". Um kl. 11,30 fékk blaðið UlS-frétt þess efnis að kl. 10 árdegis hefðu tölur stað- ið þannig í Kaliforníu: Brown 927.654 atkvæði, Nixon 787.648 at- kvæði. Nixon follinn? Kl. 11 stóðu tölur þannig: Brown 1.081.000. Nixon 837.000. Búið var að teija einn fimmta atkvæða. Færð hefur mjög batnað á þjóðvegum landsins við hlákuna sem gerði eftir helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins í morgun var Öxnadalsheiðarvegur Iagður í gær og er nú orðinn fær öllum bifreið- um. Þá er og fært orðið, a. m. k. vörubifreiðum og öðrum aflmiklum bílum alla leið norður til Raufar- hafnar. Svo sem frá var skýrt í fréttum áður var mjög þungfært á leiðinni milli Akureyrar og Húsa- víkur og ófært með öllu norður fyrir Húsavík. Nú hefur það allt verið lagað og fært verður um alla Norður-Þingeyjarsýslu. Þá var og í gær fært orðið milli Þórshafnar og Vopnafjarðar. Samkvæmt fréttum sem Vega- gerðinni bárust í gær af Austur- landi, var enn þyngslafærð þar víða í sveitum og flestir fjallvegir ó- færir. Þó var í fyrrakvöld rudd leið in um Fagradal frá Reyðarfirði upp á Hérað, ennfremur fært orðið til Eskifjarðar, fært á suma bæi í Fljótsdal og eins upp að Grímsár-! virkjuninni. Annars var enn víða ó- j fært á innansveitarvegum þótt á láglendi væru og hvarvetna mikil snjóþyngsli. j Á Vestfjörðum er unnið að þvi ' að ryðja ýmsa minni háttar fjall- , vegi og búið er að gera leiðina færa frá Barðaströnd og yfir í Arn arfjörð. Er meiningin að halda ruðningi áfram, bæði úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð og eins úr Dýra- firði yfir Gemlufjallsheiði til Ön- undaríjarðar. Er þá aðeins Breiða- dalsheiði eftir til að fært verði alla Sakfelldur Rockefeller Hann var endurkjörinn ríkis- stjóri í New York ríki og hefur nú miklu sterkari aðstöðu en áður í keppninni um að verða fyrir val- inu sem forsetaefni republikana 1964. Edward Kennedy. Hann bauð sig fram sem þing- mannsefni Massachusetts ríkis i öldungadeildinni ,sigraði glæsilega og skipar nú það sæti sem for- setinn skipaði áður. — Kennedy forseti brá sér til Boston í gær flugleiðis til þess að greiða at- kvæði með bróður sínum. Nixon. Hann bauð sig fram í Kaliforníu gegn Brown ríkisstjóra og voru sagðar minnkandi líkur fyrir því £ morgun, að Nixon sigraði, en þá var talning atkvæða komin nokk- uð á veg og Nixon nokkuð á eftir Brown. Sú skoðun kom almennt fram fyrir kosningar, að ef Nixon biði ósigur í Kaliforníu, yrði senni lega þar með lokið ferli hans sem stjórnmálamanns. regna slæmra skilyrða á stutt bylgjusviðinu hafa vart nokkrar fréttir náðst árdegis í dag með Orð lifsins — Framhald af bls. 16 nótt og var talað til mín, eins skýrt og maður hefði taiað: Sendu orð mitt út til Reykvíkinga í gegnum síma. — í fyrstu skihii ég þetta ekki, en þegar ég hafði íhugað þetta, mundi ég eftir þjónustu eins og þessari, sem ég hafði lesið um á Norðurlöndum og orðið mjög vinsæl. „Ég hugsaði mér að ég skyldi hafa það til marks, að ef þetta væri frá Guði, fengi ég jákvæð svör hjá símanum. Þegar ég hitti þá að máli, tóku þeir mér mjög vel, sögðust eiga aðeins einn sím- svara, sem sjálfsagt væri að leigja mér. F"nn var svo settur upp og tók til starfa um síðustu helgi. Virðist betta þegar vera orðið 1 mjög vinsælt. F amhald at 16 síðu: séð drenginn fyrr en í þeirri andrá að slysið varð. Hann taldi sig því á engan hátt hafa getað forðað slysi. Ökumaður nam þegar staðar og fór út, tók drenginn, sem að einhverju leyti lá undir bifreiðinni, mitt á milli framhjóls og aftur- hjóls, í fang sér og hélt með hann að húsi númer 78 við sömu götu, en þar bjó móðir drengsins. Hún kom á vettvang i sama mund, tók við syni sínum og fór með hann í slysavarðstofuna í bifreið þeirri, sem hann hafði hlaupið framund- an þegar slysið varð. Ökumaðurinn hvarf einnig skömmu síðar af staðnum, og það án þe að kveðja lögregluna á vettvang. En morguninn eftir mætti hann hjá rannsóknarlögregl- unni og gaf skýrslu um slysið. Mál var höfðað á hendur öku- manninum fyrir að hafa ekki sýnt nægilega aðgæzlu í akstri og hafa þannig orðið valdur að meiðslum drengsins. Einnig var mál höfðað á hann fyrir að hverfa af slysstað án þess að tilkynna lögreglunni áð- ur um slysið og kalla hana á stað- inn. 1 gær kvað Gunnlaugur Briem, sakadómari upp dóm í máli þessu í Sakadómi Reykjavíkur. Þar segir að ekki sé ljóst samkvæmt gögn- um málsins að ökumaðurinn hefði sýnt af sér gáleysi í akstri og með þvi orðið valdur að slysinu. Var hann sýknaður af þeim lið ákær- unnar. Hins vegar var ökumaður dæmdur í 1000 króna sekt og gert að greiða allan sakarkostnað fyrir það að hafa ekki kvatt lögreglu á staðinn, en með því hafði hann spillt sönnunargögnum. Framangreint hefur að því leyti mikla þýðingu fyrir ökumenn að þeim verði það ljóst að á þeim hvílir skylda að kveðja lögreglu á vettvang þegar slys ber að höri- um. Sama gegnir og um árekstra þar sem skemmdir hljótast á farar tækjum. leið til ísafjarðar, en ekki nein á- kvörðun tekin ennþá hvort hún verður líka rudd. Þar má búast við að snjór sér mjög mikill. Áður var búið að skýra frá því hér £ blaðinu að Barðastrandarleið hafi verið rudd, þannig að nú greiðist að nýju úr samgöngum til Tvö göbb Slökkviliðið var gabbað tvivegis með fárra mfnútna millibili f nótt með þvi að brotnir voru bruna- boðar. Var annar brunaboðinn á Lauga vegi 28, hinn f Þingholtsstræti 12. Benda líkur til að um einn og sama mann hafi verið að ræða, sem valdur sé að hvoru tveggja gabbinu og hafi hann gengið rak- leitt frá öðrum brunaboðanum til hins. En eins og áður hefur verið skýrt frá hafa verið mikil brögð að því undanfarið að slökkviliðið hafi verið gabbáð hér í borg. Eru borgarbúar vinsamlegast beðnir að hafa vakandi augu á slíkum óþokk um, þar sem þeirra kann að verða vart. Auk gabbs var slökkviliðið kvatt tvisvar á vettvang í gær. I fyrra skiptið um hádegisleytið að Bæjar- sjúkrahúsinu f Fossvogi. Þar komst eldur í eins konar skilrúmimilliaðal byggingarinnar og timburbygging- arinnar, en þær eru aðskildar með tvöfpldum veggjum. Skilrúm milli þeirra var klætt með trétexi og korki og komst í það eldur. Var mjög erfitt að komast að þessu fyrir slökkviliðsmennina og tók langan tíma unz eldurinn var að fullu kæfður. I gærkveldi kviknaði í geymslu kjallar f bakhúsinu að Laugavegi 3. Þar urðu nokkrar skemmdir á einhverju dóti, en þó ekki tilfinn- anlegar að því er slökkviliðsmenn töldu. Vottar Framh. af 1. síðu. Jehova, sem tækju að sér að boða kenningar þeirra. Væru þeir nefndir boðberar, sem verðu til þess tómstundum sínum að fara út á meðal fólks og flytja boðskap- inn. Boðberarnir eru taldir 40 í Reykjavík og a. m. k. 10 úti á landi. Þar að auki eru hinir 10 trúboðar, sem áður voru nefndir, sem hafa það sem fullt starf að útbreiða boðskap vottanna, Þannig eru samtals 60 fullgildir starfandi Vottar hér á landi og margir fleiri sækja biblíufræðslu hjá Vott- unum og samkomur þeirra, sem haldnar eru reglulega tvisvar í viku í Edduhúsinu hér í Reykja- vík. En hlutverk safnaðarmanns eða konu í söfnuði Votta Jehova felst eigi aðeins í því að hlýða á guðs orð, sagði Rendeboe, heldur og í því að verja öllum sínum frístund- um til að boða það öðrum af ein- skærum áhuga á útbreiðslu þess, eins og Iærisveinar Krists gerðu upphaflega. Rendeboe sagði f við- talinu við blaðið að hann héldi að það væri einkum þessi mikli áhugi Vottanna á boðun orðsins, kost- gæfni þeirra og dugnaður, sem væri hin raunverulega orsök þess að þeir yrðu fyrir aðkasti kirkju- yfirvalda. ekki sízt kaþólsku kirkj- unnar. Starfsemi beirra væri bönn- uð á Spáni og í kOmrnúnistaríkiun- um, en þeir störfuðu þar á Iaun engu að síður. Merking orða. Það er stundum vandi að um- gangast orð. Við vitum það öll, að orðin geyma f fórum sér merkilegt líf, sem enginn getur í rauninni skilgreint. Þau geyma hita og kulda, ást og hatur, þau spanna alla þá himinvídd, sem rúmast innan hugsanatakmarka mannsins. Það er orðið, sem hef ur á dularfullan hátt lyft af manninum fjötrum dýrsins. Sá er munurinn, að hugsun dýrsins fæðist andvana, af því hún á sér ekki birtingarform. Ef menn gerðu sér alltaf ljósan mátt orðs ins, sýndu þeir kannski ekki sama kæruleysið í umgengni sinni við það. Eitthvert skemmtilegasta orð í íslenzkri tungu er orðið örygg- isleysi. Það sýnir nefnilega á- þreifanlega, hve maðurinn er mikill klaufi að umgangast orð. Upprunalegasti hluti orðsins er yggi, myndað með i-hljóðvarpi af orðinu uggur, sem merkir ótti. Síðan er sett framan við orðið neitandi forskeyti ör-, og þá merkir orðið í rauninni ótta- leysi. Loks er svo bæt við neit- andi viðskeyti -leysi. Þessar tvær neitanir upphefja hvor aðra, og merking orðsins er aft ur orðin hin sama og í upphafi, áður en nokkuð var við orðinu hreyft. Fyrir kemur, að menn breyti merkingu orða af þekkingar- leysi eða af því að þeir mis- skilja orðið. Einnig gerist þetta stundum ósjálfrátt. Orðið sið- gæði hefur til dæmis annað hug tak á bak við sig nú en fyrir 30 árum. Við þessu er lítið að gera. Hitt er verra, þegar orð- um er breytt vegna vanþekk- ingar. Dæmi þess er orðið ártfð sem merkir dánardægur. Blaða- menn skrifuðu f fyrra að nú væri 100 ára ártíð Jóns Sig- urðssonar,' þegar átt var við fæðingarár. Þetta er slæmt og hefur óheppileg áhrif á þróun tungunnar. Við skulum sýna aðgát og virðingu í umgengni við orð. Harður órekstur Næsta harður árekstur varð i fyrrakvöld, laust eftir kl. 10 á gatnamótum Skúlagötu og Vita- stígs. Farþegi í annarri bifreiðinni meiddist og miklar skemmdir urðu a. m. k. á öðru farartækinu Þetta skeði með þeim hætti að utanbæjarbifreið beygði af Skúla- götunni og upp á Vitastíg, en náði ekki réttri beygju að því er öku- maður sagði sjálfur og lenti þá á annarri utanbæjarbifreið sem var að koma niður Vitastíginn. Varð þetta harður árekstur þannig: að hlið síðarnefndrar bifreiðar dæld- aðist meira og minna, auk fleiri skemmda se. á henni urðu, en farþegi f bílnum meiddist við það að hljóta högg á hægri sfðu. I fyrrakvöld veitti Ieigubílstjóri nokkur, sem leið átti um Klepps- veg, drukknum ökumanni eftir- tekt, og slapp enda naumlega við árekstur við hann. Leigubílstjór- inn, sem hafði talstöð f bifreið sinni, gerði lögreglunni aðvart. Kom hún þegar á vettvang og tók hinn drukkna ökuþór í vörzlu sína.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.