Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 7. nóvember 1962. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: SOGSVIRKJUN 25 ARA Sogsvirkjunin nú 73 þús. kílóvött. Fyrir nokkrum dögum voru liðin 25 ár frá því er fyrsta Sogsvirkjunin tók til starfa. 25. október 1937 var Ljósafoss- stöðin tekin í notkun og tendr- uð ljós frá þessari fyrstu stór- virkjun á íslandi, en síðan hef- ur hver virkjunin rekið aðra. Þessi fyrsta virkjun var tvær vélasamstæður, samtals 8.800 kílóvött. 7 árum seinna var sett upp þriðja vélasamstæð- an, 6.400 kílóvött. Aflið í Ljósafossi er því samtals 15.200 kílóvött. Næstu stórvirkjun var lokið í október 1933, en það var írafossvirkjunin með 31 þús. kílóvatta afli. Þá ko$p virkjun Efra-Sogs, sem hlaut nafnið Steingrímsstöð, og var tekin i notkun haustið 1960. Þar er vélaafl 27 þús. kílóvött. Heild arvélaafl Sogsvirkjunar er því nú rúmlega 73 þús. klívött. Aðrar vatnsvirkjanir 33 þús. kilóvött. Til þess að menn átti sig betur á afli þessara virkjana, má geta þess til skýringar, að aðrar vatnsvirkjanir í landinu hafa samtals 33 þús. kílóvött. Sogsvirkjunin ein framleiðir því meira en tvöfalt rafmagn á við allar vatnsaflsstöðvar aðrar á íslandi til samans. Nú stendur fyrir dyrum aukn ing írafossstöðvar um 15:500 kílóvött. Fest hafa verið kaup á vélum og rafbúnaði og bygg- ingarframkvæmdir eru í þann veginn að hefjast. Sameign Reykjavíkur og ríkisins. í upphafi var Reykjavíkur- borg ein eigandi Sogsvirkjun- arinnar, og þannig stóðu sakir fram til ársins 1949. Þá var gerður sameignarsamningur milli ríkisins og Reykjavíkur, og var hann byggður á gild- andi lögum um Sogið. Með þeim samningi var á- kveðið, að Reykjavíkurbær skyldi vera eigandi að meiri- hluta, þangað til Sogið yrði fullvirkjað, en þá skyldi það vera helmingaeign beggja aðilja. Stjórn Sogsvirkjunar skipa þrír menn frá borgarstjóm Reykjavíkur, og tveir af hálfu ríkisins. Frumkvæðið hjá Reykjavík. Frumkvæðið að virkjun Sogs ins og allur undirbúningur var / frá öndverðu í höndum Reykja víkurbæjar. Það var þegar á árinu 1917, sem Reykjavíkurbær keypti vatnsréttindi í Sogi. Áður en hafin var virkjun Elliðaánna 1919, var rannsak- að, hvort rétt væri að ráðast þá í virkjun Sogsins. Athuganir og mælingar fóru svo fram á ýmsum virkjunar- möguleikpm í Sogi. Töldu sér- fræðingar, að fjárhagsgrund- völlur fyrir virkjun þar fengist ekki, fyrr en íbúaf jöldi Reykja- víkur væri kominn upp í 30 þús. manns, en um þessar mundir voru íbúar aðeins 15 þúsundir. En með hinum öra vexti Reykjavíkur var fyrirsjáanlegt, að ekki mundi líða á löngu, unz skapaðir væru möguleikar og fjárhagslegur grundvöllur fyrir Sogsvirkjun, og var þvi unnið áfram að undirbúningi virkjana þar. Jón Þorláksson útvegaði fé til fyrstu virkjunar Sogsins. Árið 1931 var málum það langt komið, að lagt var fyrir Alþingi frumvarp til laga um virkjun Sogsins. Eigi tókst þó að fá lög um virkjun Sogsins samþykkt fyrr en 1933. Það féll í hlut Jóns Þorláks- sonar að hrinda fyrstu virkjun Sogsins af stað og útvega fjár- magn til hennar. En fram- kvæmdastjóri Sogsins frá upp hafi hefur verið Steingrímur Jónsson. Eignir og skuldir Sogsvirkjunar. Allar eignir Sogvirkjunarinn ar eru nú bókfærðar á 615,2 milljónir. Skuldir þennar eru 563,5 milljónir, og skuldlaus eign bókfærð er þvf talin 51.7 milljónir króna. Raunveruleg eign er miklu meiri. Ef færa ætti allar stöðvamar til nú- verandi verðlags væru það um 777 milljónir króna. Miðað við þá tölu væru skuldlaus eign þvf 213.5 milljónir. Framtíðin. Nú eru f undirbúningi ný lög um Sogið. Þarf þar m. a. að ákveða, hvenær helminga- eign ríkis og Reykjavíkurborg ar komi til framkvæmda, og um framtíð þessa mikla fyrir- tækis. Það er ekki ástæða til þess, að Sogsvirkjunin láti staðar numið um virkjanir, eftir að Sogið er fullvirkjað. Þetta fjár- hagssterka og reynda fyrirtæki á ekki að vera rekstrarfyrir- tæki eitt fyrir þær aflstöðvar sem til verða þá í Sogi. Vafa- laust er það hyggilegt fyrir þjóðina alla og fyrir Rvíkur- borg, sem hefur mikilla hags- muna að gæta um raforkumál sín í framtíðinni, að Sogsvirkj unin, sameign Rvíkur og ríkis ins, taki að sér nýjar virkjanir til að fullnægja raforkuþörf á Suð-Vesturlandi. En orkuveitu svæði Sogsvirkjunarinnar nær nú alla leið vestan úr Borgar- firði og austur undir Eyjafjöll og til Vestmannaeyja. Meira en helmingur þjóðarinnar nýtur rafmagns frá Sogsvirkjuninni, eða um 100 þúsund manns. Sogsvirkjunin. NY BOK: Gróðursjúkdómar og varnir gegn þeim Fyrir nokkru er komin út á vegum Atvinnudeildar háskól- ans bókin „Gróðursjúkdómar og vamir gegn þeim“, sem Ingólfur Davíðsson magister hefir samið. Þetta er hið þriðja af leiðbein- ingarritum Atvinnudeildar háskól- ans, búnaðardeildar, og segir höf- undur í örstuttum formála, að bók- in komi vonandi „að gagni bæði á- hugamönnum í garðrækt og at- vinnugarðyrkjumönnum og ættu ennfremur kaflar í henni að vera nothæfir til kennslu í bændaskól- um og garðyrkjuskólanum". Rétt er að taka hér upp stuttan kafla úr inngangi bókarinnar, en þar segir svo: „Sumar ræktaðar jurtir virðast sérlega kvillagjarriar og er það í rauninni ofur eðlilegt. Við knýjum þær til aukins vaxtar með náklum áburði og fleiri aðgerðum. Jurt, sem er rekin áfram til að vaxa sem örast og gefa mikla uppskeru, þarf líka sérlega nákvæmni í umönnun og vernd, ef vel á að fara. (Sbr. t.d. hánytja mjólkurkýr.) — Svo er annað atriði. Flestar ræktarjurt- ir eru aðfluttar, sumar langt sunn- an úr löndum, þar sem vaxtarskil- yrði eru mjög á annan veg en hér. Eru ýmsar þeirra ræktaðar í gróð- urhúsum hér á landi, t.d. gúrkur, tómatar og fjölmörg blóm. Reynt er að hlúa sem mest að mörgum öðrum úti í görðum, en oft er samt erfiðleikum bundið að veita þeim rétt kjör. En réttilega og vel þarf að búa að gróðrinum umfram allt. Án þess koma lyf og sjúkdóma- varnir að litlu gagni. En ef ræktun in er í góðu lagi, getur skynsam- leg notkun plöntulyfja og ýmsar ' arúðarráðstafanir stuðlað mjög að því að tryggja uppskeruna og afstýra vanhöldum". Bókinni er skip í sjö höfuð- kafla, og skúlu heiti þeirra birt hér mönnum til glöggvunar á efn-. inu: Sjúkdómar í matjurtagarðin-1 ; um, Sjúkdómar á túni og akri, 1 Sjúkdómar í trjám og runnum, Gróðurhúsajurtir og skrautjurtir í | görðum, Sjúkdómavaldar, sameig- inlegir mörgum plöntutegundum, Plöntulyf og notkun þeirra, og Sjúkdómar og vanþrif stofujurta. Aðrir kaflar eru svo plöntutegunda skrá, sjúkdómaskrá og plöntulyfja- skrá. Garðyrkja er nú orðin svo út- breidd og menn verja bæði svo miklu fé og tíma til að stunda hana — ýmist sem atvinnu eða sér til skemmtunar — að menn ættu að sjá sér hag í því að afla sér bókar þeirrar, sem hér um ræðir. Fjöldi mynda er til skýring ar á efninu, og verður bókin mun aðgengilegri fyrir þá sök. Stærð bókarinnar er 168 bls. í stóru broti og frágangur vandaður. Ekki er þess getið, hvar bókin er prentuð. Kolka læknir heiðraður Páll Kolka læknir hefur hlotið heiðursverðlaun úr gulli, árið 1962, úr Heiðursverðlaunasjóði Daða Hjörvar, fyrir útvarpserindi, hin síðustu misseri, um misfellur í þjóð félaginu, örlög jarðarbarna og rök mannlegrar tilveru, flutt á hreinni og lifandi tungu af sterkum hug og stórmannlegri bersögli. (Frétt frá dómnefndinni 5. nóv. 1962).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.