Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 15
V1SIR . Miðvikudagur 7. nóvember 1962. 31 /5 TAKZAN SFRANG OUTSIPE TO INVESTIGATE THE SCZ£\h\S-- ANP WAS NSAR.LV TKAWFLE7 BV STAf.\F7E7ING VILLAGERS! HE SAW THAT A LlSHTEP 5UIL7INS WAS THE SOURCE OF FANIC. HE ENTEREP7! ANF FOUNF JOHNSON'S FANTHER. A SNAKLINS, SAVASE REALITVi ------- fPi*■ JSB*‘ CilAMð hvort þú lætur þær búa hjá þér, en gerirðu það ekki, verðurðu að sjá um, að þær skorti ekk- ert. Og þú verður að koma vin- samlega fram við þær. ‘ Karólína sat þögul um stund: — Þú skilur mig þannig eftir eina og ég verð að fara til Lundúna? — Ég skil þig alls ekki eftir eina. Þú getur búið með systur þinni og gömlu kennslukonunni þinni. Og í Lundúnum muntu hitta marga kunningja frá Par- ís... — Skelfingar græningi ertu, Henri, — jafn skilningslaus og mamma. Þú veizt þó vel, að mér finnst Louise óþolandi í sambúð — og — og mér liggur við að brjálast af tilhugsuninni um að búa undir sama þaki og de To urville. — Þú mátt ekki einblína á það, að þú ein getir búið á- hyggjulaus og við þægindi. Mér finnst sannast að segja, að þú ættir að vera harðánægð með horfurnar eftir allt það mótlæti, sem þú hefur átt við að stríða og... — Alls ekki, því fer svo fjarri að ég hef aldrei verið eins frjáls og þegar ég var ofsótt, hundelt, og dauðinn jafnan á næsta leiti — jafnvel þegar ég var orðin ein eftir með vitskertum sjómanni á skipi úti í rúmsjó leið mér betur en mér mundi líða í ná- vist de Tourville. Og fyrst við á annað borð erum farin að ræða vandamál er bezt að ég segi þér — hafirðu nokkurn á- huga fyrir því — að ég er með barni... Henri var jafn rólegur og áð- ur. — Þá er það ný og veigamikil ástæða fyrir því, að þér ætti að henta að láta þær búa hjá þér. Af hverju hefurðu annars verið að draga að segja mér þetta? — Ég var bara ekki búin að því. Henri yppti öxlum. — Hver er faðirinn? Karólína svaraði ekki. — Er Gaston faðirinn? - Já. — Það datt mér í hug, — hel- vítis þorparinn! — En vitanlega mega þau Louise og de Tourville og aðr- ir ekki annað vita en að Georg- es sé faðirinn. — Að sjálfsögðu, sagði Henri kæruleysislega. —• Farðu þínu fram, sagði Henri loks, — þú getur ráðið yfir bankainnstæðu minni. Þú ert til neydd að flytja til Lund- úna, en ég legg þér í sjálfs vald Henri heppnaðist að finna ferðafélaga handa systur sinni, því að enskur sjóliðsforingi, sem verið hafði félagi hans, ætl aði sama dag til Lundúna á- samt konu sinni. Hann ók sjálf- ur vagni með fjórum hestum fyr ir og var fús til þess að lofa Karólínu að ferðast með þeim. Hann hét John Clayton og var lávarður að tign og tók Karólínu mjög vinsamlega. — Hann var hár maður ðg grann- ur — kinnfiskasoginn, hörunds- hvftur sem kona, en dálítið freknóttur á nefi, bláeygur og augnatillitið glettnislegt, og hann talaði frönsku með skrítn- um enskum hreim, sem Karó- línu var skemmtun að. Konan hans talaði ekki frönsku, lagleg, heldur í feitara lagi, og hlátur hennar smitandi. Ferðalagið varð erfiðara en Karólínu hafði órað fyrir. Það ! I kom brátt í ljós, að John Clay-1 ton — Sir John Clayton — hafði j mikinn áhuga á hestum, og þeg- i •ur nú kona hans benti honum i á annan vagn, um það bil hálfa ; | mílu á undan þeim, skildist Karólínu, að hún hefði verið að hvetja hann til þess að komast fram úr honum — og Sir John lét ekki hvetja sig tvisvar. — Þrátt fyrir það, að þau voru farin að nálgast Lundúni, og umferðin mikil í grennd við borgina á þessum maídegi, knúði hann hestana svo hart fram, að honum tókst að lokum að komast fram úr hinum vagn inum, en honum ók roskinn mað j ur, sem varð öskugrár af reiði, er kona Sir Johns leit á hann af fyrirlitningu er maður henn-' —__ Qm Hvað áttu við með þvi að segja að þú þolir ckki maura? ar ók fram úr. Hinn maðurinn ki.úði nú sína hesta sem mest hann mátti og fólk flýði í allar áttir, en Sir John hló dátt og sagði: — Blessað fólkið heldur, að við séum flóttafólk — og hinn veitir okkur eftirför. — Ökum við ekki fullhratt? spurði Karólína. Englendingurinn fór að hlæja: — Eruð þér hrædd? Hann sneri sér að konu sinni, að því er virtist til þess að segja henni, að unga franska konan væri skelkuð, og varð Karólína æf af reiði, er hún sá háðslegt tillit hinnar ensku konu. Henni sveið, eftir allt sem hún hafði orðið að þola og marg oft sýnt, að hún bjó yfir kjarki, að litið var á hana sem hug- leysingja. — Það er annars eins og það á að vera, að þér séuð dálítið smeyk, sagði Sir John, hrað- aksturinn hafði þau áhrif á Þegar Tarzan hafði fundið og fylgt eftir sporum pardursdýrs- ins kom hann brátt s“ sasiiri sem var mikið særður eftir klær villidýrs. Apamaðurinn reyndi eftir föng um að hjúkra særða manninum og linna kvalir hans. Hann tíndi nokkur lyfjagrös og gaf ókunna manninum cg brátt sá hann að hjúkrun hans hafði borið árang- ur, því að maðurinn gaf frá sér lágt hljóð — hann hafði raknað við. hann, að hann varð stöðugt æst- ari. Konan mín er ekki hrædd, en mér finnst það rangt, ókven- Tegt... Karólína svaraði engu þegar í stað, en eftir nokkra þögn sagði hún, að hraði skelfdi hana ekki — hún hefði orðið að ríða þeysireið — með lögreglu og lýðveldissinna á hælum sér og lent í mörgum hættum. En Sir John sagði, að allt franskt flóttafólk hefði frá slík- um ævintýrum að segja. í þessum svifum var hinn vagninn kominn á hlið við vagn Sir Johns og var svo nálægt, að við árekstri lá. Framundan á veginum var stór flutningavagn með hlassi, og var tveimur ux- um beitt fyrir hann. Annar hvor varð að hægja á sér, Sir John eða keppinautur hans, en hvor- ugur gerði það, — hvor um sig reyndi að verða fyrri til og kom ast fram úr flutningavagninum, og Karólína var ekki í vafa um hversu fara mundi, og þegar hún hentist úr vagninum við á- reksturinn, hrópaði hún: — Gaston! Þegar hún kom aftur til með- vitundar þekkti hún í byrjun ekkert af því fólki, sem í kring- um hana var, og tautaði fyrir munni sér: — Ég er víst mikið meidd. Hún heyrði eitthvað sagt á ensku, sem hún skildi ekki, og svo heyrði hún rödd, sem hún þekkti, rödd Sir Johns: — Það er alls ekki svo — þér eruð ekki hættulega meidd. Hún leit í áttina til hans með erfiðismunum. Hann stóð bros- andi við rúmstokkinn með bindi um höfuðið. Karólína lá við gráti. Hún var sannfærð um, að hinu sanna væri haldið leyndu fyrir henni. KALLI supes filmu- fiskurim? Drengju ferry- lenebuxur Barnasagai — Ég get víst engar vonir gert mér ... ? Þegar lestin til Batavariu stanz aði aftur leit Kalli út um glugg- ann í von um, að nú væru þeir komnir til höfuðborgarinnar. En litla þorpið líktist alls ekki höfuð borg, og Kalli ætlaði að fara að setjast aftur, þegar hann sá að mikil læti voru á brautarpallin- um. „Tíuþúsund hákarlar, komið o'g sjáið, meistari, það er verið að varpa manni fyrir borð“. hrópaði har.n. Sér til mikillar undrunar sá hann, að maðurinn var enginn annar en sá, sem stuttu áður hafði komið í klef- ann þeirra til að forvitnast um hagi þsirra. Farþeginn, sem hafði fengið svo slæma meðferð, var skilinn eftir á stöðinni, og þar stóð hann og talaði í tækið sitt meðan lestin rann af stað. Stuttu síðar sást til helíkopters, sem lækkaði óðum flugið, lét reipi síga niður og halaði manninn upp í því, en fólkið á stöðinni gapti af undrun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.