Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 10
V í S I R . Miðvikudagur 7. nóvember 1962 pniímiiwiiiiiii inwmi'iwiiiniiinfii í BORG - Framhalct at bls 6 konu þárna eru hamrabjörg, ókleif venjulegum mönnum ísi- og snævi þaktir tindar, allt að þriðjungi hærri en Öræfajökull, grasi grónar grundir með sæg af rólyndum kúm á beit, eða fólki við slátt, þar er líka gnægð skógi vaxinna hlfða, en þess á milli '-.rikadalir með giljum og gljúfr- um, sá hrikalegasti þeirra heitir Helvítis dalur. Hann ku gefa mik- ið innsýn í framtíðarstaðinn með sama heiti, enda er hann fjölsótt- ur mjög. En í Garmisch-Partenkirchen er einnig hugsað um þá sem eru mik ið yfir 100 kíló að þyngd eða þá latir sem því svarar, þvf ég veit ekki hvort það er nokkurt fjall þar í grennd, sem ekki gengur ein hvers konar braut á — aðrar þó en bílabrautir — þetta eru alls konar brautir, tannhjólabrautir, svifbrautir, dráttarbrautir og hvað þær allar heita. Frægust þeirra allra er brautin upp á Zugspitz, liæsta tind Þýzkalands, sem er í 2966 metra hæð. Sú braut var opnuð til umferðar árjð 1930 eftir mikinn gný og hatröm mótmæli f jallgöngu-. og klifurgárpa, svo og annarra náttúruverndarmanna, sem sáu og heyrðu rautt þegar minnzt var á brautaríagninguna. Fyrir þeim var þetta áþekk helgi- spjöll og fyrir okkur íslendingum, þegar minnzt er á virkjun Gull- foss. En tæknin virtist hvarvetna ætla að sigra rómantfkina, þannig var það a. m. k. á Zugspitz. Og nú er ferð á þetta fjall — þótt í tannhjólabraut sé — talinn einn mesti ferðaviðburður sem þýzkur maður getur lifað i heimalandi sínu. Bækur — Framh. af bls. 4 höfundar eru: Árelíus Níelsson, Einar Ásmundsson, Einar Kristjáns son, Eirikur Sigurðsson, Hólmgeir Þorsteinsson, Ingólfur Kristjáns- son, Kristján frá Djúpalæk, Magn- ea Magnúsdóttir, Páll Kolka, Rós- berg Snædal, Sigurður Einarsson, Stefán E. Sigurðsson, Stefán á Svalbarði, Sveinn Víkingur og Þor- steinn Stefánsson. Margir þessára þátta eru sér- stæðir og stórvel skrifaðir, og þykjumst við mega vænta, að marga fýsi að kynna sér þá, enda eru slfkir menningarþættir yfirleitt eftirsótt lesefni. Verði þessari bók svo vel tekið sem við væntum, hefir útgáfan í hyggju að halda áfram á sömu braut á næstunni LÁRA MIÐILL. 1 bók þessari gerir séra Sveinn Víkingur grein fyrir helztu tegund- um sálrænna eða dulrænna fyrir- brigða, en þau eru skyggni, dul- heyrn, fjarhrif, hlutskyggni, for- vizka, ósjálfráð skrift, hreyfifyrir- bæri, líkamningafyrirbæri, hug- lækningar o.fl. og drepur á þær helztu skýringar, sem fram hafa komið. Síðan lýsir hann æskuárum frú Láru og fyrstu kynnum hennar af sálarrannsókpum. Þá er ^cafli um frásagnir sjónar- og heyrnarvotta. Má þar m.a. nefna kaflana Dul- skyggni, Margt veit Lára, Hvern- ig vissi Lára þetta?, Skjölin hans fa, Hvarf Guðmundar, Einkenni- legt atvik, Sjúkdómsgreining Læknuð taugagigt, Bamið á fjöl- inni o. fl. Þá er fjörlegt samtal höfundar við Láru, og ber þar margt á góma. Höfundur lýkur bókinni með al- mennum hugleiðingum um dulræn fyrirbrigði og þær freistingar, sem fólki, gæddum miðilshæfileikum, geta verið búnar. Frá hendi höf- undar er bókin gerð úr garði af þeirri vandvirkni og snilldarbrag, sem hann er landskunnur fyrir. Sícornmíanalíf. Pað leiðir af sjálfu sér að bæi sein hýsir svo marga framandi gesti ár hvert að nemur þreföld- um íbúafjölda Reykjavíkur, verð- ur að geta boðið upp á hvers kon- ar menningarleg gæði, auk venju- legra lífsþarfa. Þarna er vel fyrir öllu hugsað, ekki einungis með hvers konar verzlanir sem bjóða dýrustu lúxusvörur og tízkuvörur, sem þekkjast á heimsmarkaðnum. Knæpur og krár eru hvarvetna um allt miðbik bæjarins og víðar þó. Þarna eru lystigarðar þar sem stórar hljómsveitir leika daglega, eða jafnvei oft á dag. Á eina hlust aði ég þar sem hljóðfæraleikar- arnir voru allir í bæjerskum þjóð- búningum, skrautlegum stuttbux- um og jökkum með fjaðrahatta á höfði. Þeir létu það ekkert á sig fá, þótt ausandi rigning væri úti — og hlustendur ekki heldur. Stórt og vandað leikhús er í bæn- um og þangað ferignir leik- og söngkraftar, ekki aðeins víðs veg- ar úr Þýzkalandi, heldur og ýmsir beztu kunnáttumenn heims á sviði þessara lista. Hér í þessu umhverfi átti og einn mesti tón- smiður þessarar aldar heima og samdi hér tónsmíðar sínar. Það var Richard Strauss. Ég heimsótti skemmtistað í Garmisch-Partenkirchen, sá stað- ur heitir „Bóndi“ og skemmtiatr- iðin eru að langmestu þjóðlegs eðlis, þjóðdansar, jóðl og önnur þjóðlög, ýmist sungin eða leikin. Efnisskráiri var að mínum dómi með þvf bezta, sem ég hef nokk- urs staðar séð eða heyrt á skemmtistað. Sérstaklega var mér þó minnisstætt eitt atriðið, er hljómsveitarstjórinn kallaði á þemu, sem gekk um beina i saln- um og bað hana að syngja lag fyrir gestina. Þeirri „bassa“-rödd, sem kom úr barka hennar, fæ ég seint gleymt. Stemningin er niikil og lýkur venjulega með því að erfitt er að greina hvort það eru gestirnir sem stjórna skemmtiatr- iðunum eða skemmtikraftarnir sjálfir. Gestgjafinn kvaðst líka verða að biðja gesti sína þeirrar vinsamlegu bónar að stela ekki dansmeyjunum frá sér fyrir fullt og allt og kvænast þeim, eins og oftlega hafi þó komið fyrir. I tilefni af þessu hefur mér kom ið til hugar hvaða vettvangur væri fyrir þjóðleg skemmtiatriði í íslenzku veitinga- eða skemmti- húsi. En líklega er þar um býsna fátæklegan akur að ræða. Eigum við þjóðdansa? Eigum við fjörleg og upplífgandi þjóðlög á borð við bæjersku þjóðlögin? Við eigum jú stemmur og rímnalög, við getum sýnt glímur og gamlan bónda taka f nefið eða sjómann tyggja skro. Svo eigum við eitthvað af harmonikulögum eftir 12. septem- ber, eða heitir hann kannski 30. febrúar? En þar með eru þjóðleg- heitin á skemmtisviðinu talin upp, og ég er ekki viss um að þau myndu skapa sérstaka stemningu. Óþekkt þorp. En við skulum víkja aftur að Garmisch-Partenkirchen. Fram eftir öldum eru þetta tvö lítil og fátæk fjallaþorp — annað hét Garmisch, hit* Partenkirchen. Þar bjuggu hjarðmenn og bændur og lífsbaráttan var hörð. Enginn veitti þessum tveimur fámennu þorpum, öðrum fremur, athygli Enginn vissi að þau hefðu neitt til ágætis umfram önnur þorp nema ef síður væri. Þau lágu ills við ræktun og samgöngum, vet- urinn var snjóasamur og harður og það var af einskærri tryggð að ibúarnir yfirgáfu ekki þetta harð- býla land, umlukið hrikafjöllum og jöklum. Á öldinni sem leið taka menn að veita heilsubrunnum athygli Það er hafin meira eða minna skipulögð leit að þeim um þvert og endilangt Þýzkaland. Suöur í Garmisch-Partenkirchen finnst i >líkur heilsubrunnur — og það er upphafið að auð og velgengni íbú anna þar. Þó eiga þeir enn við ramman reip að draga, einkum vegna þess að staðurinn er af- skekktur. Það var langt að fara þangað og heilsulindir í Mið- Þýzkalandi, sem lágu í meira þétt- býli og betur við samgöngum, urðu eftirsóttari og vinsælli. Kringum þá staði myndaðist fljótt auður og velgengni og peningarn- ir voru notaðir til að reisa veg- legar hallir og baðstaði, til að koma upp skrúðgörðum og skemmtistöðum. Allt til að draga æ fleiri gesti að. Garmisch-Parten- kirchen hélt áfram að vera fá- tækt og íbúarnir urðu enn sem áður að lifa hjarðmennsku og harðbýlum sveitabúskap. Vetraríþróttir valda tímahvörfum. Seinna, einkum í byrjun þess- arar aldar, kemur nýtt atriði til sögunnar. Það er heilnæmi fjalla- loftsins. Enn beinast augun að fjallaþorpunum í Suður-Bæjern. Það rísa hægt og sfgandi upp heilsuhæli fyrir berklasjúklinga, taugaveiklaða og aðra sjúklinga hingað og þangað, en þó ekki frekar í Garmisch-Partenkirchen heldur en öðrum stöðum þar syðra. Svo hefur skíðaíþróttin innreið sína í Mið-Evrópu og þá þarf ekki lengur að sökum að spyrja. Eng- um duldist það, að umhverfi Gar- misch-Partenkirchen var hið á- kjósanlegasta skíðaland. Nokkru eftir 1930 er sú ákvörðun tekin af Alþjóða-Olympíunefndinni, að Olympíuleikirnir 1936 skuli haldn- ir í Þýzkalandi, og staðurinn sem varð fyi ali vetrarleikanna var umhverfi þessara tveggja litlu þorpa, Garmisch og Partenkirchen á landamærum Þýzkalands og Austurríkis. Árið áður en leikirnir voru háð ir, voru þessi tvö þorp sameinuð og hafa síðan verið eitt bæjarfélag með sameiginlegri bæjarstjórn, en áður var mikill rígur milii þorp- anna og ekki laust við að hans gæti í sumum efnum enn. Enn með hjarðmennskusvip. Bíla- og benzínsalan VITATORGI S'imar 23900 og 14917 -BÍLAVAL- Nýi sýningarbíllinn DKV (Das Kleine Wunder) frá Mercedes Benz verksmiðjunum er til sýnis og sölu á sölusvæði okkar í dag. Kynnið yður hina hagstæðu skilmála. B I L A V A L Laugavegi 90—92, símar 18966, 19092 og 19168. N SEIUR 8, ^ Fíat ’62, gerð 500, keyrður 450 kílómetra. Verð samkomulag. — Volkswagen ’55 keyrður 60 þús„ svartur, kr. 55 þús. Fiat 600 ’58 verð kr. 50 þús. samkomul. Dadge ’48, á góðu verði ef samið er strax. pr. mán. — Opel Kapitan ’56, einkabíll, verð samkomulag. — Opel Caravan ’55. góðu standi. Verð kr. 40 þús. útb. að mestu. Fiat 1100 ’57 fallegur bíll kr. ’55 þús. Samkomulag. Fiat Station 1100 ’59. Vill skipta á nýjum 4—5 manna bíl. — Ford Station ’59 fallegur bíll, samkomul. Volkswagen ’60 skipti á VW ’63 Volkswagen ’59 með öllu tilheyrandi. Útborgun 90 þús. — Ford Soriac ’55 kr. 65 þús. .fallegur bíll Opel Caravan '60, skipti æskileg á 4—5 manni bíl, helzt VW ‘55—'56. Opel Caravan '59 kr 115 þús útborgun Opel Caravan '54 kr. 35 þús.. samkomul. Þarf lagfæringu . Ford ’57 6 eyl. beinsk. (ekki taxi) má greið- ast með fasteignatryggðum veðbréfum. — Marcedes Benz 18—220 gerð Dodge ’48 mjög þokkalegur kr. 25 þús. (minni gerð) Ford ’59 vörubfll, verð samkomulag. Mercedes Benz ’60 5]/2 tonn. Verð kr. 250 þús. útb. Hefi kaupanda að nýlegum Samia Vabis. Fiat ’59 gerð 1100 gullfallegur bíll tilboð óskast. Ford Mercury 4 dyra ’52 kr. 50 þús. útb. 20 samkomulag um eftirstöðvar. Fiat 1800 station, Verð samkomulag. Volkswagen ’63 aðeins keyrður. Verð samkomui - Hefi xaupanda að Mercedes Benz '62—’63 220. Plymouth station '58, gott verð et samið er strax Consul 315 '62, samkomul. skipti koma ti) greina á Volkswagen '56. Ford Taunus ’60. Verð samkl Dodge 2ja dyra ’56 fyrir fasteignabréf. Gjörið svo vel. komið með bílana — og skoðið bflana á staðnum. BIFREIÐASALAN. Borgartúni 1 Simar: 18085, 19615 og 20048 Laugavegi 146 Sími okkar er 1-1025. Með þessari ákvörðun um val Garmisch-Partenkirchen fyrir mestu vetraríþróttaleiki veraldar var framtíð landsins ráðin um alla framtíð. Þarna risu upp mestu mannvirki á slnu sviði sem til eru í Þýzkalandi, og þau eru í notkun á hverjum vetri síðan. Þar hefur þvl myndazt betri aðstaða til vetr- aríþrótta og kappleikja heldur en á nokkrum öðrum stað í Þýzka- Iandi, og það hefur gefið drjúgan skilding í pyngjur íbúanna, sem nú mega allir heita auðmenn, enda vart fundinn auðsælli staður og með jafn almenna velmegun sem Garmisch-Partenkirchen. ' En þrátt fyrir það þótt Gar- misch-Partenkirchen sé í vitund og á vörum hvers einasta manns í Mið-Evrópu, sem eitthvað veit um skíða- eða skautaíþrótt, þrátt fyrir það að Garmisch-Partenkir- chen sé fjölsóttasti vetraríþrótta- staður Þýzkalands og þrátt fyrir bað að íbúarnir lifi allir af þeim ;ökum í vellystingum praktug- ega, þá hefur þetta fallega og elskulega þorp engan veginn tap- að eigind sinni eða upprunalegum blæ. Hjarðmennskan býr enn í íbúunum sem áður, fjóshaugarnir liggja út að götunum með sínum rómantíska „ilrni”, bjöllurnar á sellíúnum klingja frá morgni til kvölds og hindahjarðirnar sjást á beit upp um hlíðar og hjalla, rétt eins og í sveit heima á íslandi. Þ. J. Höfum I dag og næstu daga til sölu: Ford-stadion 1955 á hagkvæmu verði og greiðsluskilmálum Ford- Prefect, 1946 óskaað eftir staðgreiðslutilboði. Opel-Rekord, 1957, góður bíllw 80 þús., útb. 40 þús. kr. Volkswagen allar árgerðir frá 1954 til 1962. Volkswagen rúgbrauð, fiestar árgerðir. Mercedes-Benz flestar gerðir og árgerðir. Moskwitch og Skoda bifreiðir allar árgerðir. Opel og Ford-Taunus flestar árgerðir. Auk þessa 4 mjög fjölbreyttu úrvali allar gerðir af 6 manna bifreiðum, sendi — station og vörubifreiðum. Áhrezia lögð á lipra og örugga þjónustu. BÍLASALAN ÁLFAFELLI Hafnarfirði Sími 50518 Volkswagen ’57 ’59 ’62. Opel Capitan ’60 Merceder Benz flestar ár- gerðið. Chervolet ’55 fólks- og station. Góðir bílar. Skóda fólks- og stadionbílar. Consul og Zephyr ’55. BÍLASALAN ÁLFAFELLI Hafnarfirði . Sími 50518 BILA OG BlLPARTASALAN Hötum til sölu m a.. Dogde '55 einkabíl skipti æskileg á íóðum 4 manna bí) 58 60 Ford 55 station skipti æskileg á fólksbfl - 20 tommu ford felgui með dekkjum. skiptí- drifs riausing og góðai sturtur af 4 tonna bfl. Hellisgötu 20, Hafnarfirði, sími 50271, Hjlolbarðaverkstæðið Millan Opm tllp daga trá kl 8 að morgni ti) ki 11 að kvöldl. Viðgerðn á alls xonai njólbörðum - Seljum emnig allar stærðn hjólbarða - Vónduð vinna. — Hagstætt verð. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.