Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 6
6
Garmisch-Partenkirchen
heitir bærinn eða þorpið
eða hvað maður vill kalla
staðinn. Ferðamannabær
kemst sennilega næst því
að tákna það raunveru-
lega í þessu efni.
Mér datt Siglufjörður í hug
þegar ég kom til Garmisch-
Partenkirchen. Bærinn liggur í
eins konar katli eða skvompu
sem er umlukt háum fjöllum á
alla vegu. Sá er þó munurinn þar
á að í Garmisch er enginn fjörð-
ur, en í staðinn fyrir fjörð er mik-
ið af sléttum túnum með kúa-
hjörðum og plankakofum. Þeir
minna á selin suður í svissnesku
Ölpunum. Maður þarf hvorki yfir
neitt Siglufjarðarskarð né Siglu-
fjarðarmynni til að komast til
Garmisch-Partenkirchen. Járn-
brautin vindur sig inn eftir þröng
um dal unz hún staðnæmist á á-
fangastað.Það er hálfrar annarrar
stundar ferð frá MUnchen þangað
með hraðlest.
En samlíkingin við Siglufjörð
er ekki búin með þessu. Hér er
bezta skíðaland Þýzkalands eins
og Siglufjörður er öðrum stöðum
fremri hér heima í þeim efnum.
Á Siglufirði er úrval beztu skíða-
manna Islands, í Þýzkalandi er
V í S I R . Miðvikudagur 7. nóvember 1962
Alls konar brautir, ýmiss svifbrautir, tannhjólabrautir eða aðrar brautir liggja upp á 7 eða 8 nærliggjandi fjöll við Garmisch — Partenkirchen
Sem dæmi um það hve ferðalangnum er gert auðvelt fyrir skal þess getið að höfundur þessarar greinar Kafði á þremur klukkustundum farið
upp á tvö fjöll í námunda við þorpið, annað í 1855 metra hæð yfir sjó, hitt 2966 metra, eða allt að þriðjungi hærra en Öræfajökull.
Til hægri. Það sem einkennir Garmisch-Partenkirchen umfram aðra mikilvæga ferðamannabæi Mið-Evrópu er það að þar sjást naumast stór
hótel. Hótelin eru að vísu mörg, en byggð í stíl og samræmi við aðrar byggingar þorpsins og skera sig í engu úr.. Fjallið til vinstri á mynd-
inni er Zugspitze, hæsta fjall Þýzkalands 2986 metrar að hæð.
það 1 Garmisch-Partenkirchen.
Mér var þetta raunar löngu ljóst,
en ég var vakinn til meðvitundar
um það að nýju þegar ég kom
inn í matsalinn á gistihúsinu þar
sem ég bjó. Allir veggir voru
þaktir með verðlaunaskjölum og
heiðursskjölum, ljósmyndum úr
vetraríþróttakeppni og verðlauna-
gripum. Það var rétt eins og
maður væri kominn inn á einka-
heimili einhvers siglfirzks skíða-
kóngs. Munurinn var þó sá að
þarna í gistihúsinu voru þessi
heiðurs- og verðlaunaskjöl ekki
undirrituð af Ben. G. Waage eða
forystumönnum skíðaíþróttarinn-
ar á íslandi, heldur af forystu-
mönnum alþjóðaleika, þ. á m.
Ólympíuleikanna í Oslo 1952,
ennfremur heiðursskjal persónu-
lega undirritað af forseta Þýzka-
lands, svo aðeins Htið eitt sé til-
greint af öllu þvl sem þar gaf
að líta.
Skýringin á öllu þessu var nær-
tæk, þvi að gestgjafinn í hótelinu
var tvöfaldur Olymplusigurvegari
frá 1952, auk annarra sigra, sem
hann hafði hlotið bæði í heima-
landi sínu og utan þess. Fyrir
frammistöðu sína og þá frægð,
sem hann hafði unnið heimalandi
sinu á erlendum vettvangi, hafði
forseti Þýzkalands sent honum
heiðursskjal þar sem hann var
kallaður einn af frægustu sonum
þjóðarinnar og alls heiðurs verð-
ur.
Tvær vertíðir
á ári.
Samlíkingu Garmish-Partenkir-
chen við Siglufjörð er enn ekki
lokið. Báðir staðirnir eiga sam-
merkt í því, að það eru vertíðir,
sem ráða þáttaskilum í llfi íbú-
anna. Á Siglufirði aðeins sumar-
vertíð að vísu, en þar syðra eru
íbúarnir þeim mun betur settir, að
þeir hafa bæði sumar- og vetrar-
vertíð, og báðar tiltölulega ör-
uggari og gönguvísari heldur en
sllragangan er allajafna fyrir
Siglufjarðarbúa.
Það er enn sameiginlegt með
inu hefur Siglufjarðarvertíðin eitt
fram yfir hina, og það er — þef-
urinn.
Svo að ég sleppi Siglufirði og
snúi mér heldur að Garmisch-Par-
tenkirchen, þá skal aðeins á það
bent hvílík auðsuppspretta staður
Á götu í Garmisch. Snyrtimennska og hreinlæti er þar mikið og allt
gert til að fegra og prýða þennan fjöllum lukta bæ á mörkum Þýzka-
lands og Austurríki.
Siglufirði og Garmisch-Partenkir-
chen, að báðir staðirnir yfirfyllast
á meðan vertíð stendur yfir, en
lognast út af I eins konar þyrni-
rósardoða þess á milli. Munurinn
á þessum vertíðum er aðeins sá,
að á Siglufirði veiða menn síld, en
I Garmisch-Partenkirchen eru
ferðamenn veiddir. Báðar gefa
þessar vertíðir mikið silfur og mik
ið gull I aðra hönd, en sú þýzka
vertíð þó sýnu meir. Að hinu leyt-
inn er fyrir þýzka rikið, því að
árlega koma þangað um 240 þús-
undir, gesta og þar af má reikna
með fimmta hlutanum semxútlend
ingum, er færa gjaldeyri inn I
landið. Það er ekki mikið til af
stórum hótelum I Garmisch-Par-
tenkirchen, hins vegar nokkuð af
litlum gistihúsum. Samt sem áð-
ur getur þessi bær, sem er að íbúa
fjölda ekki einu sinni þriðjungur-
inn af Reykjavík, hýst á 2. tug
þúsunda gesta I einu. Og meðaltal
gistinga þar á ári er hálf önnur
milljón. Þetta er hægt vegna þess
að tekið er á móti gestum I nær
öðru hverju húsi I bænum og
hvarvetna stendur letrað, ýmist
á hurðum eða I gluggum: Her-
bergi til leigu.
Elskulegur
staður.
í Sviss er það venjan að ferða-
mannastaðirnir og vetrarlþrótta-
staðirnir eins og t. d. St. Moritz,
Davos og aðrir slíkir eru þeir
dýrustu þar I landi hvað gistingu
snertir. Hér er þessu öðruvísi hátt
að. Gisting er yfirleitt mun ódýr-
ari en I borgum og bæjum I Norð-
ur og Mið-Þýzkalandi. Allra dýr-
ustu einsmanns herbergi I dýrustu
hótelunum kosta 20 mörk, og þvi-
líkt verðlag er ekki að finna nema
I einu einasta hóteli. Algengast er
verðið frá 6—12 mörk fyrir hvern
einstakling og mun ódýrara á
einkaheimilum, eða allt niður I
2,50 mörk, eða rúmar 25 íslenzkar
krónur. Það þætti ekki dýrt á
Hótel Sögu! Þegar hér við bætist
svo að ferðalög með járnbrautum
eða langferðabifreiðum í Þýzka-
landi eru tiltölulega ódýr, er I
rauninni ekki að undra þótt fólk
leiti á jafn elskulegan stað sem
Garmisch-Partenkirchen.
Ég sagði elskulegan stað, og ég
stend við það. Ég hef reyndar séð
eins mikla náttúrufegurð og það-
an af meiri I sumum öðrum Alpa-
löndum, eins og ítallu, Austurríki
og Sviss. En I Þýzkalandi hef ég
hvergi séð fegurri blett. Það gefur
líka Garmisch-Partenkirchen gildi
umfram ýmsa aðra ferðamanna-
staði I Ölpunum, að þar vanta að
mestu eða öllu þessi miklu risa-
hótel sem rúma mörg hundruð ef
ekki þúsund gesta samtímis og
setja óhugnanlegan misræmissvip
á allt umhverfi og landslag. Þess
gætir að vísu nokkuð I Garmisch-
Partenkirchen að mikið hefur
verið byggt þar hin slðari ár, og
það setur að sínu leyti svip á
staðinn. En hins ber líka að geta,
og það með nokkurri aðdáun, að
íbúarnir hafa gert sér far um að
byggja nýju húsin sín I samræmd-
um stíl við gömlu byggingarnar
að svo miklu leyti sem unnt er.
Að þessu leyti, ekki sízt, tel ég
Garmisch-Partenkirchen elsku-
legri ferðamannabæ heldur en
ýmsa þá, þar sem náttúrufegurð
er jafnvel enn stórbrotnari.
Helvíti
á jörðu.
Annað, sem mér þykir gott við
þá Garmisch-búa er það, hvað þeir
gera sér mikið far um að benda
fólki á gönguleiðir vítt og breitt
um umhverfið. Þar er líka af
mörgu að taka fyrir göngumann-
inn, hvort sem hann er klifur-
garpur á heimsmælikvarða eða
venjuleg 100 kílóa bjórvömb,
hvort sem hún er á karli eða
Framhuld á bls. 10
ÞORSTEINN JOSEPSSON:
Þættir fró Þýzkalandi — 2