Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 8
8 V í S I R . MiSvikudagur 7. nóvember 1962 Utgefandi: Blaðaútgatan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G Schram AðstoSarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Þrentsmiðja Vísis — Edda h.f Deilan um sildveiðikjörin Vetrarsíldveiðamar ættu að vera hafnar fyrir löngu, og mikill afli og góður ætti að vera kominn á land, en bátarnir liggja bundnir. Fyrir bragðið er út- séð um það, að við getum ekki staðið við samninga um síldarsölu til einnar Evrópuþjóðar, og samningar við fleiri munu í hættu, ef ekkert verður að gert, bát- arnir komast ekki fljótlega út. Sjómenn og útgerðarmenn gerðu í fyrstu tilraun til að jafna deilur sínar, en náðu ekki samkomulagi. Síðan hafa sáttasemjarar ríkisins haft málið til með- ferðar, og lögðu þeir fram sáttatillögu á sunnudag, og eiga aðilar að hafa tekið afstöðu til hennar nú fyrir kvöldið. Er því ekki enn vitað, hver orðið hafa örlög tillögunnar, en Alþýðublaðið komst svo að orði í gær, að ólíklegt væri, að sjómenn samþykktu tillöguna. Reynist sú spá rétt, heldur deilan áfram um óákveðinn tíma, ef ekki verður gripið til annarra ráða til að bindá enda á hana. Fyrir aðeins örfáum dögum síðan bað einn af embættismönnum Pek- ingstjórnarinnar í sendi- ráði hennar í Svíþjóð um hæli sehi pólitískur flóttamaður. Hann er fyrsti embættismaður Pekingst j órnar innar sem biður um hæli sem flóttamaður í Evrópu. Það var hinn 27 ára gamli öryggismálafull- trúi sendiráðsins, Chao Fu, sem hlut átti að máli. Þótt Chao Fu sé ungur að árum hefur honum á þeim skamma tíma, sem hann hefur verið meðlimur kommúnista- flokks Kína — 6 ár — tekizt að marga eins og skepnur. Þessi nauðungarvinna var skipulögð í nánd við Hochiang, sem er skammt frá landamærum Kína og Ráðstjórnarríkjanna. En þeg ar Chao Fu kom til Svíþjóðar varð honum fyrst svo ljóst sem verða mátti að frelsið mundi aldrei eiga sér viðreisnarvon í Kína, undir kommúnistiskri stjórn. Sem öryggismálafulltrúi var Chao Fu einn þeirra þriggja, sem mátti fara alveg frjáls ferða sinna til og frá sendiráði Rauða Kína í Stokkhólmi. Hinir tveir voru sendiherrann og einn af aðalembættismönnum sendi- ráðsins. Chao Fu hefur sagt frá því að tvisvar í viku hafi starfs lið sendiráðsins orðið að setjast á skólabekk og hlýða á póli- tíska fyrirlestra, tilsendra Kín- verja. Þetta var gert til að fá mótvægi gegn „áróðri óvin- anna“. I sendiráðinu var engum þolað að láta nokkuð misjafnt f ljós um ástandið í Kína. Þar ríkti algjör skoðanakúgun. Og allir njósnuðu um alla, eins og venjulegast er hjá kommúnist- um. Chao Fu ræddi nokkuð við blaðamenn um stefnu og skoð- anir Pekingstjórnarinnar í al- H''1rv: =j,- •. - ; B|^Íœ|Íjíl:!r ■ ■ ;.’ w HHfe ''yfá:-1' ff,; wWm Chao Fu stjórnin að Sovétbúar snúi baki við stefnu Krúsjeffs og taki aft- ur upp þráðinn þar sem honum var sleppt með valdaafsali Mal- enkovs. Hann kvað Peking- stjórnina hafa verið grama yfir vopnasendingum Sovétstjórnar- innar til Indverja, og telja þeir það brot á vináttusamningi Kínverja og Rússa. Annars taldi hann Kínverja aðeins hafa ráð- izt inn í Indland til að koma FYRSTI Kínverjinn á fíóttn Mönnum er í fersku minni, að ríkisstjórnin setti lög um gerðardóm í deilu þeirri, sem upp kom um kjör sjómanna á sumarsíldveiðum. Þá var komið í óefni, og ekki horfur á öðru en að síldveiðar mundu engar verða, þjóðarbúinu og einstaklingum til óbætanlegs tjóns. Með aðgerðum sínum bjargaði stjórnin því síld- veiðunum og ber henni heiður fyrir einurð sína í mál- inu. Afli varð mikill og hlutur flestra sjómanna góður, þótt' kommúnistar reyni vitanlega að slá ryki í aúgu sjómanna og telja þeim trú um, að mikið gerræði hafi verið á þeim unnið. En kommúnistar geta þess ekki, að ef gerðardómurinn hefði ekki verið settur, hefði alls ekki orðið um neinar sildveiðar að ræða. Verði sáttatillagan, sem nú er um að ræða, felld, virðist komið í sama óefni og á síðasta vori. Ekkert blasir við nema að bátarnir liggi bundnir áfram og síldin verði látin afskiptalaus í sjónum. Spurningin er þá, hvort betra er, að sfldveiðar Ieggist niður eða deil- an verði Ieyst með öðrum hætti. Engum blandast hug- ur um, að þjóðin hefir ekki efni á að missa af sfldar- aflanum. Óskir kommúnista Það er hins vegar von kommúnista, að ekki verði um neinar vetrarsíldveiðar að ræða að þessu sinni. Þeir vinna nú að því öllum árum að beita öllu afli sínu að þessu marki. Það er alkunna, að þeir láta sig þjóð- arhag engu skipta, og barátta þeirra í þessu máli eins og öllum öðrum miðast við að vinna tjón og ekkert annað. ... . i§ li m vinna sér virðingu yfirmanna sinna, en það hefur leitt til þess að honum hafa verið fal- in ábyrgðarmeiri störf á hend- ur. En nú er framaferli hans í þjónustu Pekingstjórnarinn- ar lokið. Framundan bíða hans uggvænlegir tímar. Auk þess sem hann er sjálfur í lífshættu eru kona hans og móðir I stöð- ugri hættu, vegna þess að þær urðu eftir bak við bambus- tjaldið. Chao Fu var lengi búinn að hugsa málið, áður en hann ákvað að leggja á flótta úr sendiráðinu. Hann lét sér ekki nægja að biðja um hæli í Sví- þjóð heldur flúði hann alla leið til V-Þýzkalands um Danmörku og gaf sig á vald yfirvöldunum 1 Miinchen. „Ég var orðinn sann færður um að kommúnismínn gæti ekki bjargað Kína“, sagði Chao Fu, í viðtali við blaða- menn. Kjör verkamanna I Sví- þjóðyopnuðu augu mín. Honum varð einnig ljóst að endurtek- inn uppskerubrestur í Kína var ekki aðeins náttúruhamförum að kenna, eins og kommúnista- stjórnin lét í veðri vaka. Skipulag uppskeruaflanna hafði brugðizt. Kommúnisminn sjáif- ur átti sckina. En það var fyrst árið 1960 sem Chao " i tók að efast um gildi kommúnismans. Þá starfaði hann í sérstök- um nauðungarvinnubúðum, sem lágt settur embættismaður. Þar var 300 þúsundum manns pískað Ut og farið með þá þjóðamálum. Hann taldi það vera heitustu ósk Pekingstjórn- arinnar að Sovétríkin biðu lægri hlut í átökum við Vesturveldin. Leiðtoga Pekingstjórnarinnar dreymir um að verða Ieiðandi meðal kommúnista í heiminum. Jafnframt vonar kommúnista- fram breytingum á landamær- unum. Chao Fu fór til Bandaríkj- anna stuttu eftir að hann hafði verið yfirheyrður í Hamborg.Þar mun hann veita margvíslegar upplýsingar um störf og stefnu Pekingstjórnarinnar. Stöðvast seðlapress- urnar í Bretlandi? Myndamótasmiðir þeir, sem starfa við myntsláttu Breta- drottningar, hóta nú að orsaka seðlaskort í Bretlandi. Menn þeir, sem hér er um að ræða, eru aðeins sex að tölu, en þeir gegna miklu trúnaðarstarfi, því að þeir gera öll myndamót, sem brezkir peningaseðlar eru prentaðir eftir. Er þetta mjög vandasöm vinna, því að engin myndamótagerð krefst eins mik illar vandvirkni og þessi, en samt hafa myndamótasmiðir þessir ekki fengið neina launa- hækkun í tvö ár, þótt aðrir hafi fengið Lækkanir. Hvernig sem þeir hafa reynt, hefir þeim ekki tekizt að fá rétt yfirvöld til að taka kröfur sfnar til athugunar. Er nú þolinmæði þeirra svo á þrotum, að þeir háfa tilkynnt, að þeir muni ekki vinna eftir- vinnu. fvrri en kröfur þeirra hafa verið teknar til athugunar. Venjuleg vinnuvika er 47 stund ir, en þeir hafa verið beðnir að bæta við sig 8 stundum í yfir- vinnu á viku. Þessu neita þeir, og eru nú ekki framleidd eins mörg myndamót til seðlaprent- unar og nauðsynlegt er. Þykjast menn í Bretlandi sjá fram á, að skortur kunni að verða á pen- ingaseðlum, ef engin breyting verður á þessu bráðlega. V.-Þjóðverjar fjölmennir Samkvæmt áætlunum hag- fræðideildar Sameinuðu þjóð- anna munu Vestur-Þjóðverjar verða orðnir 62 milljónir að tölu árið 1975. Eins og nú standa sakir eru íbúar Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar 57 milljónir, og eru þeir þar með fleiri en nokk ur þjóð önnur f Vestur-Evrópu, því að jafnvel Bretar eru færri. Þeir voru við manntal á síðasta ári 52,7 milljónir. ítalir eru næstir þeim eða 51, 3 milljónir og síðan koma Frakkar með 46 milljónir manna. f aðeins átta ríkjum heims eru íbúar fleiri en í Vestur- Þýzkalandi, og eru þau þessi: Kína 673 milljónir manna, Ind- land 432 milljónir, Sovétríkin 218 milljónir, Indónesía 95,9 milljónir, Bandaríkin 183 millj., Pakistan 94,6 millj., Japan 94,1 milljón og Brazilía 70.5 millj. 11 l I i 'I'LT 1 V fI I ■ ú.v' I ' I : í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.