Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 7. nóvember 1962
Fannst í
dásvefni
í nótt fannst sofandi maður við
Reykjavikurhöfn og virtist hann
vera í þungum dásvefni.
Maður þessi fannst liggjandi á
Loftsbryggju og við hlið hans
fannst tómt gjas sem virtist vera
undan pillum, en meira var þó ekki
vitað um innihald þess.
Lögreglan flutti manninn í slysa-
varðstofuna og síðan var hann
fluttur í Landspítalann.
Beitusíld ú
þrotum
Beitusíld er nú nær algerlega á
þrotum, að því er Vísir frétti í gær
frá Akranesi.
Það eru því ekki líkur fyrir, að
hægt verði að láta báta — komist
þeir ekki á sjó vegna óleystrar
síldveiðideilu — fara á Iínu, því
að nær engin beitusíld er til sem
fyrr segir.
Góðir hugur í
Eyjufirði
’ <•>*■ iii i'
Akureyri í morgun.
Hiáka hefur verið á Norðurlandi
það sem af er þessari viku. Hefur
veður samt verið þurrt, en hlýtt og
snjór hefur mikið sjatnað.
Jörð hefur mikið komið upp við
þessa hláku, en annars hafði ekki
tekið fyrir haga í Eyjaíjirðinum og
er lítið sem ekki farið að gefa fé
enn sem komið er.
Læknadeilan:
Séra Jakoh vill
stuðla að sættum
Blaðið hefur frétt að séra
Jakob Jónsson, sóknarprestur i
Hallgrímsprestakalii, hafi snúið
sér til deiluaðila í Iæknadeil-
unni og óskað eftir að fá að
hafa með þeim fund, til að
ræða sáttamöguleika. Mun séra
Jakob telja að þetta mál snerti
starf sitt, þar sem það getur
haft veruleg áhrif, ekki aðeins
á likamlega heilsu fólks, heldur
einnig andlega.
Mun séra Jakob hafa hug á
að ræða við fulltrúa ríkisstjóm
arinnar, læknana og BSRB um
þetta mál, en fundur hefur enn
ekki verið haldinn.
Þess má geta að þrjú af þeim
sjúkrahúsum, sem læknadeilan
hefur áhrif á, eru í Hallgríms-
sókn, og í að minnsta kosti
einu þeirra messar sr. Jakob
reglulega.
Síldveiðideilan:
Talning í fyrsta
lagi annað kvöld
Ásmundur Eiríksson Ies ritningarstað inn á símsvarann. (Ljósm.
Vísis, I. M.)
BS
Orð iífsins" í sima 24678
Ef menn hringja í síma 24678,
svarar karlmannsrödd og segir:
„Orð lífsins. Daginn eftir hafði
hann í hyggju að fara af stað til
Galileu og hitti Filipus og Jesús
sagði við hann: Fylg þú mér“. JRitn
ingargrein þessi er í fyrsta l^apí-
tula Jóhannesarguðspjalls, 45. vers
Heldur síðan röddin áfram og les
allt til 52. vers.
Hér er um að ræða nýja jrjón-
ustu, sem tekin hefur verið upp af
Fíladelfíusöfnuðinum. Er þetta í
sama formi og tíðkast víða erlend-
is. Röddin tilheyrir Ásmundi Ei-
ríkssyni. Les hann inn nýja ritn-
ingargrein á hverjum degi og er
tilgangurinn, að því er hann segir,
„að koma orði Guðs út á meðal
fólksins"
Við hittum Ásmund að máli í
morgun og spurðum um tildrög að
þessu. Sagði hann svo frá. „Fyrir
stuttu síðan vaknaði ég um miðja
Framh. á 5 sfðu
Atkvæðagreiðslunni um miðlun-
artillögu sáttasemjara í síldveiði-
deilunni var langt komið í félög-
um útvegsmanna árdegis í dag.
Atkvæðagreiðslum í sjómanna-
félögunum mun ekki verða lokið
fyrr en í kvöld kl. 10. — Væntan-
lega tekst að flytja gögnin frá
hinum ýmsu stöðum á morgun
hingað og í hendur sáttasemjara
og er það undir því komið hversu
vel það gengur hvenær talning
getur hafizt, en það verður greini-
lega í fyrsta lagi annað kvöld.
Nóg síld f sjónum.
Að því er Vísi var tjáð í viðtali
við Akranes í morgun mun vera
nóg sfld á þremur stöðum, Sel-
vogsgrunni, við Eldeyjardrang og
út af Jökli.
Bátur farinn á
sjó til sfldveiða.
Vísir hefur frétt, að einn Sand-
gerðisbátur hafi farið til sfldveiða
í gær með hringnót. Bátur þessi er
ekki innan samtaka LIU, hét áður
Hjálmar og var keyptur til Sand-
gerðis frá Neskaupstað s.l. vor.
Þetta er 80 lesta bátur.
Blaðið fékk staðfestingu á því í
morgun, að báturinn hefði farið út
til síldveiða í gærkvöldi, en hann
var á leið inn er blaðið átti viðtal
við Sandgerði um kl. 11 árd. og
hafði ekki getað athafnað sig
veðurs vegna.
43 söluferðir á
tveim mánuðum
í september og október fóru is-
lenzkir togarar 43 söluferðir með
afla til Bretlands og Vestur-Þýzka-
lands.
I september voru farnar 10 sölu-
ferðir til Vestur-Þýzkalands, .og
var aflinn 1282 lestir, en fyrir það
magn fengust 1,244,000 mörk eða
13,3 milljónir króna. I' sama mán-
uði var farin ein ferð til Bretlands
með«ft!49,8 smálestir, og fyrir þann
famvrffengust 10,244 sterlingspund.
í október voru söluferðir hins
vegar margfalt fleiri, því að til
Vestur-Þýzkalands fóru togararnir
29 ferðir og varð aflinn tæplega
3900 lestir, en verðmætið nam
rúmlega 2,9 milljónum marka', en
það samsvarar 32 milljónum ísl.
króna. I þeim mánuði fóru þrír tog-
arar til Englands með 346 lestir, j
sem þeir seldu fyrir 23,940 sterl- j
ingspund, en það er 2,9 millj. kr.
Sakfelldur fyrir uð kveðja
ekki lögreglu á vettvang
í Sakadómi Reykjavíkur var í
gær kveðinn upp dómur, þar sem
ákærður var sýknaður af því að
hafa verið valdur að slysi, en var
hins vegar sakfelldur fyrir það að
hafa farið á brott af slysstað án
þess að kveðja lögregluna á vett-
vang.
Slys þetta skeði að kvöldi 29.
júní sl. á móts við Efstasund 78.
Fólksbifreið var á leið norður
Efstasundið og ökumaður nýbúinn
að aka af stað. Hann var sam-
kvæmt eigin sögn, svo og sjónar-
votts á mjög hægri ferð.
Þegar ökumaðurinn var kominn
j á móts við fyrrnefnt hús stóð bif-
og lenti fyrir vinstra framhjóli bif-
reiðarinnar sem þá bar að í sömu
svipum. Við áreksturinn fótbrotn-
1 reið þar á götunni. En í þann mund
j sem hann var að komast móts við
framenda hinnar kyrrstæðu bif- aði drengurinn.
reiðar, hljóp drengur á 3. aldurs- Ökumaðurinn taldi s._ .kki hafa
I ári framundan henni út á götuna Framhald á bls. 5.
Oryggisráðið kerheimild til
brottreksturs Suður-A fríku
Öryggisráðið fékk i gær heimild
Allsherjarþingsins til brottreksturs
Suður-Afríku úr samtökum S.Þ., ef
stjóm hennar breytir ekki núver-
andi stefnu 1 kynþáttamálum og
hættir ofsóknum gegn blökku-
mönnum.
Samþykkti Allsherjarþingiö á-
lyktun með ofangreindri heimild, j
að þetta mætti gera, ef ráðið teldi
þess þörf. Ályktunin fjallaði að!
öðru Ieyti um stjórnmálalegar og
efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S- j
Afríku og var ályktunin samþykkt j
með 67 atkvæðum gegn 16, en full-
trúar 23 þjóðk sátu hjá, þeirra
meðal helztu viðskiptaþjóðir S-
Afríku: Bretar og Bandaríkjamenn,
Frakkar, Kanadamenn, Ástralíu-
menn og Nýsjálendingar og ekki
búizt við, að nein þessara þjóða
hætti viðskiptum við þá, og muni
því efnahags-refsiaðgerðir lítil á-
hrif hafa.
Dómsmálaráðherra talar
á Varðarfundinum í kvöld
Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra, og
formaður Sjálfstæðis-
flokksins talar um stjórn
málaviðhorfið á fundi
Landsmálafélagsins
Varðar í kvöld. Fundur-
inn verður í Sjáifstæðis
húsinu og hefst kl. 20,30.
Þar sem búizt er við að
Sjálfstæðismenn muni
f jölmenna á þennan mik
ilvæga fund er fólk beð-
ið að mæta tímanlega.