Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 1
v r UÆSiLEGUR SIGUR DEMO VISIR| KRATA ÍKOSNINGUNUM 52. árg. — Miðvikudagur 7. nóvember 1962. —_256. .tbl. í fréttum frá Washing- ton segir, að það sé álit stjórnmálafréttaritara blaða og útvarps og stjórn málamanna yfirleitt, að bandaríska þjóðin hafi vott að Kennedy forseta og stjórn hans traust sitt í kosningunum og lýst sig samþykka stefnu hans. BISKUPSBRÉFIÐ OPNABI .VOTTUNUM"ALLAR ÐYR „Við höfum aldrei fengið aðra eins auglýsingu og bækling bisk- upsins, og það okkur að kostnað- aríausu, þótt einhver hafi auðvitað oiðið að greiða þá auglýsingu". Þánnig fórust Laurits Rendeboe örð, er hann leit inn hjá Vísi í morgun, en Rendeboe er forstöðu- maður Votta Jehova hér á landi. Og hann hélt áfram: „Áður en biskup- inn gaf út bækling sinn um okk- ur vissu fáir um tilveru okkar hér á landi og höfðu lítinn áhuga á boð skap okkar. En nú veit hvert mannsbarn í landinu af okkur og tekur boðberum okkar með samúð og forvitnilegum áhuga. Samúð stafar ^af því að fólki finnst 'eigi sanngjarnt af biskoupnum að taka okkur eina fyrir svo sem hann gerði, og það vekur sérstaka for- vitni fólks hvernig biskupinn lýsir okkur og starfsemi okkar. Það fýs- ir sem sé,margan að kynnast þess- um „hættulega“ trúflokki áf eigin raun. 1 ... vísa okkur á bug opna nú flestir dyr sínar fyrir okkur, hvar sem við förum um landið, og hlýða á okk- ur með athygli. Menn sýna okkur ekki lengur afskiptaleysi. Það opnar okkur leiðir, sem áður voru lokaðar, og við komum að útlist- unum á boðskap okkar og starf- semi. Við erum nú 10 trúboðar Votta Jehova hér á Iandi, 4 í Reykjavík, 1 á Akranesi, 1 á Isafirði, 2 á Ak- ureyri og 2 í Keflavík, og við höf- um tæpast undan að sinna öllu því fólki sem æskir eftir fræðslu hjá okkur. Sjö af þessum trúboðum eru danskir, tveir þýzkir og einn Finni, og er það takmark trúboða okkar að læra mál þeirrar þjóðar, sem þeir starfa hjá og tala á þvi. (Sjálfur talar Rendeboe íslenzku l mæta vel.) Rendeboe kvað þá eina teljast fullgilda meðlimi safnaðar Votta Framh. á bls. 5. Hvar er nú svellið okkar? Við hittum þetta ágæta unga fólk vestur á Seltjarnamesi fyr- ir nokkrum dögurn, þar sem það var að hvíla sig eftir erfiði skautalistarinnar. Svellið var fyrir ofan fjörusteinana, en það var svo indælt að hreykja sér upp á þessa stóru steina og láta goluna þurrka hitann burt úr andlitinu. Þessir kunningjar okkar heita Ema Jóhannsdóttir, Markús Magnússon og Einar Felixson. Nú er svellið horfið upp f rigninguna, en vonandi kemur það aftur á sinn stað, áður en langt um líður. (Ljósm. I. M.) »ii i Hemaðarþýðing landsins en ekki herstöðvarnar skapar hættuna t umræðunum um al- mannavarnir á Alþingi í gær tók Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráð- herra til máls og skýrði þar að nokkru skoðanir sínar á stöðu íslands og hlutverki meðal þjóða, með tilliti til mögulegr- ar styrjaldar. Sagði þann m. a.: Hernaðarþýðing landsins vegna legu sinnar skapar fyrst og fremst hættuna ef til stríðs kemur, ekki herinn sem stað- settur er hér. Ef herstöðvarnar verða fjarlægðar minnkar ekki tortímingarhættan, min sann- færing er að hún aukist. Þá verða meiri líkur til þess að stríðsaðilarnir hreinlega berjist um landið. Herstöðvarnar hér eru og verða okkar vörn, þær eru hlekkur í varnarkeðju þeirra frjálsu þjóða, sem við stöndum með, við trúum á málstað þeirra og til að varðveita hann verður eitthvað að Ieggja af mörkum. Ráðherrann benti á að sam- kvæmt áliti sérfróðra manna mundu árásaraðilar, ef til styrj- aldar kæmi, í fyrstu gera til- raun til að eyðileggja Keflavík- urflugvöll og varpa þar kjarn- orkusprengju. Hins vegar yrði ekki varpað þar stærri sprengju en nægði til þess að eyðileggja völlinn sem slíkan, Með tilliti til þessa yrði kraftur sprengjunnar ekki meiri en svo að með góðu mætti koma nokkrum vörnum við, m. a. hér í Reykjavík. Engan veginn er þó fullsann- að ennþá hvort um kjarnorku- styrjöld yrði að ræða ef til stríðs kæmi, a. m. k. ólíklegt að strfð mundi hefjast með notkun þeirra. Það væri skoðun sem færi sifellt vaxandi og mætti benda á Kóreustríðið og innrás Kínverja í Indland þessu til sönnunar. Undir slíkum kringumstæð- um þarf ekki að spyrja um þýð- ingu varnarstöðva hér. Lokaúrslit eru ekki enn kunn, en þegar undir morgun sl. nótt var augljóst, að demokratar myndu ekki aðeins halda meirihluta sfn- um í báðum þingdeildum, heldur og að þeir ættu víða vaxandi fylgi að fagna, og jafnvel þar, sem ekki vaj; búizt við fylgisaukningu. Sú fylgisaukning kom fram ekki aðeins í kosningunum til öldunga- deildar og fulltrúadeildar þjóð- þingsins heldur og í ríkisstjóra- kosningunum og öðrum kosning- um embættismanna. Hvarvetna var fylgzt með kosn- ingunum af miklum áhuga, m.a. vegna Kúbumálsins, sem án efa hefur eflt aðstöðu forsetans, stjórn arinnar og flokksins, en að því er einstaklinga varðar beindist at- hyglin aðallega að nokkrum mönn Framh. á bls. 5. .......—™ ii ■■■ ' Kæra! Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefir samþykkt að kæra úrskurð Félagsdóms f Iæknadeilunni til Hæstaréttar, en svo sem kunnugt er synjaði Félagsdómur að verða við kröfu lögmanns (BSRB), Guðmundar Inga Sigurðssonar, um að vísa málinu frá Félagsdómi. Sam- kvæmt lögum mun Hæstiréttur fljótlega fjalla um þetta kæru- mál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.