Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 7
v í SIR . Miðvikudagur 7. nóvember 1962. -7 ( Þorskur í pottinn Fyrstaútibú Varil- marbankans Verzlunarbankinn hefur nú leigt húsnæði í húsi Heildverzlunarinnar Til tilbreytingar frá soðna fiskinum með bræddu út á eru hér uppskriftir að nokkrum fisk réttum. 3 — 4 þorskflök (um y2 kg.) eru lögð í smurt eldfast fat. Yfir fiskinn eru sett 30—40 gr. af smjöri, 1—2 tesk. af karrý og salt eftir smekk. 1—2 laukar eru hakkaðir og settir yfir á- samt gróft rifnu epli. Um það bil 500 gr. af kartöflustöppu er sett ofan á, fatið sett inn í ofninn og innihald bakað við 190 gráðu hita unz það er orðið ljósbrúnt (eftir um það bil hálfa klst). Þegar fatið er borið á borð fe rvel á því að skreyta það tómötum og rifnu persille. «■< < V lí'A1' Tvíhneppt — tvíhneppt! 3 — 4 þorskflökum er velt upp úr sítrónusafa, þau síðan sett í smurt eldfast form og salti, pip- ar og papriku dreift yfir. Lauk- sneiðar eru lagðar yfir og síðan tómatar unz allur fiskurinn er þakinn. Smjörklínur settar á víð og dreif. Fatið er sett í ofn sem skal vera um 190 gráðu heitur. Bakað í 20—25 mín. Með þessu er gott að bera á borð kartöflu stöppu, gulrætur, grænar baun- ir og blómkál. 8 rauðsprettuflök (2 rauð- sprettur) eru rúlluð upp og sett á botninn á smurðu eldföstu fati. Lag af gufusoðnu smátt skornu spínati er sett yfir. Jafn- ingi af 30 gr. af liveiti, 3 dl. af ,\' 1 - ■ „ W. s \ ' " si Svona segir einn tízkukóngur inn í París að þið — og eigin- maðurinn eigið að vera klædd- ar, þegar þið farið í síðdegis- boðið. Dragtin er mjög látlaus, úr svartri shetlandsull og með tvö- faldri slaufuröð. /•— Herrafötin eru úr ljósara efni, með dálítið loðinni áferð og tvíhneppt! Hverjir eiga sokka og vettlinga hjá Tjörninni mjólk og 40 gr. af smjöri er hellt yfir spínatið og rifnum osti og dálitlu af raspi síðan stráð yfir. Litlar smjörklínur settar hér og þar. Bakað við góðan hita í y2 klst. Með holl- enzkri sósu og hveitibrauði er þetta herramannsmatur. Niðurskodð grænmeti t. d. púrrur eða gulrætur eru settar í fat ásamt léttsöltuðu vatni og dálitlu af smjöri. Soðið í tíu mínútur. Hrá fiskstykki (hvaða fiskur sem vera skal) eru lögð yfir grænmetið og soðin unz j þau eru orðin meyr. Skreytt rrieð persille og borið rjúkandi á borð — gott að hafa smjör með. Úr soðinu má svo gera sósu og hafa með. Heklu, Laugaveg 172, fyrir útibú frá bankanum. Verður það vænt- anlega opnað á næstunni. Útibú þetta er það fyrsta sem bankinn stofnar og jafnframt það fyrsta sem stofnsett er í þessu hverfi bæjarins. Ekki er enn vitað hvenær það verður opnað. Verður það væntanlega opið á líkum tím- um og útibú hinna bankanna, þeg- ar til kemur. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, skýrði blaðinu frá þessu í morgun og sagði einnig að ekki váeri að svo stöddu hægt að segja neitt um hvort til stæði að stofna fleiri útibú. ■ Undanfarið hefir verið mjög gott skautasvell á Tjörninni í Rvík og margir hafa lagt þangað leið sína, bæði börn og fullorðnir. Flest ir setja á sig skautana á tjarnar- bakkanum fyrir utan Iðnó og geyma þar skó sína og annan far- angur á meðan þeir renna sér á ísnum. Nú er komin hláka og því búið með skautaferðir í bili, en sá sem gengur meðfram--Tjörninni kemst ekki hjá því að reka augun í stóra hrúgu af sokkum og vettlingum, sem börn hafa skilið eftir fyrir ut- an Iðnó. Foreldrum er því bent á, að láta börn sín hið fyrsta sækja það sem þau hafa skilið eftir við j Tjörnina, áður en yfirvöld bæjarins láta fjarl. gja hrúgurnar. Alþjóðamá! og kjarnorkustyrjaldir — skoðanir Einars Olgeirssonar hlutleysið gagnlaust — síld- veiðideilan — afskipti ríkisstjórnarinnar sjálfsögð. Umræður um almannavarnir ætla að endast þingmönnum. I gær hélt þeim áfram og lauk ekki. Töluðu þeir Einar Olgeirs- son og Bjarni Benediktsson og leiddist tal þeirra út í alþjóða- mál, möguleika til kjarnorku- styrjaldar, hlutleysisstefnu og gang þessara mála yfirleitt. Var því ekki að undra þótt tíminn yrði of skammur. I efri deild voru umræðurn- III ar ekki slður forvitnilegar, þar ||| var rætt um síldveiðideiluna og III bráðabirgðalögin af miklu ||| kappi. Ekki var heldur sleginn botn í þær umræður. ,| Eins og sjá má var líf í þing- Isölum í gær, enda viðkvæm hitamál á dagskrá. Rétt er að víkja fyrst að umræðum í neðri deild, almannavörnunum. Einar Olgeirsson talaði fyrstur og var æstur mjög í upphafi máls síns. Líkti hann Gísla Jónssyni við ||| Hitler og Göbbels og kvað þá |11 sem töluðu um vonda kommún- ista vera fulla af sektarmeð- Í|| vitund og ofsóknaráráttu, gegn- umsýrða af ægilegu ábyrgðar- > leysi, þekkingarskorti og fá- * | fræði. Var hið mesta gaman af tali hans. En skyndilega venti hann sínu kvæði og ræddi um kjarnorkustyrjöld og hina ægilegu hættu mannkynsins. Talaði hann nú æsingalaust, kvaðst lýsa skoðun sinni sawi sósialista á þessum málum og Imátti með góðu móti sitja undir ræðu hans. Fór líka svo að Einar talaði yfir fleirum en flokksbræðrum sínum í þinginu í gær, en slíkur viðburðyr er sjaldgæfur í seinni tíð. Það helzt' sem kom fram í ||| ræðu hans var: 1) að meiri eyðileggingarmáttur væri i einni sprengju nú, en í öllum þeim sprengjum samanlagt sem varpað var í öllu síðasta stríði, 2) að hættan hér stafaði af herstöðvunum og því þyrfti að fjarlægja þær, 3) að engin vörn væri i stríðsþátttöku, 4) að ef herstöðvarnar yrðu fjar- lægðar, þá misstu stríðsaðilar ||| áhuga á íslandi, 5) að || hræðslan við að Rússar tækju ísland ef Bandaríkjamenn færu væri ij-jrf því Rússar mundu aldrei leggja það á sig að taka land sem umkringt væri. her- stöðvum Bandaríkjanna, 6) að ísland ætti ekki að nota sem skjöld fyrir Ameríku, 7) að eyðileggja þyrfti báða flugvell- ina, ef til styrjaldar kæmi, því að af þeim stafaði hættan. Bjarni Benediktsson gerði ræður Einars og Hannibals að umtalsefni. Hann byrjaði á því að kippa stoðunum gjörsamlega undan málflutningi Hannibals, með því að benda á, að skv. ummælum Ágústs Valfells al- mannavarnastjóra, þá stafaði hætta af sprenguárás hér, af staðsetningu hins stóra Kefla- víkurflugvallar, en ekki af hemum. (Þetta birti Hannibal í greinargerð sinni athugasemda- laust, sem svar Ágústs við einni spurningu hans). Þetta hefði Einar raunar staðfest, sjá lið 7. Það væri ljóst af þessu, að hætt- an stafaði fyrst og fremst af tilveru flugvallarins. Tal Bjarna leiddist síðan út í, að ef svo mikil hætta væri af hernum, sem Hannibal vildi vera láta, af hverju hefði hann og flokkur hans, þá ekki rekið heripn á brott þegar þeir höfðu aðstöðu til þess í ráðherratíð þeirra? Síðan ræddi hann nokkuð um að alls ekki væri fullvíst að ef til styrjaldar ka/mi, að barizt yrði með kjarn- orkuvopnum. Benti hann á stríð Kínverja og Indverja í því sambandi, og vakti athygli manna um leið á því, að þar væri nú ljósasti votturinn um haldleysi hlutleysisstefnunnar Það, að orsök tortímingarhættu verði fjarlægð ef herinn hyrfi, væri út í hött, bæði með tilliti til haldieysis hlutleysisstefn- unnar og þess, að það væri hemaðarþýðing landsins sem skapaði hættuna, en ekki stað- setning hersins. Ef hann væri á brott, ykjust aðeins líkurnar fyrir því að um landið yrði bar- izt. Margt annað athyglisvert kom fram í ræðunum sem ekki vinnst rúm til að geta, m. a, minnti Bjarni á, að 1939 í upp- hafi heimsstyrjaldarinnar hefði Einar Olgeirsson barizt ólmur fyrir því að íslendingar afsöl uðu sér hlutleysinu og leituðu stuðnings annarra þjóða. Þá lagði hann, þ. e, Einar, ekki mikið upp úr hlutleysisstefnu sinni. I efri deild fylgdi Emil Jóns- son úr hlaði bráðabirgðalögun- um um lausn síldveiðideilunnar. í stuttu máli sagði hann að ó- bætanlegt tjón hefði orðið ef yekki hefði verið gripið til ein- hverra ráðstafana í sumar. Deilan hafði staðið lengi yfir og báðir aðilar höfðu að lokum lýst því yfir, að þeir gætu ekki komið sér saman. Afskipti rik- isstjórnarinnar voru því óum- flýjanleg og í þeirri vissu var málinu vísað til gerðardóms. Niðurstaða hans skiptir ekki máli í umræðunni um, hvort ráðstöfun ríkisstjórnarinnar hafi verið rétt eða ekki. Hins vegar gætu menn velt þvi fyrir sér, hver hefði orðið hlutur sjómanna ef ekki hefði komið til aðgerðar ríkisvaldsins. Björn Jónsson (K) kvað bráðabirgðalögin stefna gegn Iýðræðislegum rétti sjómanna og það væri sögulegt augnablik, þegar þau væru tekin fyrir á Alþingi. (I þessu sambandi væri það kapituli út af fyrir sig, það augnablik þegar kommún- isti lýsti andstöðu sinni gegn þvi að ríkisvaldið hefði afskipti af kaupgjaldsmálum þjóðarinnar og hefði hönd í bagga með það.) Björn hélt því fram að ríkis- stjórnin hefði svipt sjómenn sigri, því LÍU hefði verið að gefa sig, og fjöldi báta hefði verið kominn á sjó. Jön Þor- steinsson (A) svaraði Birni, og síðustu staðhæfingu hans með því að benda á, að flestir þess- ara báta hefðu farið af stað upp á væntanlega samninga. Það væri auðvitað engin lausn. Jón kvað hins vegar erfitt að átta sig á kröfum stjórnarandstæð- inga, og erfitt að fara að ráð- um þeirra, því ýmist vildu þeir engin afskipti af hálfu ríkis- stjórnarinnar eða aukin afskipti hennar, eins og kom fram 1 ræðu Ólafs Jóhannessonar (F). Ólafur vildi láta ríkisvald- ið taka fyrr í taumana og síld- veiðideilunni í sumar hefði átl að láta hluta af gengisgróðan- um frá 1961 ganga til útvegs manna. Nánar verður væntanlege sagt frá umræðum ' þessum t morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.