Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 07.11.1962, Blaðsíða 4
4 HZEia V í S IR . Miðvikudagur 7. nóvember 1362 Landkynningarherferð fyrir ÍSLAND Mats Wibe Lund er norskur blaðamaður og ljósmyndari, sem dvalizt hefur nokkur undanfarin sumur á íslandi til að viða að sér efni fyrir norsk blöð og tímarit. Hann var hér einnig í sumar sem leið, ferðað- ist um landið þvert og endilangt, ýmist í flugvél eða bifreið, og er fyrir nokkru farinn heim til sín í Noreg aftur. Mats Wibe Lund hefur tekið 'sérstöku ástfóstri við ísland og vill hvergi fremur vera held- ur en hér. Hefur hann eignazt stóran kunningjahóp hér á landi, en hann hefur einnig unnið talsvert að ferðamálum fyrir ís- lenzka aðila og mun halda því starfi áfram eftir að hann kem- ur heim til Noregs. — Vakir það fyrir þér, að auka ferðamannastraum til ís- lands? spurði fréttamaður Vísis Mats Wibe Lund síðustu dagana meðan hann dvaldist hér. — Já, ég vil að Norðmenn kynn ist íslandi. Þeir vita allt of lítið um ykkur, en ættu þó að vita manna mest. Við erum allir frændur, og þið íslendingar eruð ekkert annað en gamlir Norð- menn. Hvers vegna eigum við þá ekki að tengja og festa ættar- böndin? Það er engin þjóð jafn lík okkur Norðmönnum sem þið íslendingar, en löndin eru aftur á móti ólík um ýmislegt. Þess vegna væri það mjög lærdómsríkti fyrir landa mína að heimsækja ykkur, kynnast þjóðinni og atvinnuhátt- um hennar og skoða ykkar fagra land. Noregur er líka fallegt land, en bara allt öðru vísi. Þetta eru tveir ólíkir heimar. 100 greinar. — Er ekki oft skýrt frá ís- lenzkum málum í norskum blöð- um? — Alltof lítið. Sama gegnir með norska útvarpið. Það mætti 'verja meiru af dagskrárefni slnu til að fræða okkur Norðmenn um þetta ættland okkar. — Þú hefur samt sjálfur skrif- að mikið I blöð og tímarit heima- lands þíns. — Jú, raunar. Ég hef reynt að útbreiða þckkingu á íslandi eftir megni með blaðaskrifum og Ijós- myndum, sem ég hef tekið á ferðum mínum um ísland. Ég held að það hafi birzt um eitt hundrað greinar eftir mig I norsk- um blöðum og ritum, sem allar hafa fjallað um ísland og flestar verið myndskreyttar. Ég sendi margar greinar út til Noregs i sumar, en ég veit ekki með vissu ennþá hve margar þeirra hafa birzt. Stundum dregst það lengur eða skemur að þær birtist. Það getur líka farið svo að þær lendi í papplrskörfunni. Maður veit það aldrei. — Hvað hyggstu fyrir þegar þú kemur heim til, þín núna? — Ég ætla að halda áfram að kynna ísland. Hef fengið ágæta hugmynd sem ég er ákveðinn I að framkvæma. Landkynningar- herferð. — Hverning er hún? — Ég hef ákveðið að ferðast um allan suðurhluta Noregs og allt norður til Þrændalaga I haust, leigja mér funda- og sam- komuhús I kauptúnum og kaup- stöðum og leysa frá skjóðunni? — Halda erindi? Ég ætla ekki að tala af blöð- um eins og venjulegur fyrirles- ari. Þetta verður llka með allt öðru fyrirkomulagi. Ég sýni Iitskuggamyndir ■—er búinn að taka nokkur þúsund af þeim á íslandi og á orðið gott úrval. Það ætla ég að sýna og um leið skýri ég þær og segi frá landi og þjóð það sem mér kemur I hug I þann svipinn. Ég held að með þessu móti verði léttara yfir samkomunum en ef ég ætti að fara að halda fyrirlestra. - Þú ætlar sjálfur að Ieggja I kostnað við það að Ieigja sam- komuhús á hinum ýmsu stöðum. Það hlýtur að vera mjög kostn- aðarsamt. — Ég hugsa að þetta verði ékki mjög dýrt. Ég hefi ekki trú á öðru en að landar mtnir sæki þessar samkomur vel, því ég held að enda þótt þeir viti helzt til lítið um ísland, hafi þeir samt mikinn áhuga á því. Það er hins vegar ekki að öllu frá því gengið hvort viðkomandi félög á hinum einstöku kauptúnum eða kaupstöðum annist kostnaðar- hliðina eða hvort ég geri það sjálfur. Happdrætti. — Á þetta að vera hvort tveggja I senn landkynning fyrir okkur og um leið auglýsingaher- ferð til að draga norska ferða- menn til íslands? — Ég hef hugsað mér þetta hvort tveggja sem tilgang ferðar- innar. í því sambandi hef ég líka fengið ákveðna hugdettu sem ég hef borið undir Ferðaskrifstofu ríkisins og forstjóri hennar sam- þykkt. — Hvernig er hún? — Hún er fólgin I því að hver gestur sem sækir samkomurnar fær ókeypis happdrættismiða, þar sem vinningurinn er flugferð fyrir tvo til íslands og baka aftur, ásamt hálfsmánaðar uppihaldi á íslandi og ferðalögum hér. Ferða- skrifstofa rlkisins annast mót- töku vinningshafanna á meðan þeir dveljast hérlendis. Þá hef ég ennfremur hugsað mér að láta prenta smá bækling eða upplýsingapésa um ísland og dreifa honum meðal þeirra sem koma á sýningarfund. Skiptiferðir. _ — Er fleira sem þú hefur á döfinni? — Mér hefur komið til hugar að leita til ýmissa norskra fé- laga eða félagasamtaka um að- stoð eða samvinnu við að skipu- leggja hópferðir Norðmanna til íslands. Ef unnt verður að koma á skiptiferðum milli íslands og Noregs, þannig að íslenzkir hóp- ar fari jafnhliða til Noregs, verð- ur hægt að fá fargjöldin lækkuð til muna. Það ætti að vera gott bæði fyrir Norðmenn og íslend- inga. — Hvenær kemurðu svo til íslands aftur? — Um leið' og hinir farfugl- arnir, strax og tekur að grænka. Þá eiri ég ekki Iengur heima og verð að koma til íslands. Ég er búinn að koma hingað sex sinn- Þrjár bækur koma út hjá Kvöld- vökuútgáfunni, Akureyri, að þessu sinni, og er efni þeirra þannig, að það mun þykja forvitnilegt hjá miklum fjölda manna. Það hefir verið nokkuð algengt síðustu árin, að gefnar hafa verið út safnbækur um ýmiss konar efni. Ein af bókum Kvöldvökuútgáf- unnar er um þá stétt, sem flestir hafa eitthvað saman við að sælda einhvern tíma á ævinni og hefur löngum þótt mikil hjálparhella fjölmargra, sem hafa verið að byrja lífið. Safnrit þetta fjallar nefnilega um íslenzkar Ijósmæður, og hefir sr. Sveinn Víkingur verið ráðinn ritstjóri verksins. í fyrsta bindinu birtast frásöguþættir og æviágrip 26 ljósmæðra á ýmsum stöðum á Iandinu, sem námu fræði sín fyrir 1912. Hafa ljósmæðurnar skrifað suma þættina sjálfar, en j aðrir hafa verið skráðir af kunn-1 ugum og færum mönnum. íslenzkar ljósmæður eiga langa Mats Wibe Lund um og finnst ég eiga eins mikið eða meira heima á íslandi held- ur en I Noregi. En það sem næst er á dagskrá hjá mér er þessi auglýsinga- eða Iandkynningar- herferð um Noreg. Ég býst við að og merka sögu, sem er nátengd ævikjörum og Iifnaðarháttum ís- lenzku þjóðarinnar. I bókinni seg- ir frá margs konar hetjudáðum Ijósmæðranna sjálfra, ævikjörum íslenzkrar alþýðu og viðburðarík- um ferðalögum á sjó og laridi. Árið 1946 hóf sr. Björn O. Björnsson söfnun efniviðar í þetta •verk á vegum Bókaútgáfunnar Norðra og vann þar mikið og gott starf. Á síðastl. vetri yfirtók Kvöldvökuútgáfan safn sr. Björns og réð sr. Svein Víking, eins og áður segir, til að vinna úr þvl og halda efnissöfnun áfram. Kvöldvökuútgáfan er þess full- viss, að með útgáfu þessa 1. bind- is sé hafið gott og merkt verk. Saga Ijósmæðranna I landinu er lærdómsríkt dæmi um fórnarlund íslenzkra kvenna, mannkærleik þeirra og líknarstörf, sem jafnan hafa verið unnin, án þess að séð væri til endurgjalds. Því heitir útgáfan á alla, sem hún vari I 6 — 12 vikur eftir at- vikum. Þegar henni er lokið fer ég að búa mig undir meistara- próf I ljósmyndaiðn. Náminu sjálfu lauk ég I Þýzkalandi á s.l. vori. eiga I fórum sínum þætti um látn- ar eða lifandi ljósmæður, að koma þeim til sr. Sveins Víkings eða Kvöldvökuútgáfunnar og stuðla að því að æviágrip núlifandi Ijós- mæðra verði skráð. Kvöldvökuútgáfan treystir því, að þessari bók verði vel tekið og með þvl tryggt framhald verksins. „Því gleymi ég aldrei“. Þetta eru frásöguþættir eftir 21 höfund um ógleymanleg atvik úr lífi þeirra. 1 bókinni eru 5 þættir úr verð- Iaunasamkeppni útvarpsins, verð- launaþættir Ragnheiðar Jónsdótt- ur, Kristjáns Jónssonar og Þórunn ar Elfu Magnúsdóttur, og auk þeirra þættir Jochums Eggertsson- ar og Árna Óla. Hins vegar eru allir hinir þættirnir nýir og áður óbirtir, og er þar þá fyrst að nefna þátt eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Aðrir Frh. á 10. bls.r ’Þrjár forvitnilegar bækur Kvöldvökuútgáfunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.