Tölvumál - 01.10.2000, Page 8

Tölvumál - 01.10.2000, Page 8
Schengen samkomulagið Schengen samkomulagið Vigfús Erlendsson Schengen samstarfið gengur þannig fyrst og fremst út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra að- ildarríkja þess, sem þýðir að hefðbundnu landamæraeftirliti á innri landamærum Schengen svæðisins er hætt Þann 14. júní 1985 undirrituðu fimm ríki samkomulag um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu, yfir innri landamæri ríkjanna, í smábænum Schengen í Luxembourg rétt við landa- mæri Þýskalands. Þessi ríki voru Belgía, Þýskaland, Frakkland, Lúxemburg og Holland. Þessi ftmm stofnríki undirrituðu síðan samning til staðfestingar á Schengen samkomulag- inu þann 19. júní 1990, en síðar bættust fleiri í hópinn þ.e. Ítalía síðar á árinu 1990, Spánn og Portúgal 1991, Grikkland 1992, Austurríki 1995 ogDanmörk, Sví- þjóð og Finnland 19. desember 1996. Öll þessi lönd eru aðilar að ESB. Island og Noregur gerðu samstarfssamning við að- ildarlöndin 19. desember 1996 en þessi tvö lönd eru ekki aðilar að ESB. Sam- kvæmt ákvæðum Amsterdam-sáttmálans frá júní 1997 var Schengen samstarfið flutt inn í stofnanakerfi ESB í maí 1999 með sérsamningum um aðild Islands og Noregs. Með Schengen samningnum er landamæraeftirliti á milli Schengenland- anna hætt og komið á sameiginlegum vegabréfs áritunum. Schengen samstarfið gengur þannig fyrst og fremst út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra aðildarríkja þess, sem þýðir að hefðbundnu landamæraeftir- liti á innri landamærum Schengen svæðis- ins er hætt, en þess í stað er slíku eftirliti betur sinnt á ytri landamærum svæðisins. Aðrir þættir samningsins fjalla einkum um vegabréfsáritanir, gagnkvæma réttar- aðstoð, lögreglusamvinnu ásamt baráttu gegn fíkniefnasmygli og skipulögðum glæpum. Stefnt er að því að Schengen samning- urinn taki gildi gagnvart öllum Norður- löndunum samtímis í mars 2001. Við gild- istökuna kemur samningurinn í stað nor- ræna vegabréfasambandsins, sem í 40 ár hefur gert Norðurlandabúum kleift að ferðast vegabréfslaust innan Norðurland- anna. Dómsmálaráðuneytið hefur upplýsinga- síðu um Schengen samstarfið. Tengil á hana er að finna neðarlega á eftirfarandi vefsíðu: http://brunnur.stjr.is/inter- pro/dkm/dkm.nsf/pages/annad-efni 5 Norðurlönd verða virk í desember 200 Norrænt samstarf, Nordic Co-operation, NoCop Núverandi 10 þáttökulönd í Schengen Núverandi þátttökulönd í Schengen samstarfinu og væntanleg innganga fimm Norðurlanda. 8 lölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.