Tölvumál - 01.10.2000, Qupperneq 14
Schengen samkomulagið
Grein skýring og gildistími skráninga
95 Eftirlýstir einstaklingar þar sem óskað er eftir handtöku og framsali 3 ár
96 Óæskilegir einstaklingar sem ekki fá Schengen vegabréfsáritun 3 ár
97 Eftirlýstir einstaklingar eða einstaklingar sem þarf að hafa í haldi tímabundið vegna eigin öryggis eða ógnunar. 3 ár
98 Grunaðir einstaklingar eða vitni þar sem óskað er eftir upplýsingum um dvalarstað. Einnig einstaklingar sem mæta eiga fyrir dómi í sakamáli eða til afplánunar á dómi samkvæmt beiðni þar til bærra yfirvalda 3 ár
99 Einstaklingar eða ökutæki sem óskað er eftir að haft verði eftirlit með í kyrrþey eða teknir til markvissrar skoðunar. 1 ár
100 Eftirlýstir munir, sem óskað er eftir að lagt verði hald á eða eru vísbending í sakamáli. Hlutirnir eru : Stolin, ólöglega keypt eða týnd ökutæki og tengivagnar 3 ár
Stolin, ólöglega keypt eða týnd skotvopn 10 ár
Stolin, ólöglega keypt eða týnd óútgefin skilríki 10 ár
Stolin, ólöglega keypt eða týnd útgefin skilríki 5 ár
Peningaseðlar með þekktum númerum 5 ár
fylla þau skilyrði. í lögum um Schengen-
upplýsingakerfið á Islandi nr. 16/ 2000 er
ákvæði í 18. gr. um að Tölvunefnd skuli
hafa eftirlit með því að skráning og með-
ferð persónuupplýsinga í upplýsingakerf-
inu sé í samræmi við lögin og reglur sem
gilda um persónuvernd og friðhelgi einka-
lífs. Tölvunefnd skal einnig hafa eftirlit
með því að öryggi upplýsingakerfisins sé
tryggt þannig að óviðkomandi fái ekki að-
gang að því eða geti haft áhrif á skráningu
í það. Tölvunefnd hefur einnig aðgang að
skráðum upplýsingum og öðrum nauðsyn-
legum gögnum til að sinna eftirliti með
upplýsingakerfinu. Ef Tölvunefnd gerir at-
hugasemdir við starfrækslu upplýsinga-
kerfisins skal hún koma þeim og tillögum
um úrbætur á framfæri við ríkislögreglu-
stjóra og dómsmálaráðuneytið.
Einnig er kveðið á um að ráðherra setji
nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd
laganna, þ.m.t. um:
a. öryggisþœtti upplýsingakerfisins og
innra eftirlit með því
b. hœfis- og öryggiskröfur sem starfsmenn
lögreglu eða Utlendingaeftirlits verða
að fullncegja til að starfa við upplýs-
ingakerfið
c. eftirlit tölvunefndar með upplýsinga-
kerfinu
í lögum um persónuvemd og meðferð
persónuupplýsinga nr. 77/2000 er kveðið á
um það í bráðabirgðaákvæði að þrátt fyrir
1. mgr. 46. gr. um að lögin taki gildi
1. janúar 2001, skuli Persónuvernd þegar
er stjórn hennar hefur verið skipuð taka að
sér eftirlit með því að meðferð persónu-
upplýsinga í Schengen-upplýsingakerfinu
á Islandi sé í samræmi við lög nr. 16/2000,
um Schengen-upplýsingakerfið á Islandi.
JSA
Sjálfstæð stofnun, Joint Supervisory Aut-
hority (JSA), sem hefur aðsetur í Brussel,
sér um persónuvemdarmál í tengslum við
Schengen og eftirlit með öryggis-, að-
gangs- og persónuverndarþáttum í rekstri
C.SIS í Strasbourg. Stofnun þessi hefur
samstarf við persónuverndarstofnanir í
þátttökulöndum samstarfsins og hefur gef-
ið út bækling á öllum tungumálum ESB
um persónuvernd og réttindi einstaklinga
varðandi skráningar í SIS.
Úttekt og fullgilding Islands í Schengen
samstarfinu
Áður en Norðurlöndin geta fengið full-
gildingu í Schengen samstarfinu og tekið
við landamæravörslu á ytri landamærum
þess þurfa þau að standast úttektir ýmissa
úttektarnefnda á vegum samstarfsins. Út-
tektamefnd vegna persónuvemdar (data
protection) heimsótti ísland í apríl sl. og
fór m.a. fram skoðun og úttekt á húsnæði,
aðgangs- og öryggismálum í tengslum við
SIS, SIRENE og VISION kerfin og fund-
14
Tölvumál