Tölvumál - 01.10.2000, Síða 24

Tölvumál - 01.10.2000, Síða 24
Rafrænir viðskiptahættir Þau fyrirtæki sem stunda eða rafræna viðskiptahætti lækka rekstrar- og sölu- kostnað af. Þau þurfa stöðugt að þróa og laga sína stefnu að breytilegum heimsmarkaði. Op- inber fyrirtæki verða líka að fylgjast með til þess að tryggja innviði opinbera kerfis- ins, sem getur stutt samkeppnisfært at- vinnulíf og skilvirkt þjóðfélag. í opinbera geiranum geta ráðuneyti, stjórnsýslustofn- anir, sveitarfélög og aðrar stofnanir náð ávinningi og sparnaði með markvissum og skipulögðum innkaupum, geta boðið skil- virkari þjónustu og gagnsæi í málsmeð- ferð gagnvart borgurum og öðrum stofn- unum. Stjórnendur geta brugðist miklu skjótar við breyttum markaðs- aostæðum og þörfum viðskiptavina Helstu kostir rafrænna viðskiptahátta: 1. Lægri kostnaður: Þau fyrirtæki sem stunda „e-business“ eða rafræna við- skiptahætti lækka rekstrar- og sölu- kostnað og hækka þjónustustigið með því að koma á sjálfsafgreiðslu í stað flókinna afgreiðsluferla. Þá gefst tími til að huga meira að stefnumótun og ná skarpari sýn á viðskiptavininn til þess að meta stöðugt óskir hans, þarfir og smekk. Með markvissum innkaupum geta einkafyrirtæki og opinberar stofn- anir tryggt skilvirka aðdrætti á lægra verði og með minni fjárbindingu í birgðum. 2. Aukin velta og meiri tryggð: Fyrir- tæki sem stunda rafræna viðskiptahætti auka veltu sína og tryggð viðskiptavina með því að skilja þarfir þeirra og veita þeim sérsniðna þjónustu. Samhæfð kerfi, sem safna upplýsingum um við- skiptamenn og gera þær samstundis að- gengilegar öllum deildum, veita stjórn- endum alhliða innsýn í þarfir viðskipta- vinanna. Fyrirtæki og neytendur hald- ast lengur í viðskiptum við þau fyrir- tæki sem stunda rafræna viðskiptahætti en við hefðbundin fyrirtæki því þeir taka virkan þátt í ferlunum sem skapa vörur og þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir. 3. Hraðari viðskiptaferli: Fyrirtæki sem stunda rafræna viðskiptahætti ganga frá kaupum á styttri tíma með því að auka hraða, sveigjanleika og samvinnu í að- fangakeðjunni. Framleiðendur, birgjar og aðrir samstarfsaðilar skiptast á upp- lýsingum gegnum intemetkerfi og aliir í aðfangakeðjunni geta hámarkað skil- virknina. Fyrirtækið getur þá kannað stöðu mála hjá þessum aðilum hvar í heiminum sem þeir eru niður komnir. Segja má að stýring aðfangakeðjunnar verði hnattrænt viðfangsefni. 4. Betri grundvöllur fyrir stefnumót- andi og rekstrarlegar ákvaðanir: Hjá fyrirtæki sem nýtir rafræna viðskipta- hætti er ákvarðanaferlið gert skilvirkara með því að styðjast við samþættaðar og heildstæðar upplýsingar sem koma frá hinum ýmsu deildum fyrirtækisins. Stjórnendur fá þannig heildstæða sýn yfir fyrirtækið eða stofnunina. Þeir sjá eina heild ferla sem tengjast einstökum viðskiptavinum beint og líka fram- leiðslu- og aðfangakeðjunni. Upplýs- ingar um fjárhag, birgðir, sölutölur, viðskiptamenn, flutningaleiðir og fjölda annarra atriða eru uppfærðar í rauntíma í heildstæðu samhengi í öllu fyrirtækinu. Stjórnendur geta brugðist miklu skjótar við breyttum markaðsað- stæðum og þörfum viðskiptavina. 5. Notkun hnattrænna kerfa: Fyrirtæki sem beitir rafrænum viskiptaháttum notar hnattræn kerfi til að draga úr kostnaði og bæta þjónustuna. Veraldar- vefurinn gerir fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti hvar og hvenær sem er, nýta nýja möguleika og færa út kvíarn- ar. Þegar hægt er að sníða hugbúnað og ferli sem eru aðgengileg alls staðar gegnum netið þá þarf ekki að halda við fjölda staðbundinna kerfa á mörgum stöðum. Veraldarvefurinn er miklu hag- kvæmari kostur fyrir stór og fjölbreytt fyrirtæki en staðbundin kerfi. Við- skiptavinirnir eru með beina og skil- virka boðleið inn í fyrirtækið og fá fljóta, sérsniðna og markvissa þjónustu. Þróunin frá hefðbundu fyrirtæki yfir í fyrirtæki sem stundar rafræna við- skiptahætti Dæmigerð þróun hefðbundinna fyrirtækja eða stofnanna yfir í fyrirtæki eða stofnanir sem stunda rafræna viðskiptahætti gengur í gegnum eftirfarandi fjögur stig: 1. Miðlun þekkingar um vörur og þjón- ustu: Fyrsta skrefíð er stofnun heima- síðu þar sem fram koma upplýsingar um fyrirtækið, vörur þess og þjónustu. Þetta stig samsvarar nokkurn veginn „rafrænum" auglýsingum í hefðbundn- 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.