Tölvumál - 01.10.2000, Page 26
doc.is
dous
Jón Pétur Einarsson
Tölvukerfið er hannað
í kringum rafrænan
lyfseðil fePref) og
ætlað læknum við
gerð lyfjaávísana.
I framtíðinni verður
jbað ekki einungis
tengt við ákveðin lyf
heldur líka við sjúk-
dómsgreininguna sem
læknirinn hefur gert
doc.is er hugbúnaðar fyrirtæki sem
var stofnað í júli 1999. Fyrirtækið
var stofnað í kringum hugmynd um
smíði og hönnun tölvukerfís varðandi
lyfjaávísanir lækna. í dag starfa hjá fyrir-
tækinu framkvæmdastjóri, tveir lyfjafræð-
ingar og sjö forritarar sem flestir eru tölv-
unarfræðingar frá Háskóla Islands.
doc.is leggur megin áherslu á hugbún-
aðargerð fyrir heilbrigðisgeirann og eru
markmið fyrirtækisins að vinna að lausn-
um tengdum faglegum þáttum heilbrigðis-
mála.
Stærsta verkefni doc.is er hönnun og
smíði tölvukerfis fyrir lækna og stjórn
heilbrigðismála. Tölvukerfið er hannað í
kringum rafrænan lyfseðil (ePref) og ætl-
að læknum við gerð lyfjaávísana. I ePref
getur læknir nálgast faglegar og hagnýtar
upplýsingar um lyfin sem hann er að
ávísa. Ymis öryggisforrit eru samkeyrð
lyfjaávísunum og gera þau læknum við-
vart ef þær eru frábrugðnar meðmæltri
meðferð. Ur kerfinu er lyfseðlar sendir
rafrænt til apóteka.
ePref stuðlar að markvissari og öruggari
lyfjameðferðum fyrir sjúklinga og sparar
læknum tíma og býður þeim upp á ein-
falda og fljótlega leið við upplýsingaleit.
Forritunarmál
Öll tölvukerfi doc.is eru skrifuð í forritun-
armálinu Java, sem veitir mikinn sveigjan-
leika þegar kemur að tengingu við önnur
kerfi, sem og uppsetningu á mismunandi
stýrikerfum (s.s. Windows, Macintosh,
Linux). Samskipti yfir net fara fram með
Corba-staðlinum, sem einnig veitir þenn-
an sveigjanleika. Samskipti Java forrita
við gagnagrunna eru einnig mjög sveigj-
anleg og því hægt, með litlum tilfæring-
um, að skipta um gagnagrunna þannig
forrita.
Java er hlutbundið forritunarmál sem
veitir hugbúnaðarsmið mikla möguleika
að styðjast við hlutbundnar þarfagreining-
ar- og hönnunaraðferðir. Því verður hug-
búnaðarsmíðin vandaðri og uppfyllir allar
helstu gæðakröfur.
ePREF
ePref er lyfjaávísanakerfi fyrir lækna.
Tökum sem dæmi lækni sem hefur sjúkl-
ing hjá sér. Eftir að læknirinn hefur rætt
við og skoðað sjúklinginn eru allar viðeig-
andi upplýsingar settar í sjúklingaskrár-
kerfið. Þegar læknirinn er búinn að greina
sjúklinginn þarf oft að ávísa honum lyfj-
um. Það gerir læknirinn (með ePref) með
því að styðja á hnapp í sínu sjúklinga-
skrárkerfi, óháð því kerfi sem hann vinnur
í. Þá getur læknirinn ávísað eins mikið og
hann vill og sér kerfið um að flokka niður
á „lyfseðla“. Einnig hefur læknirinn að-
gang að ítarlegum upplýsingum um öll
þau lyf sem hann er að vinna með og eru
þær alltaf við höndina, það þarf ekki að
sækja þær sérstaklega. ePref er líka örygg-
istæki sem „fylgist með“ lyfjaávísunum
læknanna. Læknir fær viðvaranir þegar
hann er að ávísa stærri skömmtum en
meðmæltir eru. í framtíðinni verður það
ekki einungis tengt við ákveðin lyf heldur
líka við sjúkdómsgreininguna sem læknir-
inn hefur gert. Það verður kóðað í svoköll-
uðu ICD-10 sjúkdómsgreiningarkerfi.
Nauðsynlegt er að tengja þetta við sjúk-
dómana því að algengt er að sama lyf sé
notað í mjög misstórum skömmtum eftir
því hvað er verið að meðhöndla. Einnig
verður í ePref öryggiskerfi sem lætur
lækni vita af milliverkunum. Það lætur
vita um milliverkanir sem eru á milli lyfja
sem er verið að ávísa og það athugar líka
önnur lyf sem sjúklingurinn notar. Þetta
kerfi les líka upplýsingar um ýmis próf
sem sjúklingurinn hefur farið í og eru
skráðar í sjúklingaskrárkerfi læknisins. Ef
t.d. hefur komið í ljós að sjúklingurinn er
með lifrarbilun lætur kerfið vita þurfi að
minnka skammta vegna hennar. Lyfseðl-
amir verða síðan sendir rafrænt og ef eitt-
hvað vantar eða eitthvað er rangt á þeim
lætur kerfið vita. Ekki er hægt að senda
26
Tölvumál