Tölvumál - 01.10.2000, Qupperneq 28
Minning
Minning: Ottó A. Michelsen
OttóA. Michelsen, fyrrumforstjóri IBM
á Islandi og Skrifstofuvéla hflést þ. 11.
júní sl., réttra 80 ára að aldri.
Hann var kjörinn heiðursfélagi í
Skýrslutæknifélagi íslands árið
1988, á 20 ára afmæli félagsins,
fyrir brautryðjandastörf í þágu félagsins,
og upplýsingatækni á Islandi. I lögum fé-
lagsins var lengi vel ákvæði sem meinaði
seljendum tölvubúnaðar kjörgengi til trún-
aðarstarfa á vegum félagsins, og má lík-
lega kenna því um að Ottó sat þar aldrei í
stjórn. Hann rækti hins vegar hlutverk
óbreytts félagsmanns af kostgæfni, tók til
máls á fundunt og studdi starfsemi félags-
ins á margan hátt. Starfsmenn fyrirtækja
hans voru löngum fjölmennir í félaginu og
hann var ekki nískur á tíma þeirra til starfa
í vinnuhópum á vegum félagsins, til dæm-
is um stöðlun lyklaborða og stafataflna.
Hann sat reyndar sjálfur í vinnuhópi um
stöðlun lyklaborða. Og svo vill til að síð-
asta verkefnið sem hann sinnti opinber-
lega vegna upplýsingatækninnar var að
sitja í undirbúningsnefnd sýningar á
gagnavinnsluvélum sem sett var upp í
Geysishúsinu í Reykjavík árið 1993 í til-
efni af 25 ára afmæli félagsins. Asamt
nokkrum fyrrverandi samherjum gróf
hann upp eintök af öllum helstu vélum
sem við sögu höfðu komið á unt 40 ára
ferli vélrænnar gagnavinnslu hér á landi
og kom þeim smekklega fyrir á sýningar-
svæðinu ásamt skýringum á veggspjöld-
um.
Brautryðjendastörf Ottós í þágu skrif-
stofutækni og tölvuvæðingar hér á landi
eru mörgum kunn. Hann öðlaðist snemma
óbilandi trú á því að vélræn gagnavinnsla
ætti erindi inn í íslenskt atvinnulíf. Ævi-
starf hans var allt mótað af þeirri hugsjón
og aldrei varð honum kjarks vant eða hug-
myndaflugs til að koma henni í fram-
kvæmd. Hann var að öllum öðrum ólöst-
uðum frumherji upplýsingabyltingarinnar
á Islandi, löngu áður en það hugtak fékk
merkingu í málinu. Hann átti frumkvæði
að því að fá hingað til kynningar fyrstu
/
Ottó A. Michelsen.
tölvuna, IBM 1620, árið 1963. Tölvan var
framleidd í Kanada og hafði verið seld til
Finnlands. Ottó tókst að semja við hlutað-
eigendur um að vélin fengi að staldra við
hér á landi í nokkra daga, svo íslenskum
vísindamönnum gæfist færi á að kynnast
afköstum slíkra tækja af eigin raun. Feng-
inn var sérfræðingur frá Noregi til að setja
hana upp og leiðbeina notendum. Vakti
þessi heimsókn mikla athygli og ári síðar
var sams konar vél komin í notkun í Há-
skóla íslands.
Rekja mætti fleiri dæmi um þá aðferð
Ottós að láta kaupendur reyna sjálfa gæði
vörunnar, áður en gengið var frá viðskipt-
um, enda fór það svo að í tíð hans sem for-
stjóra IBM á Islandi, voru IBM vélar
næsta einráðar á íslenska markaðinum.
Ottó fannst ekki nóg að selja mönnum vél-
ar, hann lagði kapp á að viðskiptamenn
IBM á Islandi hefðu alla bestu möguleika
á að kynnast því sem hæst bar á sviði
tölvutækninnar á þeim tíma, jafnt hérlend-
is sem erlendis, svo menn gætu nýtt hana
sem best í þágu síns fyrirtækis eða stofn-
unar.
28
Tölvumál