Tölvumál - 01.12.2000, Qupperneq 17
Þráðlaus staÖarnet
Raunin er sú að mest
öll vinna varðandi
þráðlaus staðarnet á
tíðnisviðinu 5 GHz
Iþað eru fleiri - sjá
síðar) stefnir á hraða
sem er meira en
50 Mb/s
ekki lengur til og vinnan hélt áfram undir
merkjum BRAN - Broadband Radio
Access Network.
En hvaða vinna var það? Var staðallinn
ekki tilbúinn? Vissulega! En vegna mark-
aðskrafta fyrir svokölluð margmiðlunar-
viðföng, svo sem video og Nettengingar í
farsímum, sagðist ETSI vera að bregðast
við með því að teygja anga vinnunnar við
HIPERLAN til að taka tillit til þráðlauss
ATM. Munið þið eftir ATM? Það var mjög
í tísku á þeim tíma!
Þá var á dagskrá að þróa HIPERLAN
fjölskyldu og fyrirséðar voru fjórar kvíslir.
Upprunalega HIPERLAN fékk nafnið
HIPERLAN gerð 1 og HIPERLAN gerðir
2 til 4 áttu að vera mismunandi afbrigði
þráðlauss ATM fyrir bandbreið farfjar-
skiptaviðföng.
HIPERLAN gerð 2 er skammdrægt af-
brigði ætlað sem stuðnings-aðgangstækni
fyrir UMTS kerfi ásamt því að vera til
einkanota fyrir þráðlaus staðarnet. Það
býður upp á mikinn hraða (dæmigerður
notendahraði er 25 Mb/s) við fjölda neta-
tegunda þeirra á meðal kjamanet UMTS,
ATM net og net byggð á IP.
HIPERLAN gerð 3 fékk síðar nafnið
HiperACCESS. Þetta er langdrægt af-
brigði og ætlað fyrir einn-til-margra dreif-
ingu, fyrir háan hraða (dæmigerður not-
endahraði er 25 Mb/s) til heimila og til
smærri fyrirtækja við fjölda netategunda
þeirra á meðal kjamanet UMTS, ATM net
og net byggð á IP.
HIPERLAN gerð 4 fékk síðar heitið
HiperLINK. Þetta afbrigði er fyrir mjög
hraðar, skammdrægar samtengingar
HIPERLAN og HiperACCESS á hraða
allt að 155 Mb/s upp að 150 metra vega-
lengd.
Ringlaður? Kannski að tafla 1 skýri
málið betur.
Það er nokkur vinna í gangi við Hiper-
ACCESS en mjög lítil við HiperLINK en í
febrúar á árinu 2000 samþykkti ETSI
BRAN kjarnatæknilýsingu staðalsins
HIPERLAN gerð 2. Fylgjendur þessa
staðals halda því fram að hann muni veita
notendum þráðlausan aðgang að Netinu
og aðgang að margmiðlun framtíðarinnar
svo og fyrir rauntíma myndflutning á
hraðanum 25 Mb/s með þeim möguleika
að fara upp í 54 Mb/s.
Raunin er sú að mest öll vinna varðandi
þráðlaus staðamet á tíðnisviðinu 5 GHz
(það eru fleiri - sjá síðar) stefnir á hraða
sem er meira en 50 Mb/s. Dr. Andy Nix og
teymi hans við háskólann í Bristol hafa
smíðað tilraunabúnað á bitastraumslagi
fyrir bæði HIPERLAN 1 og 2. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að með því að
HIPERLAN fjölskyldan
HIPERLAN gerð 1 HIPERLAN gerð2 HiperACCESS (áðurgerð 3) HiperLINK (áðurgerð 4)
Lýsing Þráðlauststaðarnet Þráðlaust IP og skamm- drægt ATM Þráðlaust IP og fjar- tenging við ATM “ Samtenging á þráðlausu breiðbandi
Tíðni 5 GHi 5 GH2 (til athugunar 17 GH2
Bitahraði 24 Mb/s 25 Mb/s Möguleiki á 54 Mb/s 25 Mb/s 155 Mb/s
Drægni 50 til 100 metra 50 til 100 metra 5.000 metra 50 til 500 metra
Tölvumá!
17