Tölvumál - 01.09.2003, Page 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands
ð • z © Bb • w •
Öryggi tölvupósts L Snorri Ingimarsson
Tilraunasamfélög fyrir rafræn viðskipti Guðbjörg Björnsdóttir Rúnar Már Sverrisson
Er fjarvinna að komast í tísku? SlGRÚN GUNNARSDÓTTIR Sæmundur E. Þorsteinsson 13
FS-net: háhraðanet framhaldsskóla og símenntunarstöðva Arnór Guðmundsson 18
Tungutækni: Hagkvæm lausn Þórarinn Stefánsson 21
OLED bylting i smáskjám ÁSGEIR H. ÁSGEIRSSON 24
Gegnir SlGRÚN HAUKSDÓTTIR 25
Leiðir til að auka upplýsingaöryggi - BS 7799-staðallinn Magnús Einarsson 30
Um lýðnet og veraldarvef Stefán Briem 33
Um mat á tilboðum Guðmundur Hannesson 35
„Ókeypis skór" Kjallaragrein 38
Ráðstefnur og sýningar 40
ISSN-NÚMER:
1021-724X
Það er nokkuð um liðið síðan prentuð útgáfa af Tölvumálum kom síð-
ast út en eftir útgáfuna í júlí á síðasta ári var hafist handa við að brey-
ta vef félagsins og færa í nútímalegra horf. Jafnframt átti að auka hlut-
verk Tölvumála á þeim vettvangi enda fjölmiðlun breytt og auðveldara
núna en nokkru sinni að nálgast efni um upplýsingatækni. Því var tek-
in sú stefna að gefa greinar út á vefnum frekar en í lotum á pappír en
með því móti líður sem skemmstur tími frá því grein er tilbúin þar til
hún birtist á vefnum. Nú þegar er komið nokkurt safn efnis og vefurinn
mun síðan taka breytingum til að aðgengi verði sem best.
Þó þetta skref hafi verið stigið verður blaðið gefið út árlega eins
og það birtist hér og þá með eldra efni og nýju. Utgáfan byggir sem
fyrr á þeirri fórnfúsu vinnu sem höfundar og aðrir aðstandendur eru
reiðubúnir að leggja á sig fyrir félagið og markar útgáfunni þá sér-
stöðu að vera vettvangur fyrir málefni upplýsingatækni á Islandi.
A hverjum degi eru birtir á vef Ský úrdrættir úr helstu fréttum utan
úr heimi og tekið fyrir efni sem ekki er líklegt að aðrir fjölmiðlar hér-
lendis segi frá. Sumt snertir okkur hér, annað ekki eins og gengur en
allt leggst á vogaskálarnar í þeim hröðu breytingum sem eiga sér
stað.
Ekki þarf að tíunda neitt sérstaklega hvað hefur verið heitast und-
anfarið, eða þær endalausu plágur sem hafa herjað á Netinu.
Breyting frá því sem áður var er að dálkahöfundar eru orðnir ugg-
andi og nánast örvæntingafullir um ástandið, og allir hafa skoðun á
því hvað verði að gera, og hverjum þetta sé að kenna. Skeyti nokk-
urt frá netstjóra sem barst undirrituðum var eins og verið væri að lýsa
yfirvofandi árás óvinaliðs, sem væri að umkringja kastalann og reyna
að komast yfir múrana. Sjálfur hef ég sloppið við ormana, eins og
reyndar mjög margir, en áhrifin eru Ijós þegar Netið hægir á sér í
snigilhraða, sambönd rofna og tölvupóstur er annaðhvort mjög lengi
á leiðinni eða lýnist alveg, semsagt, að þjónustan verður ónothæf. Er
hægt að laga málið? Það er ekki gott að segja. Það þarf margt að
breytast til að svo verði.
Ein tækni hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið en hún er
skammstöfuð RFID. Hún gengur út á að agnarsmáir þráðlausir sendar
eru settir á varning svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Smátt
er málið því sá minnsti er hálfur fermillimeter. Sendarnir vakna til lífs-
ins þegar skanni nálgast og senda frá sér upplýsingar. Þannig getur
verslun ekki bara látið RFID koma í stað strikamerkja heldur líka fylgst
með staðsetningu og fjölda stykkja. Síðan kemur það að fræðilega
er hægt að fylgjast endalaust með öllum ferðum þess sem er búið
RFID, ef það fer framhjá skanna. Peningaseðlar eru eitt dæmi. Ymsir
álíta að nú sé komin tækni sem geri í raun og veru mögulegt að
fylgjast með manni hvar sem er ef öll föt og skór væru morandi í
RFID-sendum. Þessi álitamál verða leyst en kannski leysir RFID líka
vanda heima við þar sem ómögulegt er að muna hvar sumir hlutir eru
niðurkomnir. Bara biðja tölvuna um lista yfir það sem hún sér.
Einar H. Reynis
Tölvumál
3