Tölvumál - 01.09.2003, Page 7
Öryggi tölvupósts
Myndir þú senda
leyndarmál á milli
staða á þennan hátt í
opnu póstkorti?
hættir að reyna að afsaka sig með
því að eitthvað sem þeir áttu að
vera búnir að senda í tölvupósti
“hljóti bara að hafa týnst á internet-
inu”, það trúir þeim varla nokkur
lengur. Tölvupóstur er mjög örugg-
ur hvað þetta varðar, pósturinn
kemst til skila nema þegar sjald-
gæfar bilanir koma upp í póstþjón-
um. Hvort hann er lesinn er önnur
saga og ég ráðlegg öllum sem
senda mikilvægan póst að biðja um
stutt svar þegar erindið er móttekið.
Get ég fengið einhverja pöddu inn á tölv-
una mína með tölvupósti?
Heldur betur, án sérstakra vírusa-
varna eru notendur illa settir, því að
tölvupósturinn hefur engar varnir
gegn slíku.
Hvert er rekstaröryggi tölvupóstsins hjá
mér?
Þarna fer ástandið stöðugt batnandi
og er nú yfirleitt mjög gott. Fyrir 5
árurn kipptu sér fáir upp við það
þótt tölvupósturinn virkaði ekki í
nokkra daga. Á undraskömmum
tíma erum við orðin svo háð tölvu-
póstinum okkar að ef hann virkar
ekki í urn klukkustund er það farið
að trufla vinnu okkar svo að um
munar. Nú gerum við skýlausa
kröfu um hnökralausan tölvupóst.
Getur einhver lesið póstinn minn?
Svarið er já, gerðu einfaldlega ráð
fyrir að óviðkomandi geti lesið
tölvupóstinn.
Fylgist „stóri bróðir“ með mér?
Ég get ekki sagt til um það en ég
mun útskýra hér á eftir hvernig það
er auðvelt í tæknilegu tilliti.
Tvö síðastnefndu atriðin ætla ég að
kryfja betur, þtjú þau fyrstu verða að bíða
betri tíma.
Samanburður við póstkort
Til að skilja öryggisvandann við tölvupóst
betur skulum við ímynda okkur að við
séum í sumarfríi í fjarlægu landi að skrifa
póstkort. Við skrifum kveðjur á kortið og
! E«e £dí View Iniert Farmst E?SP Iooli fictioni Ueþ
| OVBeply j ÖtVReply to A? j (,pForHard j & b í T j £& X í ♦ ♦ • a : ® i v -
From: Snorrl Inglmeríion Sent: fim. ■4.9.200323:36
To: Snorrl Inglmeriion
Sublect: Prufe
3
Hér er prufuslceyti er ollir geta lesiö.
d
Opið skeyli.
stingum því í næsta póstkassa. Póstkortið
er tekið, flokkað í póststöð og sett með
óteljandi fjölda annarra póstkorta í stóran
sekk. Sekkurinn er fluttur á milli landa og
á áfangastað er hann tæmdur og innihaldið
flokkað. Síðan labbar póstburðarmaður
með kortið ásamt mörgum öðrum kortum
og setur kortið þitt í póstkassann á áfanga-
stað.
Hingað til hefur þetta gengið hratt fyrir
sig, kortið hefur verið á fleygiferð fyrir
framan önnum kafið starfsfólk innan um
þúsundir annara korta. Framanaf skildi
meira að segja enginn nálægur tungumálið
sem var skrifað á kortið. Nú liggur kortið
hins vegar í póstkassa móttakandans og
bíður þess að eigandinn komi heim og
vitji þess. Nú er ntöguleiki fyrir nágrann-
ann að laumast í póstkassann og lesa kort-
ið án þess að móttakandinn hafi hugmynd
um það. Myndir þú senda leyndarmál á
milli staða á þennan hátt í opnu póstkorti?
Ég efa það.
Tölvupóstur er ósköp svipaður þessu á
ýmsan hátt. Þegar ýtt er á „send“ tekur
SMTP þjónustuveitan við skeytinu, sem
hoppar tölvu af tölvu (eða réttara sagt
beini af beini) þangað til það endar að lok-
um í pósthólfi móttakandans. Þar liggur
skeytið þangað til póstforrit móttakand-
ans sækir það urn POP3 samskiptamátann.
Til að „tryggja" að einungis eigandi pósth-
ólfsins geti sótt póstinn þarf að gefa upp
notendaheiti og aðgangsorð. Flest póst-
fonit gera þetta sjálfvirkt fyrir notandann.
Tölvumál
7