Tölvumál - 01.09.2003, Síða 9

Tölvumál - 01.09.2003, Síða 9
Öryggi tölvupósts Kerfið virkar þannig að almenni lykillinn er notaður til að dulkóða og einkalykil- inn er notaður til að afkóða. Þeir sem eru tilbúnir að leggja þetta á sig uppskera öruggan og lokaðan tölvupóst. lykill (public key). Almenna lyklinum er dreift til allra þeirra sem þarf að vera í lok- uðu tölvupóstsambandi við. Hver notandi eignast þannig marga almenna lykla, þeir eru geymdir á „lyklakippu". Gæta þarf einkalykilsins vel, bæði þarf að gæta þess að enginn komist í hann og einnig að hann glatist ekki. Kerfið virkar þannig að al- menni lykillinn er notaður til að dulkóða og einkalykilinn er notaður til að afkóða. Þetta þýðir að enginn þarf að láta frá sér einkalykilinn sinn og treysta öðrum fyrir honum. Þar sem lyklarnir eru stærðfræðilega skyldir verða þeir ekki eins öflugir og stærð þeirra gefur til kynna. Almennt má segja að lyklapar með 4096 bita einkalykli og 1024 bita almennum lykli jafngildi 80 bita læsingu. Það þýðir að prófa þarf 280 möguleika til að brjóta læsinguna, sem er nálægt 1024. Til samanburðar má geta þess að GSM kort eru læst með 64 bita lykli til að tryggja að ekki sé hægt að falsa þau og hringja á kostnað annara. PGP notar einmitt þessa aðferð. Not- endur skiptast á almennum lyklum. Til að senda einhverjum læstan póst þarf ég al- menna lykilinn hans, hann notar svo einkalykilinn sinn til að opna póstinn. Til að hann geti sent mér læstan póst þarf hann almenna lykilinn minn og ég nota svo einkalykilinn minn til að opna póst- inn. Lyklaparið er líka hægt að nota á hinn veginn. Þá er einkalykilinn notaður til að undirrita skjöl rafrænt og hægt er að sann- reyna með almenna lyklinum að skeytið hafi komið frá aðila sem hefur einkalykil- inn undir höndum. Þessi aðferð er mikið notuð í rafrænum viðskiptum til að senda skuldbindingar. Vinnur með helstu forritum PGP forritið vinnur með helstu póstforrit- um. Ef valið er að læsa pósti, þá notar PGP forritið sjálfkrafa þann almenna lykil sem er skráður fyrir netfang móttakanda til að dulkóða skeytið. PGP umskrifar þá textann í skeytinu og hugsanleg áhengi áður en skeytið er sent. Athugið að aðrar upplýsingar, eins og haus skeytisins sem inniheldur meðal annars netfang sendanda og móttakanda ásamt efnislínu, er sent ókóðað og auðlesið. Önnur aðferð er að dulkóða skrár og senda þær þannig sem viðhengi í opnu skeyti. Þá þarf móttakandinn að vista við- hengið á diskinn hjá sér og afkóða síðan. Tökum sem dæmi að ég hafi búið til skjal- ið grein.doc og ætla að senda það til rit- stjóra SKÝ. Þá dulkóða ég skjalið með pgp og til verður skjalið grein.doc.pgp. Sendi dulkóðaða skjalið síðan sem áhengi. Ritstjóri SKÝ tekur þá skjalið grein.doc.pgp og afkóðar það til að fá fram skjalið grein.doc. Þriðja aðferðin er að dulkóða texta inni í skjali, til dæmis ritvinnsluskjali. PGP getur unnið með klippiborði tölvunnar á þægilegan hátt. Notendur þurfa að ganga í gegnum nokkur skref til að innleiða notkun á PGP. Fyrst þarf að sækja forritið og setja það upp. PGP er ókeypis fyrir einkaaðila en fyrirtæki þurfa að greiða smáupphæð fyrir notendaleyfi. Síðan þarf að búa til lykla- par og skiptast á almennum lyklum við fé- lagana. Það er til dæmis hægt að gera með hjálp sérstakra lyklaþjóna á netinu, með því að senda almennu lyklana í tölvupósti eða einfaldlega með því að hittast og skiptast í disklingum, CD-disk eða USB minni með almennu lyklunum. Offlokið Miðað við kröfur hins almenna notanda um einfaldleika er þetta allt of flókið ferli. Til að nota PGP þarf notandinn að vera til- búinn til að læra nokkur atriði og umgang- ast kerfið á agaðan hátt. Þeir sem eru til- búnir að leggja þetta á sig uppskera örugg- an og lokaðan tölvupóst. Til eru aðrar leiðir, eins og rafræn skil- ríki. Auk þess að vera nothæf fyrir dulkóð- un tölvupósts eru þau einnig skilrfki til notkunar í rafrænum viðskiptum. Þessi skilrrki hafa einnig þann galla að vera heldur flókin fyrir hinn almenna notanda. Þau hafa því ekki náð þeirri útbreiðslu sem vonast hefur verið eftir. Margir spyrja hvort PGP sé í raun ör- uggt. Svarið er já, ef forritið er rétt upp sett og réttar aðferðir eru notaðar í dag- legri notkun. Mikið hefur verið rætt um það hvort gerðar hafi verið svokallaðar bakdyr í kerf- ið, til dæmis til að veita yfirvöldum mögu- leika á að ritskoða læstan tölvupóst. Til að Tölvumál 9

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.