Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 11
Tilraunasamfélög fyrir rafræn viöskipti
Tílraunasamfélög fyrir rafræn
viðskipti
Aðdragandi og markmið á undirbúningsári
Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir
Rúnar /VI. Sverrisson er
formaður slýrihóps
verkefnis um
tilraunasamfélög fyrir
rafræn viðskipti.
Guðbjörg er
forstöðumaður
þróunarsviðs Staðlaráðs
Islands og starfsmaður
verkefnisins.
I Evrópu eru aðeins
um 6% fyrirtækja að
nýta sér rafræna ferla
í aðfangakeðjunni
S
Aráðstefnu Evrópusambandsins í
Lissabon í mars 2000 setti sam-
bandið sér að á tíu árum verði Evr-
ópa orðin það hagkerfi í heiminum sem
hefði náð lengst í beitingu upplýsingatækn-
innar, eða eins og segir í samþykkt fundai'-
ins „the most advanced knowledge based
economy in the World“. Markmið sem fyrst
og fremst byggði á því að viðhalda og auka
samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Banda-
ríkjunum og Asíu.
Til að ná þessu markmiði var þá talið
raunhæft að reikna með því að í lok þessa
árs (2003) yrðu allir helstu viðskiptaferlar
fyrirtækja orðnir rafrænir. I nýlegri úttekt
DG Enterprice, sem er sú stofnun innan
Evrópusambandsins sem hefur það hlutverk
að fylgjast með og stuðla að framþróun lít-
illa og meðalstórra fyrirtækja, sýnir sig að
þessu markmiði verði ekki náð, að enn sé
langt í land. I Evrópu eru aðeins um 6% fyr-
irtækja að nýta sér rafræna ferla í aðfanga-
keðjunni og innan við 10% að nýta sér
möguleika tækninnar við að halda utan um
tengsl sín við viðskiptavini, þekkingar-
stjórnun, þá inöguleika sem felast í úthýs-
ingu tölvukerfa eða tölvuvæddri aðfanga-
stjórnun.
Það að Evrópa sé engan veginn að ná
þeim markmiðum sem sambandið hafði sett
árið 2000, er embættismönnum og stjórn-
málamönnum í Brussel umtalsvert áhyggju-
efni. Þessa staðreynd þarf að skoða í því
ljósi að í Bandaríkjunum er þróun á þessu
sviði mjög ör og vaxandi líkur á að það hag-
kerfi muni á næstu árum og áratugum skapa
sér umtalsvert forskot í hagræðingu við-
skiptaferla með rafvæðingu þeirra og þar
með auka enn samkeppnishæfni bandarískra
fyrirtækja á kostnað annarra, þ.m.t. evr-
ópskra.
Evrópusambandið leitar nú allra leiða til
að brúa bilið til rafrænnar framtíðar og
óskaði t.a.m. eftir því við evrópsku staðla-
samtökin CEN að þau skipuðu nefnd sem
ætlað yrði að benda á leiðir sem gætu orðið
til þess að gera litlum og meðalstórum fyrir-
tækjum kleift að verða virkir þátttakendur í
rafrænu samfélagi. Nefnd þessi var stofnuð í
september á síðasta ári og fékk heitið
eBusiness Standards Focus Group, stytt í
eBiz nefndin. Upplýsingatækniskrifstofu
evrópsku staðlasamtakanna, CEN/ISSS var
falið að hýsa nefndina og veita henni leið-
sögn og aðstoð, m.a. með því að leggja til
ritstjóra hennar. Nefndin, vann nokkuð hratt
að mótun verkefnisins og úrlausn þess og
skilaði af sér skýrslu1 og vegvísi (Roadmap)
á opinni ráðstefnu í Brussel 28. apríl síðast-
liðinn. Skýrslunni var ætlað er að mynda
grunn sem byggt verði á í samningum Evr-
ópusambandsins og staðlasamtakanna um
verkefni á sviði stöðlunar og samræmingar í
rafrænum viðskiptum, ekki síst milli landa,
þar sem einkum yrði horft til hagsmuna lít-
illa og meðalstórra fyrirtækja.
Tilraunasamfélag
Ein af tilmælum skýrslunnar er hugmynd
sem varð til mjög snemma í vinnu nefndar-
innar, hugmyndin um að velja afmarkað
hagkerfi til að taka að sér að verða n.k.
módel fyrir önnur hagkerfi hvað varðar raf-
væðingu viðskiptaferla og nýtingu upplýs-
ingatækninnar almennt í heildrænu sam-
hengi, n.k. tilraunasamfélag. Hagkerfi sem
hefði þá eiginleika að vera sjálfstætt, lítið,
pólitískt stöðugt, þróað í byggingu og beit-
ingu upplýsingatækni, með virkt laga- og
menntakerfi og væri reiðubúið til að taka að
sér þetta hlutverk. Hugmyndin kom frá full-
trúum Staðlaráðs Islands í nefndinni með Is-
land í huga sem mögulegan vettvang fyrir
slíkt hlutverk.
f stuttu máli má segja að eftir því sem
hugmyndin var betur skilgreind og sýnt
fram á að hún væri í raun framkvæmanleg,
fór áhugi nefndarmanna hratt vaxandi og
náði fljótlega til þeinra starfsmanna Evr-
1 hUp://www.cenorm.be/isss/News/eBIZ_Open-
Meeting/eB4-009_eBizreportv5.zip
Tölvumál
n