Tölvumál - 01.09.2003, Síða 13
Er fjarvinna aS komast í tísku?
Er f jarvinna að komast í tísku?
Sigrún Gunnarsdóttir og Sæmundur E. Þorsteinsson
Á Islandi er skilgreind
fjarvinna lítið þekkt í
öðru formi en því að
margir lengja vinnu-
daginn eftir að heim
er komið.
S
Iþróuðu ríkjunum beggja megin Atl-
antshafs hefur undanfarin ár verið
lögð rík áhersla á að innleiða fjar-
vinnu, bæði til að leysa úr ýmsum þjóðfé-
lagslegum efnum og einnig efnum sem
snúa að fyrirtækjarekstrinum. Sterkar vís-
bendingar eru um að fjarvinna auki sveigj-
anleika starfsmanna og þar með lífgæði
þeirra. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjar-
vinna stuðlar að auknum afköstum starfs-
manna, starfsánægja og tryggð aukast.
Skv. yfirliti um fjarvinnu frá Evrópu-
sambandinu fyrir árið 2002' hefur fólki í
fjarvinnu fjölgað verulega í öllum löndum
sambandsins. Fjölgunin er þó mismikil og
virðist að fólk sem býr í stórum borgum
(t.d. London) noti sér fjarvinnu í minni
mæli en þeir sem búsettir eru í fámennari
borgum. A Islandi er skilgreind fjarvinna
lítið þekkt í öðru formi en því að margir
lengja vinnudaginn eftir að heim er kom-
ið. Fjarvinna stuðlar tvímælalaust að
auknum sveigjanleika manna og eykur
þægindi. Með markvissri fjarvinnu mætti
ná fram enn fleiri kostum fyrir starfsmenn,
vinnuveitendur og þjóðfélagið. Það er
eins og íslenskt þjóðfélag hafi ekki enn
vaknað til vitundar um kosti fjarvinnunn-
ar, hún er ekki enn komin í tísku á íslandi.
Hvað er fjarvinna ?
I nágrannalöndunum er markvisst unnið
að því að innleiða fjarvinnu. Öflugt rann-
sóknarstarf er í gangi á þessu sviði enda
léttir fjarvinna nokkuð á ýmsum þeim
vandamálum sem þróuð þjóðfélög standar
frammi fyrir. Sem dæmi má nefna að fjar-
vinna dregur úr umferð og minnkar þar
með mengun, þörf fyrir umferðarmann-
virki og umferðaröngþveitið minnkar.
Fjarvinna hefur nokkur birtingarform
en það algengasta nú er fjarvinna heima,
mynd 1. Gert er ráð fyrir að þetta form sé
víkjandi vegna þess að fólk hefur ekki
nægilega góðar aðstæður heima hjá sér til
vinnu og vinnan rekst á ýmsa þætti sem
eiga að hafa forgang á heimili. Einnig
koma til lagalegir þættir eins og skattar og
tryggingar þeirra sem vinna heima. Ein
hugmyndin er sú að setja upp fjarvinnu-
setur í úthverfum og í dreifbýli. Þangað
getur fólk komið og nýtt fullkomnustu
upplýsinga- og fjarskiptatækni við vinnu
sína.
Undanfarið hafa menn farið að nota
hugtakið „e-Work“ í stað „Telework".
Þetta er væntanlega til að undirstrika að
fjarvinnan er hluti hins nýja rafvædda
upplýsingasamfélags. Hér verður þó
áfram notast við hugtakið „fjarvinna“.
Fjarvinna krefst nýs hugsunarháttar á
ýmsum sviðum, t.d. við
• Mótun atvinnuhátta - aukin fjölbreytni
og sveigjanleiki í vinnuaðferðum
• Nýtingu tæknibúnaðar - ekki þarf að
vera á ákveðnum vinnustað til að leysa
verkefni og jafnvel ekki á ákveðnum
vinnutíma
Við mótun atvinnuhátta þurfa menn að
vera opnir fyrir nýju formi á vinnusamn-
ingum þar sem sveigjanleiki er hafður að
leiðarljósi, varðandi vinnutíma, vinnustað
og vinnufyrirkomulag.
Þróun tækninnar er enn afar hröð. Menn
þurfa að vera í stakk búnir að nýta sér
þessa þróun sem best. Tækniþátturinn
hefur ljóslega áhrif á mótun atvinnuhátta.
Þess vegna þarf sú mótun að vera í
stöðugri endurskoðun. Reynir þar mjög á
starfsmannadeildir fyrirtækjanna.
Nokkur form fjarvinnu
• Fjarvinna heima (e. telecommuting)
þegar maður vinnur heima hjá sér í stað
þess að fara á vinnustað sem vinnuveit-
andi leggur honum í té, eða á vinnustað
hjá viðskiptavini
• Fjarvinnu einyrkjar (SOHO, small
office home office): Verktaki eða ein-
yrki sem vinnur á svokallaðri smáskrif-
stofu sem er heima hjá viðkomandi
• Fjarvinnusetur (telecottages, tel-
ecentres) sett upp t.d. í litlum bæjurn
Tolvumál
13