Tölvumál - 01.09.2003, Síða 18

Tölvumál - 01.09.2003, Síða 18
FS-net FS-net: háhroðanet framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðva Arnór Guðmundsson Markmiðið með FS-netinu er að skapa greiðar og hagkvæm- ar fjarskiptalausnir fyrir framhaldsskóla og símenntunarmið- stöðvar og tengja þær við háskóla. Skólar eru í fararbroddi í notkun upp- lýsingatækni. Fartölvur, þráðlaus net, miðlæg upplýsingakerfi, fjar- kennsla, myndfundir, vefbundið nám, kennslu- og námskerfi, námsefni á neti, allt er þetta orðið hluti af umhverfi nútíma menntastofnana. Nemendur, kennarar og skólastjórnendur hafa líka tekið við sér og nýta sér upplýsingalindir Internetsins í starfi, nárni og kennslu. Kennsluhættir hafa breyst þannig að meira er byggt á uppgötvunamámi og sjálfstæðari vinnu- brögðum nemenda og kennarar leggja meiri áherslu á umræður en vísa á Netið um staðreyndir og fyrirlestraefni. Fá- mennir skólar eru farnir að bjóða fjöl- breyttara námsframboð með því miðla í fjarkennslu námskeiðum frá öðrum skól- um. Símenntunarmiðstöðvar miðla mynd- fundum frá háskólum og ýmsum aðilum sem bjóða símenntun en veita nemendum jafnframt aðgang að tölvum, neti og annarri stoðþjónustu. Vissulega eru skólar mislangt á veg komnir, fara ólíkar leiðir og beita ekki sömu aðferðum en þróun í notkun upplýs- ingatækni hefur verið hröð á undanförnum árum og margt bendir til þess að hún verði enn hraðari í framtíðinni. Fjarkennsla hef- ur vaxið hröðum skrefum og haustið 2002 stunduðu 3500 nemendur fjarnám hér á landi. Hafði fjöldi nemenda í fjarnámi þá nærri sexfaldast frá haustinu 1997. Þessu umhverfi er FS-neti ætlað að þjóna. Stefnumörkun Uppbygging FS-netsins er þáttur í fram- kvæmd stefnu menntamálaráðuneytisins um rafræna menntun, Forskot til framtíð- ar, sem sett var fram árið 2001. Þar er kynnt það markmið að allir framhalds- skólar, háskólar og símenntunarstöðvar verði tengd saman með háhraðaneti. Símenntunarmiðstöðvar sem staðsettar eru víða um land gegna æ meira hlutverki í þjónustu vegna fjarnáms. Þær hafa kom- ið upp myndfundabúnaði og aðstöðu fyrir fjamám í samvinnu við sveitarfélög víða um land. Hefur kostnaður vegna mynd- funda og fjarskipta hamlað eðlilegri fram- þróun fjarnáms og bæði háskólar og sí- menntunarmiðstöðvar þurft að takmarka fjarkennslu vegna kostnaðar. Markmiðið með FS-netinu er að skapa greiðar og hag- kvæmar fjarskiptalausnir fyrir framhalds- skóla og símenntunarmiðstöðvar og tengja þær við háskóla. Þannig eru opnaðar nýjar leiðir fyrir þróun fjarnáms og nýtingu upplýsingatækni í námi og kennslu. í maí 2001 kom út skýrsla nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins um fjar- skiptaþjónustu vegna fjarkennslu. Niður- stöður nefndarinnar voru þær að stefnt skyldi að því að bjóða út 100 Mbps. há- hraðanet samkvæmt IP-staðli sem tengja ætti alla framhaldsskóla og símenntunar- miðstöðvar. Voru tillögur nefndarinnar byggðar á greinargerð Gísla Hjálmtýsson- ar nú prófessors við Háskólann í Reykja- vík. Ári síðar ákvað núverandi mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, að stofna vinnuhóp til þess að undirbúa útboð á háhraðanetinu. Þarfir framhaldsskóla og símenntunar- miðstöðva vegna fjarskipta voru kannaðar og unnin kröfulýsing. Jafnframt var unnin kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu nets- ins og þjónustu. Tæknileg útfærsla 61 staður tengist á netinu þar af 28 fram- haldsskólar, 8 höfuðstöðvar og 25 útibú sí- menntunarmiðstöðva sem staðsett eru víða um land. Allir framhaldsskólar og mið- stöðvar símenntunar tengjast netinu gegn- um ljósleiðaratengingar með 100 Mbps tengihraða. Útibú símenntunarstöðva tengjast með 2 Mbps tengihraða. Eftirfarandi mynd sýnir þessa staði og eru 100 Mbps tengistaðir merktir með stórum húsum en útibú símenntunarmið- stöðva með litlum. 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.