Tölvumál - 01.09.2003, Page 20
FS-net
Uppsetningu netsins er að mestu lokið
þó á enn eftir að tcngja útibú símenntunar-
miðstöðva á Vestfjörðum, Vesturlandi og
Austurlandi en stefnt er að því að ljúka því
verki á næstu vikum.
A næstunni verður stofnað notendafélag
FS-nets þar sem kerfisstjórar og tækni-
menn frá framhaldsskólum og símenntun-
armiðstöðvum munu hafa vettvang til að
fjalla um framþróun og nýtingu netsins.
Stjóm FS-netsins verður skipuð þremur
fulltrúum menntamálaráðuneytis, þar af
einum fulltrúa skólameistara framhalds-
skóla, fulltrúa símenntunarmiðstöðva og
einum frá notendafélagi. Stjórnin verður
samræmingar- og ákvörðunaraðili hvað
varðar alla þætti, fjárhagslega og rekstrar-
lega, er snúa að FS-neti. Hún mun setja
reglur um notkun og tengingar og hefur
eftirlit með að þeim sé framfylgt.
Þá er stjórn FS-nets samnings- og
ákvörðunaraðili gagnvart þeim aðilum er
áhuga hafa á að bjóða þjónustu á netinu og
vilja taka þátt í þróun á netinu.
Þróunarmöguleikar FS-nets eru margir
og mun á næstu mánuðum vera skapaður
rammi um þá þjónustu og rekstur sem þar
fer fram. Netið opnar ýmsa möguleika fyr-
ir virðisaukandi þjónustu fyrir mennta-
stofnanir og verður lögð áhersla á að gera
ólíkum aðilum kleift að bjóða þjónustu
fyrir menntastofnanir á netinu. FS-netið
mun vera samtengt Rannsókna- og há-
skólaneti sem gerir menntastofnunum
kleift að hafa fjölbreytt samskipti sín á
milli og miðla texta, hljóði og mynd. Með
netinu hefur náðst mikilvægur áfangi í að
allar menntastofnanir sitji við sama borð í
fjarskiptum og skapaður vettvangur fyrir
framþróun í nýtingu upplýsingatækni í
menntun.
Höfundur er þróunarstjóri hjá
menntamálaráðuneytinu
TIL FELAGSMANNA SKYRSLUTÆKNIFELAGS ISLANDS
Við bjóðum ykkur 60% afslátt af áskrift að Tölvuheimi
til áramóta, alls 4 tölublöð á 1.166 krónur!
Skráning í tölvupósti á heimur@heimur.is eða í síma 512 7575
rusiu
græjurnar á árinu
þ Alll liá td|abúnail lil n«1(|ðnHilu
GAGNLEGUSTu
■ | . vefu tiir sRodáðir
. Útunogn* og tonliWor ^
*r'*E^&UD
i ' AurölVAN
Redi VŒf
v "i|icT:' %•» nmm **»«l!
ssnsstss.'i’ •' w
1' nrrrj . . t'1
igtngtri auglýsingAr.
Ársáskriftin er 7.290 kr • Tölvuheimur kemur út 10 sinnum á ári.
heimur
Heimur hf. • Borgartúni 23-105 Reykjavík • Sími: 512 7575 • Fax: 561 8646
20
lölvumál