Tölvumál - 01.09.2003, Side 24

Tölvumál - 01.09.2003, Side 24
OLED: bylting í smáskjám OLED: bylting í smáskjám Ásgeir H. Ásgeirsson starfar hjá Hans Petersen Nútímamaðurinn treystir á stöðugt upplýsingaflæði, við erum mötuð á upplýsingum allan daginn. Hér á árum áður meðtókum við þessar upplýs- ingar af pappír og sem hljóð en í dag erum við stöðugt að rýna í litla og stóra skjái til að fá upplýsingar. Hvort sem það er lófa- tölva, úr, vasareiknir, GSM-sími, stafræn myndavél eða tölvuskjáir þá treystum við á að upplýsingarnar séu skýrt framsettar, réttar og alltaf aðgengilegar. Myndavélaframleiðendur voru fljótir að koma auga á möguleika kristalskjáa (LCD) í stafrænum myndavélum, notand- inn gæti valið um að skoða myndefni í skoðara eða á skjá fyrir myndatöku, og eins skoðað á staðnum þær myndir sem búið væri að taka og velja þannig og hafna myndum til geymslu og prentunar. Hins- vegar ráku menn sig fljótt á að skjáirnir væru dýrir í framleiðslu, orkufrekir og misskýrir. Hjá Kodak var sett af stað þró- unarvinna til að bæta þessa tækni og hefur afrakstur þeirrar vinnu litið dagsins ljós. Organic light-emitting diode (OLED) er heitið á nýjustu afurð Kodak og hefur þessi tækni heldur betur slegið í gegn. Ólikt hefðbundunni LCD-díóðu er OLED- díóðan sjálflýsandi og þarf þar af leiðandi enga baklýsingu. Þetta eyðir þörfmni á fyrirferðamiklum kvikasilfurslömpum sem eru hættulegir umhverfmu. Með því að sleppa baklýsingunni má framleiða skjái sem eru mun þynnri en hefbundnir LCD-skjáir. Hreyfimyndir eru mun skýrari með OLED þar sem hægt er að kveikja og slökkva á hverjum myndpunkti (pixel) fyrir sig. Orkuþörfin á ■ OLED er2- 10 volt sem leysir þau vandamál sem sköpuðust vegna hita og rafmagnstruflana í LCD- skjánum. Annar stór kostur við OLED er víðara sjónarhom (160 gráður), jafnvel í mikilli birtu. Sjónvarpið með OLED skjánum er hægra megin. Hvað býr að baki? Grunnsamsetning OLED-flögunar sam- anstendur af örþunnum lífrænum lögum sem er staflað upp á milli gegnsæs já- kvæðs skauts (Anode) og neikvæðs raf- skauts úr járni (Metallic cathode). Lífrænu lögin skiptast í: hole transport layer, em- issive layer og electronic transport layer. Þegar hæfilegum straumstyrk er hleypt á flöguna endurraðast neikvæður og já- kvæður straumur í „emissive layer“ og myndar þannig ljós. Samsetning lífrænu lagana og gerð straumsins eru hönnuð með það í huga að hámarka samrunann í „emissive layer“ og þannig hámarka þá birtu sem út kemur. Það eru 2 gerðir af OLED og hægt er að lesa frekar um þær hér: Active matrix: http://www.kodak.com/US/en/corp/dis- play/activeDisplays.jhtml Passive matrix: http://www.kodak.com/US/en/corp/dis- play/passiveDi splay s .jhtml Nú þegar má sjá OLED skjái frá Kodak í Kodak LS 633 Easyshare myndavélinni og bíltækjum frá Pioneer og farsímum frá bæði Motorola og Sanyo. 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.