Tölvumál - 01.09.2003, Page 27
HAUSTRÁÐSTEFNA TEYMIS 26/9
ORACL6 NORDICA HOTEL Föstudaginn 26. september
Hin árlega Haustráöstefna Teymis verður haldin á Nordica Hótel,
Reykjavík, föstudaginn 26. september. Ráðstefnan hefur unnið sér fastan
sess sem einn stærsti viðburðurinn í íslenskum þekkingariðnaði ár hvert.
Þetta er í níunda skipti sem Haustráðstefna Teymis fer fram og er hún að
þessu sinni haldin í samstarfi við Opin kerfi.
Oracle 10g
Mikið verður fjallað um Oracle 10g en einnig Oracle og Linux, Oracle
Application Server, viðskiptagreindarlausnir, hagnýtingu vöruhúsa með
Oracle tækni svo eitthvað sé nefnt.
Að ráðstefnu lokinni er gestum boðið til kvöldverðar og að honum
loknum leikur hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu. Athugið að makar
ráðstefnugesta eru velkomnir í borðhaldið.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu okkar, www.teymi.is, eða í
síma 550 2500. Skráning fer einnig fram á heimasíðu okkar.
TEymi
ORACLE Á ÍSLANDI