Tölvumál - 01.09.2003, Page 28

Tölvumál - 01.09.2003, Page 28
Gegnir Yfirfærsla gagna úr núverandi kerfum er stórátak sem hófst á vordögum 2001 og mun standa yfir til árs- ins 2005. Kerfið var formlega tekið í notkun 19. maí 2003 en þá var yfirfærsla gagna úr Gamla-Gegni lokið. urinn felur í sér að ANZA tekur fulla ábyrgð á rekstri vélbúnaðar og uppitíma kerfisins. Tæknileg högun Tvær uppsetningar eru af kerfmu. Annars- vegar keyrsluumhverfi og hinsvegar próf- unarumhverfi. Gegnir keyrir í keyrsluum- hverfmu en prófunarumhverfið líkir eftir raunumhverfinu en með mun minni vinnslugetu. Báðar uppsetningarnar nota tvo þjóna af IBM gerð. Gagnagrunnurinn og viðfangsforrit eru hýst á stærri þjónin- um en vefþjónustur á þeim minni. Vélam- ar eru af IBM pSeries gerð og keyra á Unix stýrikerfi eða AIX5L. Gagnagmnns- og viðfangsþjónninn fyrir keyrsluum- hverfið er 6 örgjörva 750 Mhz RS64IV með 6 GB innra minni. Öll gögn eru á ytri gagnageymslu sem tengist í gegnum SAN geymslukerfi. Aðrar vélar eru af minni gerð. Vélamar em hýstar hjá ANZA hf. á Akureyri og eru tengdar um Internetið með 100 Mbps tengingu Landssímans og til vara er 10 Mbps varaleið hjá Línu.net. Sjá netyfirlitsmynd Gegnis. Innleiðing A Islandi hafa síðastliðinn áratug verið rekin tvö stór bókasafnskerfi/samskrár, Gamli-Gegnir og Fengur. Auk þessara kerfa eru nokkur minni kerfi í notkun í landinu. Eftirtalin kerfi eru/voru í notkun hér- lendis. Yfirfærsla gagna og innleiðing bókasafnanna byggir á núverandi kerfum: 1. Gamli-Gegnir byggist á Libertas hug- búnaði frá SLS í Englandi. Auk Lands- bókasafns notuðu 10 önnurlfáskóla-, rannsóknar- og stofnanasöfn kerfið. Gamli-Gegnir samanstóð af þremur kerfum; a. Gegnir var bókasafnskerfi 11 bóka- safna, þjóðbókaskrá og hýsti ýmsar samskrár eins og t.d. samskrá um er- lend tímarit. b. Greinir var kerfi þar sem skráðar vora tímaritsgreinar úr völdum ís- lenskum tímaritum og greinar um Is- land og íslendinga í erlendum tíma- ritum. c. Gelmir var handritaskrá Landsbóka- safns íslands - Háskólabókasafns. 2. Fengur - Skýrr hf. rekur bókasafns- kerfið Feng fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur og um 70 önnur almenn- ings-, skóla- og rannsóknarbókasöfn. Fengur notar Dobis/Libis hugbúnað frá Elias í Belgíu. 3. Mikromarc er norskt bókasafnskerfi sem notað er í u.þ.b. 30 söfnum. 4. Bókver er notað í 3 stærri almennings- bókasöfnum landsins. Þetta kerfi er hannað og þróað hérlendis. 5. Metrabók er íslenskt bókasafnskerfi sem notað er í mörgum smærri söfnum og munu vera um áttatíu uppsetningar í notkun.Hönnun og umsjón með kerfinu hefur Prím ehf. 6. Embla er ástralskt kerfi (Alice) sem notað er í nokkrum smærri söfnum. Yfirfærsla gagna úr núverandi kerfum er stórátak sem hófst á vordögum 2001 og mun standa yfir til ársins 2005. Eins og fyrr sagði byggir Aleph500 kerfið á ríkj- andi stöðlum. Mikilvægasti staðall bóka- safna er MARC (Machine Readable Cata- loging). MARC-staðallinn tryggir staðl- aða skráningu bókfræðiupplýsinga sem stuðlar að samræmdum heimtum úr leitum og gerir jafnframt kleift að sækja færslur í önnur bókasafnskerfi. Eitt stærsta verkefni þessarar innleiðingar er að flytja upplýs- ingar úr 7 ólíkum kerfum sem nota 7 ólfk MARC-snið í nýjan og ríkjandi MARC staðal sem nefnist MARC21 eða US- MARC. Gögn bókasafnanna verða yfirfærð eftir stærð núverandi kerfa. Stærð kerfanna er mæld í fjölda titla. Byrjað var á stærsta kerfmu, Gamla-Gegni, og síðan verða kerfin tekin inn eftir stærð eða í þeirri röð sem er lýst hér að ofan. Kerfið var form- lega tekið í notkun 19. maí 2003 en þá var yfirfærsla gagna úr Gamla-Gegni lokið. Núna er unnið að yfirfærslu Fengssafna og lýkur henni um nk. áramót. Að því loknu verða kerfin tekin í röð með þeirri undantekningu að eftir yfirfærslu Fengs munu koma inn söfn sem eru án kerfis eða söfn sem kjósa að byrja upp á nýtt.. Yfir- færslu úr einu kerfi verður að vera að fullu lokið áður en vinna við næsta kerfi hefst. Aætlað er að innleiðingu kerfisins ljúki árið 2005. 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.