Tölvumál - 01.09.2003, Síða 29

Tölvumál - 01.09.2003, Síða 29
Gegnir Gegnir — netyfirlitsmynd Bókasöfn Rich cban( Verktakar Rich dient Administration Reykjavik / a Akureyrí Una.net MPLS 100 Mbps ii 5Í Landtkorfi B6ka»«fna Landskerfi bókasafna hf. Menntamálaráðuneytið keypti Aleph500 bókasafnskerfið í maí 2001. Strax var byrjað að huga að hentugu rekstrarformi til þess að reka landskerfi þar sem fyrir- tæki og stofnanir frá ólíkum stjórnsýslu- aðilum ásamt einkafyrirtækjum gætu sam- einast. Rúmu ári síðar var hlutafélagið Landskerfi bókasafn h/f stofnað af ríki og sveitarfélögum. í dag er fyrirtækið í eigu ríkisins og um fjörutíu sveitarfélaga. Tæplega 300 bóka- söfn eru á vegum núverandi hluthafa. Fjórir starfmenn starfa við reksturinn í nánu samstarfi við bókasöfn landsins. Framtíðarsýn Fyrsta skref til framtíðar er að ljúka inn- leiðingu kerfisins á öllum bókasöfnum eða því sem næst svo að þau tengist saman í eitt bókasafns- og upplýsingakerfi. Hag- ræðing á landsvísu næst með sameiningu og samvinnu safna á sviði innkaupa, skráningar og sérfræðiþekkingar í sameig- inlegu kerfi. Aðal ávinningurinn er þó bætt aðgengi almennings, nemenda og fræðimanna að bókfræðilegum upplýsing- um. Stafræn bókasöfn veita nú almenningi aðgang að efni í gegnum Intemetið og tímarit eru nú í æ ríkari mæli aðgengileg á rafrænu forrni. Nútíma bókasafnskerfi eru öflugar upplýsingaveitur sem geta miðlað gögnum úr ólíkum gagnagrunnum. Með því að tengja saman gögn frá bókasöfnum við aðra gagnagrunna opnast áður ónýttir möguleikar við samnýtingu gagna og að- gengi almennings að upplýsingum stór- eykst. Höfundur er forstöðumaður kerfisþjónustu hjá Landskerfi bókasafna REKNISrOFA BANKANW Tölvumól 29

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.