Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 31

Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 31
BS-7799-staðallinn Formlega leiðin til að meta áhættu er tölu- leg nálgun byggð á kostnaði og líkum. burður gæti haft, verði innan ásættanlegra marka. Mynd 1: Stjórnkerfi uppiýsingaöryggis Áhæftumat Mörg fyrirtæki verja eignir sínar án þess að hafa í raun og veru framkvæmt áhættu- mat. Tilgangurinn með áhættumati er einmitt sá að: • Tryggja, að fyrirtækjum yfirsjáist ekki ýmsar ógnir og veikleikar sem hugsan- lega geta verið til staðar. • Forgangsraða mikilvægum ráðstöfun- um. • Bera saman þann kostnað, sem hlýst af því að koma í veg fyrir atburðinn við þann kostnað sem fyrirtækið verður fyrir ef tjón hlýst af. Hægt er að draga úr áhættu eða milda hana, t.d. með aðgerðaáætlun sem tiltekur þau úrræði sem hægt er að grípa til, ef til- tekinn atburður á sér stað. Einnig er hægt að flytja áhættuna til, t.d. með því að tryggja sig fyrir henni eða hreinlega að sætta sig við hana. Formlega leiðin til að meta áhættu er töluleg nálgun byggð á kostnaði og líkum. Hægt er að meta hana á einfaldan hátt með viðeigandi töflum til að halda staðreynd- um til haga, eða notast við hugbúnað, sem getur verið mjög gagnlegt fyrir fyrirtæki með yfirgripsmikla eignaskrá. Tilgreina þarf eignir og verðmæti þeirra, meta hverja ógn fyrir sig og hvaða veikleika eignir fyrirtækisins geta haft m.t.t. hennar og áætla líkurnar á því að slíkt tjón eigi sér stað. Áætlun um samfelldan rekstur. Með gerð áætlunar um samfelldan rekstur, leitast fyrirtækið við að sjá fyrir hvaða áhrif meiriháttar röskun á rekstri þess get- ur haft á aðra þætti rekstrarins, og hvemig bregðast megi við slíkri röskun í því augn- miði að fyrirtækið haldi velli. Það sem réttlætir slíka áætlun er sú augljósa stað- reynd, að ef búið er að kortleggja mögu- lega atburði fyrirfram og þjálfa starfsfólk í viðbrögðum við þeim, er hægt að endur- byggja reksturinn á mun styttri tíma en ef ákveða þarf viðbrögð eftir að áfall á sér stað, þegar streituvaldandi aðstæður og öngþveiti geta hamlað skýrri hugsun. Áætlunin á að gera fyrirtækinu kleift að endurheimta gögn og endurbyggja rekst- urinn með sem minnstri fyrirhöfn til að ná fullum afköstum áður en tjónið verður það ntikið að ekki verður aftur snúið. Eitt af lykilatriðum áætlunarinnar er að skipuleggja reksturinn með því markmiði að hægt sé að forgangsraða einstökum rekstrarþáttum þannig, að þeir mikilvæg- ustu séu endurheimtir fyrst. Með prófun áætlunarinnar getur fyrir- tækið fullvissað sig um að hún muni virka, verði hennar þörf. Að útbúa áætlun- ina er ekki létt verkefni, en með því að prófa hana er hægt að gera sér betur grein fyrir þeim göllum sem hún kann að búa yftr. Líklegustu vandamálin eru ekki endi- lega tæknilegs eðlis heldur getur verið um einfalda hluti að ræða, s.s. hver geymir lyklana, hvort starfsmenn vita hvem á að hafa samband við, hvort afrit sé til af áætl- uninni og það geymt á aðgengilegum stað, hvort annars sé hægt að nota skrifstofurn- ar, o.s.frv. Prófun getur verið kostnaðar- söm en það að prófa áætlunina ekki, getur sömuleiðis reynst dýrkeypt. Viðmið fyrir smærri fyrirtæki: Hér að neðan er að finna meginviðmið upplýsingaöryggis fyrir smæni fyrirtæki: • Vírusleit á öllum mótteknum tölvupósti og viðhengjum með honum. • Öguð vinnubrögð þegar kemur að afrit- un og endurheimtingu á gögnum, þ.m.t. geymsla á gögnum utan athafnasvæðis. • Stýring á frábrigðum sem felur í sér færslur, rannsóknir, úrræði og að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. • Bera kennsl á áhættur og ógnir og meta áhrifin af þeim á reksturinn ef til þeina kemur. Tölvumál 31

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.