Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 33
Um lýðnet og veraldarvef
Um lýðnet og veraldarvef
Frá orðanefnd
/
3. útgáfu Tölvuorðasafns, sem kom út
1998, var lagt til að Intemet væri kall-
að lýðnet á íslensku. Heitið lýðnet
hefur ekki notið mikillar lýðhylli, þó að
engin betri tillaga hafi komið fram svo vit-
að sé. Flestir nota ennþá heitið Internet
sem má stytta í netið þegar við á. Orða-
nefndinni þykir þó ekki fullreynt og notar
sjálf heitið lýðnet.
í hugum margra tölvunotenda gætir
nokkurs raglings á grundvallarhugtökum
er lúta að lýðnetinu og notkun þess, ekki
síst hugtökum sem tengjast notkun verald-
arvefsins. Af því leiðir að heiti þessara
hugtaka eru ekki alltaf notuð á skilmerki-
legan hátt. Hér verður einkum reynt að
skýra hugtökin lýðnet, veraldarvefur, vef-
ur, vefsíða, vefsetur og önnur nátengd
hugtök. Þess ber fyrst að geta að lýðnetið
og veraldarvefurinn eru ekki sama fyrir-
bærið.
Lýðnetið
Lýðnetið er tenginet óteljandi smærri neta
sem nær um víða veröld og jafnframt^'öZ-
net, en það merkir að notanda virðist sem
um eitt tölvunet sé að ræða þó að lýðnetið
sé í raun samsafn margra mismunandi
tölvuneta.
Veraldarvefurinn
Veraldarvefurinn er hins vegar viðamikil
skipulagsheild til þess að koma fyrir upp-
lýsingum og veita aðgang að þeim á lýð-
netinu. í skipulaginu felst bæði hveraig
upplýsingunum sjálfum er komið fyrir til
skráningar og geymslu í formi tölvu-
skráðra gagna og hvaða aðferðir og tól eru
notuð til að komast að þessum gögnum.
Veraldarvefurinn einkennist af því að svo-
kallaðar HTTP-samskiptareglur eru notað-
ar til að leita uppi og flytja gögn milli
staða á lýðnetinu. Rétt er að benda á að
t.d. tölvupóstsendingar og skráaflutningur
með FTP-samskiptareglum fer einnig
fram á lýðnetinu en utan við veraldarvef-
inn.
Vefur
Vefur er einfaldlega hluti af veraldarvefn-
urn sem er vistaður á tilteknum stað (vef-
setri, sjá neðar). Vef má gefa heiti eftir
sérsviði hans, t.d. liandboltavefur, Ijóða-
vefui; fasteignavefur eðafriðarvefur.
Vefsíða
Vefsíða er bálkur af gögnum sem aðgang-
ur er að á veraldarvefnum og hefur tiltekið
veffang. Dæmigerð vefsíða er HTML-
skjal en það er flöt textaskrá sniðin með
ívafsmálinu HTML. í HTML-skjali eru að
jafnaði svokallaðir tenglar sem vísa á
önnur skjöl eða skrár og notandi smellir á
tengil til að stikla yfir í það skjal eða skrá
sem tengillinn vísar á. Þó eru ekki allar
vefsíður HTML-skjöl. Sumar vefsíður
geyma myndir eða hljóð í stafrænu formi
eða textaskrár sem flokkast ekki til
HTML-skjala, svo sem Word-skjöl, Excel-
skjöl, PowerPoint-skjöl og pdf-skjöl.
Sameiginlegt öllum vefsíðum er að hver
vefsíða hefur einrætt veffang.
Vefsetur
Vefsetur á veraldarvefnum er aðsetur til-
tekins vefs. Venjulega birtist fyrst á skján-
um ein tiltekin vefsíða, svokölluð heima-
síða, þegar notendur vitja vefsetursins.
Þaðan er stiklað um tengla yfir á aðrar síð-
ur vefsins. Hér er eindregið mælt með því
að heitið heimasíða sé eingöngu notað í
þessari merkingu. Þegar notandi ræsir
vefsjá, s.s. Internet Explorer, Netscape
Navigator eða Opera, kemur fyrst upp vef-
síða sem eðlilegt er að kalla upphafssíðu,
sbr. orðalagið að byrja á upphafsreit. Not-
andi á sjálfur að geta tiltekið hvaða vef-
síðu hann vill framvegis nota sem upp-
hafssíðu í vefsjánni. Og venjulega getur
notandinn hvenær sem er kallað fram upp-
hafssíðuna með því að smella á tiltekinn
reit með mynd af húsi ofarlega í glugga
vefsjárinnar. Ef viðmót vefsjárinnar er á
ensku stendur stundum orðið Home við
myndina. Enskumælandi menn eiga það
þess vegna til að nota sarna heiti urn
heimasíðu og upphafssíðu í sínu tungu-
Tolvumál
33