Tölvumál - 01.09.2003, Síða 35
Um mat á tilboÖum
Um mat á tilboðum
Guðmundur Hannesson
Því er stundum haldið
fram að lögfræði fjalli
hvorki um sannleika
né réttlæti - hún sé
verklag til þess að
leysa deilumál.
Forsendur fyrir vel
heppnuðu útboði eru
því að raunveruleg
samkeppni og jafn-
ræði ríki milli bjóð-
enda.
Vandi matskvenna og -manna á sér
skemmtilegar hliðstæður í sög-
unni um blindu mennina fjóra.
Þeir voru beðnir um að lýsa fíl með því að
þreifa á honum. Sá fyrsti kom að hlið ffls-
ins og kvað hann Iíkastan stórum, hrjúfum
vegg. Næsti kom við ranann og sagði ffl-
inn einkennilega líkan liðaðri slöngu
(þurrkarabarka hefði verið sagt í dag).
Hinn þriðji kom við rófuna og sagði fflinn
líkastan enda af grófum kaðli. Sá síðasti
kom við tönn fflsins, sagði alla þrjá fyrir-
rennara sína hafa rangt fyrir sér því það
„sæi“ hver heilvita maður að ffllinn væri
úr hörðu íbjúgu beini, sbr. fílabein. Hver
þeirra hafði nú rétt fyrir sér? Mergurinn
málsins er, auðvitað, að það höfðu þeir
allir.
Er þá ekkert til sem heitir rétt mat?
Freistandi er að grípa aftur til myndlíking-
ar og nú úr lögfræðinni. Því er stundum
haldið fram að lögfræði fjalli hvorki um
sannleika né réttlæti - hún sé verklag til
þess að leysa deilumál.
Um tilboð
Hvað hefur þetta allt með mat á tilboðum
að gera? Skoðum málið frekar. Rétt og
skylt er að taka fram að hér verður einkum
fjallað um opinber útboð og þau lögmál
sem þau hlýta. Tilboð eru, eðli málsins
samkvæmt, afleiðing útboða. Markmið
útboða er að ná fram hagstæðasta verði og
kjörum á tiltekinni vöru, þjónustu eða
framkvæmd með því að skapa samkeppni
milli bjóðenda. Forsendur fyrir vel
heppnuðu útboði eru því að raunveruleg
samkeppni og jafnræði rfld milli bjóð-
enda. Vandi kaupanda er að skilgreina ná-
kvæmlega hvað hann ætlar að kaupa þ.e.
bjóða út, og hvað ekki. Einnig er mikils
um vert að ígrunda og ákveða hvaða eigin-
leikum bjóðandi skal vera gæddur, möo.
verður bjóðandi að vera hæfur til þess að
standa við tilboð sitt. Síðast en ekki síst
þarf kaupandi að senda skýrar og hnitmið-
aðar leiðbeiningar til bjóðenda þannig að
tilboð þeirra verði öll skilin á sama hátt.
Hver er þá vandinn að þessum skilyrð-
um uppfylltum, er ekki eðlilegast að taka
alltaf lægsta tilboði? Peningar voru
einmitt fundnir upp til þess að finna ein-
hlýtan mælikvarða á vörur, búnað og þjón-
ustu og hafa notið mikilla vinsælda sem
slíkir. En takmarkið hlýtur að vera hag-
stæð kaup, þ.e. að kaupa gæði við hæfi, á
lægsta verði. títboðin eru vissulega mörg
og margvísleg. Það er t.d. mikill munur á
því að bjóða út vegaframkvæmd, hugbún-
aðarkerfi eða mat fyrir sjúkrahús. Ef það
sem bjóða skal út er þekkt og vel skil-
greint t.d. stöðluð vara, er eðlilegt að nota
lægsta verð eingöngu. Dæmi um slíkt er
stálþil fyrir hafnargerð eða flugvélaelds-
neyti. Aftur á móti vandast málið þegar
kemur að útboði á rekstri heilsugæslu-
stöðvar eða sérsmíði á hugbúnaðarkerfi. í
báðum tilvikum verður kaupandi t.d að
setja skýrar kröfur um það hvaða eigin-
leikum fyrirhuguð lausn á að vera búin,
hvaða lágmarksgæði þurfa að vera upp-
fyllt, hvernig verkhópur bjóðanda þarf að
vera samsettur hvað varðar kunnáttu,
menntun og reynslu. Með öðrum orðum
er það ekki verðið eitt sem ákveður hag-
stæðasta tilboð. Flestir þekkja staðhæf-
inguna um „lágt verð, lítil gæði“ (e. you
get what you pay for) og er þar vissulega
sannleikskorn á ferðinni.
Um útboð og útboðsferli
Hvað er þá til ráða? Því verður seint hald-
ið fram að gerð útboðslýsingar sé jafn
flókið höfundarverk og Njálssaga. En sá
sem vinnur útboðslýsingu þarf, líkt og
höfundur Njálssögu, að hafa niðurlagið í
huga við upphaf skrifta eins og máltækið
segir „í upphafi skyldi endinn skoða“.
Lýsing þess sem kaupa skal þ.e. markmið
kaupanna þurfa að vera skýr og gegnsæ.
Hvað er verið að biðja um, hvaða skila-
boðum er verið að koma til væntanlegra
bjóðenda? títboðslýsingin er miðill kaup-
anda til þess að tjá væntanlegum bjóðend-
um þarfir sínar og lýsa kröfum til þess
sem kaupa skal. Kaupandi verður einnig
að hafa hina „gullnu reglu“ útboðsfyrir-
Tolvumál
35