Tölvumál - 01.09.2003, Side 36
Um mat á tilboSum
Mynd I - Útboðsferli
I útboðslýsingu verður
að standa skýrum
stöfum hvaða þættir
eru metnir og hvert
vægi þeirra er.
komulagsins í huga, að bjóðendur og til-
boð þeirra verða aðeins og einvörðungu
metnir af þeim gögnum sem þeir leggja
inn með tilboðum sínum. Þegar kaupandi
hefur lýst þörfum sínum verður hann að
ákveða hvemig hann ætlar að meta hversu
vel væntanlegir bjóðendur og tilboð þeirra
uppfylla kröfur kaupanda þess sem kaupa
skal, þe. lausnarinnar. Með öðrum orðum
þarf hann að smíða matsreglur eða
matslíkan. Skilmerkilegar matsreglur eru
forsenda og fyrirrennari þeirra upplýsinga
sem útboðslýsingin kallar eftir í tilboðum
væntanlegra bjóðenda.
Útboð er oft og tíðum flókið og um-
fangsmikið ferli þar sem taka verður tillit
til margra þátta. Sjá yfirlit á mynd 1.
I útboðslýsingu verður að standa skýr-
um stöfum hvaða þættir eru metnir og
hvert vægi þeirra er. Því betur sem til
tekst í þessum efnum þeim mun markviss-
ari og gagnsærri eru samskipti kaupanda
og væntanlega bjóðenda.
Um matsferli
Þegar tilboðsfrestur rennur út er tilboðum
skilað, þau opnuð og gildi þeirra kannað.
Ýmis atriði geta verið þess valdandi að til-
boð séu ógild. Dæmi um slíkt er ef tilboð
eru ómerkt, óundirrituð eða umbeðin gögn
t.d. verðtilboð, fylgja ekki með eða ef til-
boðum er skilað á röngum stað á vitlaus-
um tíma! Skoðum aðeins matsferli út-
boða, sjá mynd 2.
Næst er tekið til við að skoða hæfi bjóð-
enda. Hér tínist ýmislegt til. í lögum um
opinber innkaup nr. 94/2001 er t.d. kveðið
skýrt á um það að bjóðendur sem eru í
vanskilum með opinber gjöld eða bú
þeirra undir gjaldþrotaskiptum eru van-
hæfir að taka þátt í opinberum útboðum
og tilboð þeirra þar af leiðandi ógild. I
flestum útboðum eru bjóðendum sett skil-
yrði hvað varðar faglega og stjómunarlega
getu. Erfitt er að ímynda sér að erlent
verktakafyrirtæki sé hæft til þess að sér-
smíða íslenskt hugbúnaðarkerfi eða endur-
skoðunarfyrirtæki tæki að sér virkjana-
framkvæmdir (nema með dyggilegri að-
stoð undirverktaka).
Um kröfur
Sleppi bjóðendur gegnum þetta nálarauga
sem stundum er framkvæmt með forvali,
er tekið til við mat á annars vegar
„SKAL“ kröfum og hins vegar „ÞARF“
kröfum útboðsins.
SKAL kröfur eru kröfur sem tilboð skal
uppfylla skilyrðislaust. Mat á SKAL
kröfu er annað hvort, já“ eða „nei“. Upp-
fylli tilboð allar SKAL kröfur, er áfram
unnið með mat á tilboðinu, en að öðrum
36
Tölvumái