Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 38

Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 38
Eyður „Ókeypis skór7/ Ritstjórn Tölvumála hefur ákveðið að vera með reglubundna pistla þar sem ýmsum aðilum er boðið að skrifa um margskonar mál sem tengjast upplýsingatœkni og notkun hennar. Höfundarnir njóta nafnleyndar og skrifa allir undir höfundarheitinu Eyður. Þess- um pistlum er œtlað að ýta við umrceðu um málefni sem kalla má dœgurmál upplýsingatækninnar, málefni sem venjuiega er ekki fjallað um íformlegum faggreinum eða tœknilýsingum. I pistlunum má búast við að höfundar setjifram skoðanir sínar á ýmsum umdeildum málum og er það von okkar að þeir hvetji til umrœðu og umhugsunar. Eyður skrifar Hagkerfi slíkrar nálg- unar hlýtur hins vegar að byggja á öðrum þáffum en það hag- kerfi sem hefur fylgt hinum hefðbundna hugbúnaðarmarkaði hingað til. S Imyndum okkur fyrirsögn í Morgun- blaðinu: „Ókeypis skór fyrir norræna neytendur". Og þegar við lesum áfram þá segir: „Frá og með gærdeginum hafa norrænir neytendur getað sótt ókeypis skó í búð á vegum Norðurlandaráðs, en þar er að fmna skó sem m.a. geta komið í stað dýrra skóa eins og frá UN-Iceland og Sketchers.“ Og neðar í fréttagreininni kemur fram að „búðin sé fjármögnuð af norræna ráðherraráðinu" og að „tilgangur með opnun búðarinnar sé að veita neyt- endum yfirsýn yfir þá ókeypis skó sem standa þeim til boða og auðvelda þeim að nálgast og nota slíka skó“. Er þetta nú ekki full langt gengið? Er það ekki sérkennilegt að opinberir aðilar eins og Norðurlandaráð og norræna ráð- herraráðið skuli standa á bak við það að undirbjóða skó á markaðnum og grafa þannig undan fyrirtækjum sem þróa og framleiða skó? Ef þetta er eðlilegt, af hverju er þetta þá ekki gert með fleiri vöruflokka í huga? Er það kannski eðlilegt hlutverk stjórnvalda að auglýsa og koma á framfæri öllum vörum og allri þjónustu sem er í boði undir kostnaðarverði, í þágu neytenda og í nafni neytendaverndar? Er það virkilega, þegar upp er staðið, til hags- bóta fyrir neytendur? Tvíbent Kannski er megin spumingin samt þessi: Er eðlilegt að skór séu ókeypis? Það er iíka athyglisvert að velta því fyrir sér hvort það sé eðlileg krafa að neytandi eigi rétt á því að fá allar upplýsingar um skóna til að geta endurbætt þá, smíðað nýja og „gefið“ nágrönnum sínum eintak, hvort það sé eðlileg krafa að framleiðendur á skóm afhendi allar upplýsingar um efni, hönnun og framleiðslu skónna og hvort það sé eðlilegt að neytandinn geti síðan dreift endurbættri útgáfu af skónum til al- mennings þannig að allir njóti góðs af. Þetta er auðvitað allt ímyndun. Engum myndi detta í hug að setja upp búð í nafni opinberra aðila og dreifa ókeypis vörum til neytenda í samkeppni við iðnað sem varðar þjóðfélagið miklu. Eða hvað? Það var frétt á mbl.is þann 28. ágúst 2003 með fyrirsögninni „Ókeypis hugbún- aður fyrir norræna neytendur“. Þetta hljómaði svolítið í anda fréttarinnar „Google Buys Iceland“. Engin trúði því að það væri satt. En við nánari skoðun þá kom í ljós að þessi frétt er rétt; Norður- landaráð og norræna ráðherraráðið eru að dreifa ókeypis vörum í samkeppni við framleiðendur. Það er kannski ósanngjarnt að bera hug- búnað saman við skó. Hugbúnaður er ekki raunlægur í sama skilningi og skór og því er auðvelt að afrita hugbúnað og miðla honum, eða dreifa. Það er því kannski raunhæft að neytendur geri meiri kiöfur til þess að hafa frelsi til að endurbæta og dreifa hugbúnaði en þeir gera til endur- vinnslu og úrbóta á skóm. En er sú krafa raunhæf? Réttur til að fá frumkóta hugbúnaðar, réttur til að breyta honum og réttur til að dreifa slíkum breyttum hugbúnaði er álita- mál og hefur verið mikið rætt meðal fag- manna í upplýsingatækni undanfarin miss- eri. Þróun og dreifing á Linux stýrikerfi og slíkum lausnum er dæmigert fyrir þessar áherslur og hefur framgangur Linux stýri- kerfisins staðfest að það er mögulegt að ná verulegum árangri í virkni, gæðum og framleiðsluhraða hugbúnaðar í opnu um- hverfi. Hagkerfi slíkrar nálgunar hlýtur hins vegar að byggja á öðrum þáttum en það hagkerfi sem hefur fylgt hinum hefð- bundna hugbúnaðarmarkaði hingað til. Neytendur hljóta að vernda sína hags- muni. Þegar um afnotarétt er að ræða, hvort sem það varðar hugbúnað, hljómlist, ritað mál eða myndlist, þá þarf að tryggja að neytendur hafi eðlilegt svigrúm og raunhæfan rétt til að nýta sér þá vöru sem þeir hafa borgað fyrir en á þann hátt að 38 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.