Tölvumál - 01.09.2003, Síða 39

Tölvumál - 01.09.2003, Síða 39
Eyður réttur höfunda og hönnuða sé líka tryggð- ur. Þetta er barátta um réttindi og siðferði, barátta sem verður aldrei lokið, en það er mikilvægt að hún fari fram á sanngjarnan hátt og að hún sé á milli „réttra" aðila - neytenda og höfunda. Það er mjög jákvætt þegar opinberir að- ilar, jafnvel stjórnarráð stórra ríkja, leggja spilin á borðið og meta ítarlega hvort það borgar sig að kaupa hefðbundin hugbún- aðarleyfi fyrir „lokaðan“ hugbúnað eða hvort það sé hagkvæmara að kaupa og nota hugbúnað með opinn frumkóta, eins og Linux og þær lausnir sem Norður- landaráð er nú að auglýsa. Opinberar stofnanir eru í sumum tilvikum meðal um- fangsmestu notenda hugbúnaðarkerfa og eru því mikilvægir neytendur. Gjörðir þeitxa og ákvarðanir koma því oft fram sem kraftmikill boðskapur sem túlkaður er sem rök með eða á móti opnum frumkóta. Ég er ekki með eða á móti opnum frum- kóta. Ég tel mikilvægt að frjálsræði fái að njóta sín, sem meðal annars felst í því að ef höfundur vill gefa frumkótann sinn þá má hann það. Það gengur hins vegar ekki upp ef allir gefa hugarsmíði sína; hvernig eigum við þá að brauðfæða smiðina? Það þarf að vernda bæði neytendur og höf- unda, svo ekki sé minnst á aðra aðila virð- iskeðjunnar. Það hljóta að vera hagsmunir heildarinnar að mögulegt sé að ná arðsemi í framleiðslu á vöru sem felur í sér virðis- auka fyrir neytendur. En hvað sem því líður þá eiga hin opin- beru embætti og stofnanir ríkisins ekki að skipta sér af þessum málaflokki á þann hátt sem Norðurlandaráð hefur gert núna - með því að taka upp „málstað" þeirra sem eru fylgjandi opnum frumkóta og dreifa ókeypis vöru í samkeppni við heila at- vinnugrein. Það er mikilvægt að stofnanir og embætti ríkisins vinni kröftuglega að því að styðja bæði neytendur og framleið- endur og tryggja verndun réttinda allra að- ila. Sú vinna á hins vegar að fara fram inn- an vébanda þessara aðila í þjóðfélaginu; í fagfélögum, hagsmunasamtökum, í al- þjóðlegu samstarfi og á öðrum slíkum vettvangi. Ég veit um nokkra staði þar sem þær 6 milljónir króna, sem ráðherra- ráðið setti í þessa „búð“ með ókeypis hug- búnaði, hefðu komið sér vel. Það er kannski mikilvægast í þessari umræðu að hafa í huga að Freedman hafði rétt fyrir sér þegar hann benti alheimi á að það væru engar máltíðir fríar. En það breytir því ekki að mönnum á að vera frjálst að gefa mat ef þeim sýnist svo. En eitthvað myndu nú eigendur Veitingahúss- ins Múlakaffi segja ef Norðurlandaráð setti upp matsölustað í Hallarmúla með fríum mat fyrir almenning. Eyður Tölvumál 39

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.