Tölvumál - 01.10.2004, Page 3

Tölvumál - 01.10.2004, Page 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands TÖLVUMÁL • E • F • N • I • Hver er ávinningur af fjárfestingu í upplýsingatækni? Reynir Jónsson Hvernig á að meta arðsemi fjárfestinga í upplýsingatækni? Þröstur Sigurðsson Viðtal við formann Ský Halldór Jón Garðarsson Arðsemi upplýsingatækni hjá ríkinu Jónas Ingi Pétursson 6 8 12 14 Hagnýting á upplýsingatækni í íslenskri stjárnsýslu Einar Solheim og Jón gunnar Björnsson Rafræn skil á skattskýrslum leiða til sparnaðar og skilvirkni Haraldur Hansson og Jón H. Steingrímson Hagfræði upplýsingaöryggis Þorvarður Kári ólafsson Rafrænt markaðstorg Jóhanna E. Hilmarsdóttir Tilraunasamfélagið - frá hugmynd að ávinningi Rúnar Már Sverrisson Guðbjörg Björnsdóttir Örmerkjatæknin RFID - Möguleikar og framtíðarhorfur Kristján M. Ólafsson Arðsemi UT-fjárfestinga Eyður skrifar Frá Orðanefnd SlGRÚN HELGADÓTTIR RSS vafri - hvað er það? Einar H. Reynis 20 24 30 32 35 39 41 42 ISSN-NÚMER: 1021-724X Tölvumál hafa að þessu sinni nokkuð annan vinkil en oft áður, eða meira sniðin að viðskiptahliðum upplýsingatækninnar og fjöldi greina er að þessu sinni helgaður þemamálinu arðsemi í upplýsingatækni. Aherslur eru mjög ólíkar og misjafnt að hverju er stefnt þegar fjárfest er t tækni og líka ólíkt eftir því hvort um er að ræða opinbera- eða einkageirann. Starfsmenn ríkisskattstjóra skrifa sem dæmi grein um rafræn skattskil en allir kannast við þá miklu breytingu sem orðin er á framtalsgerð og er óhætt að segja að hún hafi verið sú víðtæk- asta hér á landi þegar farið var frá eldri tækni í nýja, og máttur tækninnar virkjaður að fullu og allur almenningur nýtur góðs af nær og fjær. Höfundar bæta við í endann hrósi frá fólki sem er sagt dæmigert fyrir viðbrögð skjólstæðinga RSK við þessari já- kvæðu þróun. Núna er nýafstaðin fyrsta lota innanlands í herför gegn ólög- legri afritun og dreifingu á myndum og tónlist um Netið en hald var lagt á geysilegt magn af afritunum sem er þó einungis brota- brot af því sem er í umferð á Islandi. Umfangið var það mikið að bara var hægt að ráðast til atlögu við meinta höfuðpaura en áhrifin voru samt sem áður víðtæk þar sem innanlandsnetumferð heimila dróst saman um 60% í kjölfarið. Þetta er sláandi og koll- varpar hugmyndum marga um notagildi Netsins ef raunin er sú að helmingurinn af bandbreiddinni er undirlögð i myrkraverk. Af- ritunaráráttan er svo útbreidd að sjálfsagt þykir, þvi miður, víða á heimilum að börn hafi þar aðgang að tölvum með illa fengnu skemmtiefni, jafnvel það nýjum kvikmyndum að þær eru ekki enn komnar í bíó. Þau alast sem sagt upp við það að höfundarréttar- brot séu sjálfsögð og eðlileg. Dreifingarstarfsemin fer huldu höfði en nokkrir starfsmenn Microsoft skrifuðu fróðlega ritgerð um þetta fyrirbæri og hvernig það hefur, og muni, þróast og kölluðu það Darknet. Lesendur ættu að kynna sér það efni enda í brennidepli þessa stundina. Netið er til margra hluta nytsamlegt en skuggahliðarnar líka hrikalegar og margt neikvætt hægt að gera í skjóli þess að tæknin er lipur, öflug, ódýr og galopin. Það sem getur verið gleðilgjafi fyrir fjölskyldur getur um leið verið ógn ef ekki er staldrað við og spurt „er þetta í lagi?" Einar H. Reynis Tölvumál 3

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.