Tölvumál - 01.10.2004, Side 20

Tölvumál - 01.10.2004, Side 20
Rafræn skil á skattskýrslum Rafræn skil á skattskýrslum leiða til sparnaðar og skilvirkni Haraldur Hansson og Jón H. Steingrímsson Flestir þekkja þann árangur sem náðst hefur varðandi þátttöku al- mennings og fyrirtækja í rafrænni framtalsgerð. Rafræn skil á skattframtali rekstraraðila voru tekin upp 1997 sem hlaut mjög góðar undirtektir og má segja að nokkur undanfarin ár hafi framtalsskil lögaðila verið því sem næst 100% rafræn. Nánast öll félög, sem á annað borð eru með rekstur, skila rafrænt. Þau fáu framtöl sem berast á pappír eru vegna fyrirtækja sem ekki eru með rekstur eða eru fram- talsskyld af því að þeim hefur ekki verið slitið. Einstaklingar gátu fyrst talið fram raf- rænt á árinu 1999. Það ár voru heimturnar eftir þeirri skilaleið tæp 10% en hafa vax- ið hröðum skrefum síðan þá eða upp í 86% á þessu ári, sbr. meðfylgjandi yfirlit er sýnir hve stóru hlutfalli einstaklings- framtala var skilað rafrænt. RAFRÆN SKIL 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Framtalsforrit 2% 16% 27% 30% 30% 30% Netframtal 8% 18% 34% 44% 51% 56% Rafræn skil alls 10% 34% 61% 74% 81% 86% Þó að nákvæm kostnaðar-ábatagreining hafi ekki hingað til farið fram hafa flest teikn bent til þess að jaðarábatinn sé veru- legur enda hafa menn fram til þessa haft mikla trú á verkefninu og fundið fyrir verulegum stuðningi við það. En er fjár- festingin að skila sér? Til þess að nálgast niðurstöðu um það þarf að skilgreina við- fangsefnið nánar, afmarka kostnaðinn og kortleggja og meta ábatann út frá gefnum forsendum. Ábatanum má skipta í þrennt, þ.e. ábata skattkerfisins, ábata framtelj- enda og bætt skattskil. Aukinn kostnaður við rekstur og þróun kerfa óætlaður 25-30 m.kr. Valin er sú leið að horfa einvörðungu til árlegrar framtalsgerðar einstaklinga og rekstraraðila en sleppa rafrænum skilum á virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Til raf- væðingar framtalsskila eru skv. þessari greiningu talin upplýsingavefurinn rsk.is, vefframtal og önnur framtalsforrit rekstr- araðila og einstaklinga, foráritun fjárhags- upplýsinga á framtöl, móttöku- og úr- vinnsluforrit skattkerfisins, vélræn yfir- ferðarforrit (regluprófanir), hýsing upplýs- inga- og framtalsvefs, bættur vélbúnaður og mannaflakostnaður vegna undirbún- ings, þjónustu og rekstrar. Kostnaður vegna rafvæðingar skattskila var kannaður fyrir árin 1999-2003. Þegar þróunarkostnaður er meðtalinn sýnist ár- legur kostnaður vera um 70-80 m.kr. á ári. Heildarkostnaður við rekstur tölvukerfa hefur þó hækkað mun minna ef mið er tekið af árinu 1997 þegar smíði rafrænna framtalsforrita var að hefjast. Ástæðan er sú að kostnaður við viðhald eldri kerfa hefur ýmist lækkað eða fallið brott. Þegar tillit er tekið til þess svo og kostnaðar af nýjum óskyldum verkefnum er beinn ár- legur kostnaðarauki vegna rafrænna fram- talsskila áætlaður á bilinu 25-30 m.kr. Stór hluti þess kostnaðar er launakostnaður vegna rekstrar, viðhalds og þróunar nýju kerfanna. Ef kostnaður við rafvæðingu skattskila er settur í samhengi við þann fjölda fram- tala einstaklinga og rekstraraðila sem nú er skilað rafrænt er aukinn kostnaður vegna rafvæðingar við rekstur tölvukerfa á bilinu 160-190 kr. á hvert framtal og er þá ekki gerður greinarmunur á skattskýrslum einstaklinga og rekstraraðila. Á móti þess- um kostnaðarauka sparast útgjöld annars staðar eins og rakið verður hér á eftir. Um 60.000 framteljendur afþakka pappírsframtalið Lítum þá á ábatann og byrjum á að meta hagræðið við skattframkvæmdina. Því má skipta í tvö hom. Annars vegar beinan sparnað við prentun eyðublaða og leið- beininga og dreifmgu gagna til skattaðila. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.