Tölvumál

Ataaseq assigiiaat ilaat

Tölvumál - 01.10.2004, Qupperneq 39

Tölvumál - 01.10.2004, Qupperneq 39
Eyður Arðsemi SJT-f járfestinga Ritstjóm Tölvumála hefur ákveðið að vera með reglubundna pistla þar sem ýmsum aðilum er boðið að skrifa um margskonar mál sem tengjast upplýsingatœkni og notkun hennar. Höfundarnir njóta nafnleyndar og skrifa allir undir höfundarheitinu Eyður. Þess- um pistlum er œtlað að ýta við umrœðu um málefni sem kalla má dœgurmál upplýsingatœkninnar, málefni sem venjulega er ekki fjallað um íformlegum faggreinum eða tœknilýsingum. I pistlunum má búast við að höfundar setjifram skoðanir sínar á ýmsum umdeildum málum og er það von okkar að þeir hvetji tii umrœðu og umhugsunar. Eyður skrifar / grein þessari er annars vegar fjallað um nauðsyn þess að samræma við- skiptastefnu fyrirtækja við stefnu þeirra í UT-fjárfestingum. Hins vegar er komið inn á það hvernig útvistun með kerfisleiguhögun getur bætt árangur í rekstri og aukið arðsemi fjárfestinga í upplýsingatækni Samþætting viðskiptastefnu og UT-fjárfestinga Ein af þeim aðferðum sem fyrirtæki geta notað til að tryggja viðunandi arðsemi fjárfestinga í upplýsingatækni er að gæta þess að viðskiptastefna fyrirtækja og rekstrarmarkmið séu samþætt stefnunni í UT-fjárfestingum. Margir kynnu að halda að sú væri einmitt raunin víðast hvar, en svo er því miður ekki. Þvert á móti er staðan í atvinnulífmu sú að fjárfestingum í upplýsingatækni er ekki markvisst beitt til að ná betri árangri í rekstri. I fullu samræmi við þá staðreynd nær einungis lítið brot fyrirtækja (tíu pró- sent) hárri arðsemi á UT-fjárfestingum. í nýlegri könnun kom fram að fyrirtæki sem samþætta UT-stefnu sína við almenna viðskiptastefnu fyrirtækisins eru mun lík- legri en önnur til að ná ásættanlegri arð- semi á fjárfestingum sínum í upplýsinga- tækni. Könnunin var framkvæmd meðal tæplega 1.000 fjármálastjóra í alþjóðleg- um fyrirtækjum af hinum virtu stofnunum Computer Sciences Corporation og Fin- ancial Executives International. I sömu könnun kom fram að einvörð- ungu 10 prósent fyrirtækja eru með háa arðsemi af UT-fjárfestingum, en þegar kemur að fyrirtækjum með samþáttaða UT- og fyrirtækisstefnu, þá er þessi tala komin upp í 24 prósent. Því miður töldu einungis 7 prósent aðspurðra fjármála- stjóra að fyrirtæki sín hefðu samþáttað til fulls UT-stefnu sína við viðskiptastefnu fyrirtækisins. Um 30 prósent kváðu þessa samþáttun talsverða og heil 60 prósent höfðu engar slíkar áætlanir. Fyrirtæki sem beita upplýsingatækni gagngert til að ná betri árangri í rekstri eru frábærlega í stakk búin til að taka skyn- samar og yfirvegaðar ákvarðanir í við- skiptum. Stjórnendur og starfsfólk í slík- um fyrirtækjum hafa allar nauðsynlegar upplýsingar við fingurgómana, upplýsing- ar sem eru nákvæmar og uppfærðar í raun- tíma. A grundvelli þess er auðveldara en ella að þróa ný viðskiptalrkön og leggja kalt mat á allt frá áhættuþáttum og örygg- ismálum til afkomu og gengi einstakra deilda eða hluta í rekstri. Þegar þátttakendur í þessari merkilegu könnun voru spurðir um helstu áherslur á sviði upplýsingatækni, þá nefndu nær allir að öryggi og áreiðanleiki upplýsingakerfa væri gríðarlega mikilvægur þáttur. Tveir þriðju hlutar sögðu þessu til viðbótar að opnir staðlar og gegnsæ löggjöf væru lyk- ilatriði. Það er hins vegar dálítið áhyggjuefni að innleiðingar á ERP-kerfum (Enterprise Resource Planning) hjá þátttakendum reyndust í 40 prósentum tilvika taka lengri tíma en áætlað var og 55 prósent sögðu kostnaðinn hafa verið meiri en talið var í upphafi. Flestir kenndu slökum undirbún- ingi um; að ekki hefði verið hugað nægi- lega vel að undirbúningi verksins. Aftur á móti tóku þrír fjórðu hlutar þátttakenda fram að þessar innleiðingar hefðu verið áhrifaríkar, vel heppnaðar og að þær hafi haft jákvæð áhrif á rekstrarafkomu fyrir- tækjanna. Útvistun eykur arðsemi í rekstri Ein leið til þess að auka arðsemi fjárfest- inga - til dæmis í upplýsingatækni - og sinna þörfum viðskiptavina betur er í mörgum tilvikum að einbeita sér að kjamastarfsemi fyrirtækisins og láta aðra aðila sjá um þær hliðar rekstursins sem ekki tilheyrir kjarnastarfsemi. Dæmi um þetta er þegar keypt er að ákveðin grunn- Tölvumál 39

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.